Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 107
TÖFRARAUNSÆI í tSLENSKUM SAMTÍMASKÁLDSÖGUM Til eru margar útgáfur af sköpun gólemsins eins og Marie Héléne Huet bendir á í grein sinni Misconceptions29 en hún segir að orðið gólem sem birt- ist á einum stað í Biblíunni og í mörgum rabbíniskum textum vísi til sálar- lauss, ómyndaðs efnis. Á vissu stigi sköpunarinnar er talað um Adam sem „gólem“, þ.e. sem formlaust efni og hann verður ekki að manni fyrr en guð blæs í hann lífi. Gyðinglegar goðsögur gera ráð fyrir að hægt sé að endurtaka sköpun Adams en aðeins í takmörkuðum mæli og þá aðeins af upplýstum rabbínum. Til eru nokkrar mismunandi útgáfur af aðferðum sem nota skal til að blása lífi í ómyndað efhi en ein er sú að búið sé til úr leir líkneski af manni sem vaknar til lífsins þegar hebreska orðið „emet“ (sannleikur) er rit- að á enni hans. Ef fyrsti stafurinn er þurrkaður burt stendur eftir orðið „met“ sem þýðir „hann er dauður“ og þar með er góleminu útrýmt. Samkvæmt elstu sögnum hefur gólemið hvorki mál né sál þar sem það er skapað af mannahöndum og því felur eyðing þess ekki í sér morð. Goðsagan um gólemið hefur löngum heillað manninn og um miðja 19. öldina varð t.d. ör útbreiðsla á vinsælum sögum af R. Leow og sköpun hans á gólemi. Leowþessi eða Lowe var frægur rabbíni í Prag á 16. öld og segir sagan að hann hafi haft persónuleg afskipti af gyðingaofsóknum Rudólfs II. keis- ara. Lowe á að hafa skapað gólem til að vernda gyðingasamfélagið í Prag og segja sumar sögur að gólemið hafi verið vingjarnlegt og hjálpsamt en aðrar að það hafi verið stjórnlaus skepna knúið áfram af hefndarþorsta og eyðingarþrá.30 Sögurnar af Lowe hefur Sjón örugglega haft til hliðsjónar við ritun sína á Augu þín sáu migen gyðingurinn hans heitir einmitt Löwe. Þótt hann skapi ekki sitt gólem til að vernda gyðinga felur sköpunin í sér þrá Löwes til að við- halda sinni eigin sögu og um leið sögu forfeðranna, sögu hinna ofsóttu gyð- inga. Og af því að gólemið er hnoðað úr líkamshlutum og líkamsvessum gyðingsins, er í raun fætt af karlmanninum en ekki konunni ber það í sér eig- inleika föðurins fyrst og ffernst, er eftirmynd hans og algjör framlenging. En munurinn á gólemi Sjóns og hinu goðsögulega gólemi er sá að það hlýtur bæði sál og mál, verður að manneskju sem bæði hugsar og talar, kannski vegna afskipta konunnar og ástarinnar sem hún innleiðir bæði í líf þess og gyðingsins. Þannig getur gólemið borið áfram í sér þrá gyðingsins, drauma og minningar. Og gólemið, sögumaðurinn, er einmitt tákn fyrir nýtt upphaf og nýja tíma því það rýfur þá kyrrstöðu og stöðnun sem í lok sögunnar ríkir í smábænum Kukenstadt og siglir út úr sögunni og því andrúmslofti eyðingar og grimmdar sem þar ríkir. Sú leið sem Sjón fer til að sýna og brjóta upp kyrrstöðu er vissulega óvenjuleg og þá er ég ekki bara að vísa til sköpunar gólemsins. Á einu sviði sögunnar berjast englar og djöflar um völdin og þeirri viðureign lýkur með TMM 2000:1 www.malogmenning.is 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.