Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 113
ELDURINN OG ANDINN
af hinum dæmda, óstöðugur á hrísluhrúgunni. Febrúarnepjan nísti
nakið hörundið og olli gæsahúð, og fanginn óttaðist að menn álitu
hann skjálfa vegna hugdeigju. Nú jæja, honum yrði yljað nógu fljótt.
Meðan verið var að hlekkja hann við staurinn með köldum rjátlandi
hlekkjum (reipi voru jú eldfim og enginn vildi að afmyndaður maður
stykki sem vítisári úr brennunni), þá rofaði til í grárri skýjaslæðunni
svo sást í heiðbláa himinrifu, líkt og yfxrvöld í efra vildu færa sönnur á
tilvist kristalhvels Aristótelesar. En hinum dauðadæmda manni stóð í
raun á sama. Hann hafði eingöngu mælt sannleikann, eins og hann
sneri að honum. Ef hann hafði rétt fyrir sér, þá væri það andstæðing-
um hans til vansa, vegna þess að sannleikanum yrði ekki eytt í logum.
Ef hann hafði hins vegar rangt fyrir sér, þá hafði hann með réttu verið
sendur á bálið.
Þegar böðullinn hafði gengið kirfilega frá fjötrunum og yfirfarið þá
vendilega, hraðaði hann sér niður af hlaðanum. Munkarnir muldruðu
bænir vegna glataðrar sálar - eitthvað sem fanginn þóttist fær um
sjálfúr. Opinberi eldberinn var þegar tekinn að ota logandi lurki sín-
um að birkiberki og sinugrasi, sem troðið hafði verið inn á milli eldi-
viðarbúta staflans. Eldslogarnir gleyptu græðgislega í sig skraufþurrt
heyið og angan af ofhitaðri tjöru fyllti loftið.
Skyndilega fann fanginn grípa um sig ofsahræðslu og ótta við að
verða um eilífð að engu. Tortíming hans var yfirvofandi; maður sem
lifði um skamma hríð á jörð, vera sem átti sér tilvist í þessum heim líkt
og í draumi. Hvergi mátti hnupla eða stela tíma lengur; veröldinni
myndi ljúka fyrir honum hér og nú, á því Herrans ári 1600. Eldveggur-
inn reis umhverfís hann, að sögn andstæðinganna til áminningar um
hvað biði hans, en hann fann sér leynda fróun í hugsun um að til væri
maður innan mannsins, tími innan tímans, draumur innan draums-
ins, alheimur innan alheimsins, og hið fyrrnefnda væri óafmáanlegt
þótt hinu síðarnefnda yrði eytt. Uppspretta þessara hugsana kom frá
logunum - bálið var að tortíma honum, en hann drakk það j afnframt í
sig eins og sannur eldhugi. Hann sá sig ekki sem píslarvott, heldur eins
og mann leystan úr helsi. „Eins og allir aðrir reikna ég með að ég eigi
mér upphaf og endi í tíma og rúmi“, hugleiddi hann, um leið og hann
lokaði augunum fyrir síbreytilegri logatíbránni andspænis honum.
Hiti frá þúsund sólum sveið andlitið. „En ég er einnig varanlegur, ekki
eingöngu líkami, heldur líkami sem umlykur anda“, bætti hann við í
TMM 2000:1
www.malogmennmg.is
103