Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 113
ELDURINN OG ANDINN af hinum dæmda, óstöðugur á hrísluhrúgunni. Febrúarnepjan nísti nakið hörundið og olli gæsahúð, og fanginn óttaðist að menn álitu hann skjálfa vegna hugdeigju. Nú jæja, honum yrði yljað nógu fljótt. Meðan verið var að hlekkja hann við staurinn með köldum rjátlandi hlekkjum (reipi voru jú eldfim og enginn vildi að afmyndaður maður stykki sem vítisári úr brennunni), þá rofaði til í grárri skýjaslæðunni svo sást í heiðbláa himinrifu, líkt og yfxrvöld í efra vildu færa sönnur á tilvist kristalhvels Aristótelesar. En hinum dauðadæmda manni stóð í raun á sama. Hann hafði eingöngu mælt sannleikann, eins og hann sneri að honum. Ef hann hafði rétt fyrir sér, þá væri það andstæðing- um hans til vansa, vegna þess að sannleikanum yrði ekki eytt í logum. Ef hann hafði hins vegar rangt fyrir sér, þá hafði hann með réttu verið sendur á bálið. Þegar böðullinn hafði gengið kirfilega frá fjötrunum og yfirfarið þá vendilega, hraðaði hann sér niður af hlaðanum. Munkarnir muldruðu bænir vegna glataðrar sálar - eitthvað sem fanginn þóttist fær um sjálfúr. Opinberi eldberinn var þegar tekinn að ota logandi lurki sín- um að birkiberki og sinugrasi, sem troðið hafði verið inn á milli eldi- viðarbúta staflans. Eldslogarnir gleyptu græðgislega í sig skraufþurrt heyið og angan af ofhitaðri tjöru fyllti loftið. Skyndilega fann fanginn grípa um sig ofsahræðslu og ótta við að verða um eilífð að engu. Tortíming hans var yfirvofandi; maður sem lifði um skamma hríð á jörð, vera sem átti sér tilvist í þessum heim líkt og í draumi. Hvergi mátti hnupla eða stela tíma lengur; veröldinni myndi ljúka fyrir honum hér og nú, á því Herrans ári 1600. Eldveggur- inn reis umhverfís hann, að sögn andstæðinganna til áminningar um hvað biði hans, en hann fann sér leynda fróun í hugsun um að til væri maður innan mannsins, tími innan tímans, draumur innan draums- ins, alheimur innan alheimsins, og hið fyrrnefnda væri óafmáanlegt þótt hinu síðarnefnda yrði eytt. Uppspretta þessara hugsana kom frá logunum - bálið var að tortíma honum, en hann drakk það j afnframt í sig eins og sannur eldhugi. Hann sá sig ekki sem píslarvott, heldur eins og mann leystan úr helsi. „Eins og allir aðrir reikna ég með að ég eigi mér upphaf og endi í tíma og rúmi“, hugleiddi hann, um leið og hann lokaði augunum fyrir síbreytilegri logatíbránni andspænis honum. Hiti frá þúsund sólum sveið andlitið. „En ég er einnig varanlegur, ekki eingöngu líkami, heldur líkami sem umlykur anda“, bætti hann við í TMM 2000:1 www.malogmennmg.is 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.