Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 116
RITDÓMAR þannig lifandi fram, og sumt af því er nýstárlegt. í ljós kemur t.d. að Jónas var miklu meiri náttúrufræðingur en menn hafa oft gert sér grein fyrir, hann hafði öll háskólapróf sem hægt var að taka í þeirri grein, hann þekkti þær kenningar sem þá voru í umferð, hafði sínar skoðanir á þeim, og athuganir hans á þessu sviði stóðu ekki að baki því sem þá var best gert. Það er því engan veginn undarlegt, að Jónas skuli lengi vel hafa litið á sig fyrst og ffemst sem náttúrufræðing. En jafhffamt verður það skýrt hve vísindin og skáldskapurinn eru nátengd hjá Jónasi: hvort tveggja stuðlar að því að skerpa sýn hans á náttúrunni á báðum sviðum, vísindin efla myndauðgi skálds- ins og náttúrufræðingurinn skoðar landslag og jarðlög með skáldlegu inn- sæi. Það er ekki síst kostur á verlci Páls Valssonar, að hann fléttar hugleiðingum um ýmis helstu kvæði Jónasar haglega inn í frásögnina, og beitir samhenginu til að varpa á þau ljósi. Eins og hann tekur fram í eftirmála fetar hann að þessu leyti í fótspor Hannesar Péturssonar, sem olli tímamótum í rannsóknum á kveðskap Jónasar með bók sinni „Kvæðafylgsni“. Mat Páls Valssonar á erfiðari hliðun- um í lífi Jónasar finnst mér vera mjög nærfærnislegt og sannfærandi. Það hefur löngum verið vitað að skáldið var ölkært, og á íslandi náði drykkjan sennilega há- marki í Austurlandsferðinni miklu sum- arið 1842. En þrátt fyrir það var þessi ferð, eins og Páll sýnir rækilega fram á, vísindalegt afreksverk, og það er alls ekk- ert undarlegt né ótrúlegt við það. Hér má minna á það sem einu sinni var sagt um rithöfunda sem voru að drekka frá sér ráð og rænu á knæpum Montparnasse á fjórða tug þessarar aldar: sá mikli bölvaldur sem áfengið var kom þó ekki í veg fyrir að þeir gætu skrifað hinar merk- ustu bækur - fram á fimmtugsaldur. Því drykkjuskapur hefur sitt ákveðna ferli. Nú var Jónas tæpra 35 ára í Austurlands- ferðinni, þrátt fyrir heilsuleysið hafði hann tvímælalaust ennþá þann andlega kraft sem þarf til andlegra iðkana og áfengið megnar eklci ennþá að yfirbuga, og þess vegna er ekkert því til fyrirstöðu að hann hafi verið sauðdrukkinn á ferð í blágrýtislögunum og eigi að síður gert hinar merkustu jarðfræðiathuganir í leiðinni. Vera má að meir hafi farið að síga á ógæfuhliðina hjá Jónasi þau tæp þrjú ár sem hann átti síðan ólifuð í Dan- mörku, en þá hljóta þó að hafa skipst á skin og skúrir, því veturinn 1843-1844 lifði hann eins og blómi í eggi í Sórey, og sitthvað afrekaði hann á þessum árum sem hefur ekki dregið úr orðstír hans. En Jónas dó 37 ára og náði því ekki þeim aldri sem skipti sköpum í ferli skáldanna fordrukknu á Montparnasse, þeim aldri þegar áfengið fer að bera sköpunarkraft- inn ofurliði. Það er gersamlega tilgangs- laust að velta því fyrir sér hvernig æfi Jónasar hefði orðið, ef hann hefði lifað þann örlagatíma, því lífssiglingu manna fýlgja oft hinar undarlegustu kúvending- ar. Ekki verður annað séð en að Páll hafi endanlega flett hulunni af æfilokum Jónasar og banameini, og hefur þar við að styðjast rannsólcnir sérfróðra manna. Dauði hans átti sér eðlilegar orsakir, og þar er titurvillan aukaatriði. Á eina vídd æfisögunnar finnst mér rétt að minnast sérstaklega. í frásögninni af lífi Jónasar í Kaupmannahöfn rekur Páll ýmis tengsl hans við strauma og stefnur í menntalífi Danmerkur á þess- um tíma og dregur stundum fram merkileg atriði, - þótt mér finnist kannske fulldjarft að tengja kvæði Jónas- ar „Grátittlingurinn“ frá 1843 við rit sem Soren Kierkegaard birti tæpu ári seinna og nefndist „Skrekkur og skjálfti" („Frygt og bæven“). Það kemur víða ffam að danskir andans jöfrar þessa tíma voru fáir og lifðu í einangruðum heimi, 106 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.