Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 2
Þúsundasti fundur K.R.R.
Þúsundasti fundur Knatt-
spyrnuráðs Reykjavíkur var
haldinn í Sjálfstæðishúsinu
þann 9. okt. 1953. Á fund þenn-
an var boðið ýmsum þeim, sem
hafa verið stjórnarmeðlimir
IvRR á undanförnum árum.
Einnig var blaðamönnum boðið
og fleiri gestum.
Fundurinn hófst með því, að
Olafur Jónsson, formaður ráðs-
ins, bauð gesti velkomna. Síðan
gaf hann skýrslu um fundahöld,
störf og fulltrúafjölda frá stofn-
un ráðsins.
Núverandi stjórn KRR skipa
eftirtaldir menn: Olafur Jónsson,
Víking, formaður, Sveinn Zoega,
Val, Haraldur Gíslason, IvR,
Ólafur Halldórsson, Fram, Ari
Jónsson, Þrótti.
Næst flutti Haraldur Gísla-
son skýrslu mn alla þá leiki, sem
lirvalslið KRIÍ hefur leikið.
Ivepptir hafa verið hérlendis 42
leikir; 18 unnizt, 4 jafntefli, en
20 tapazt; sett 92 mörk gegn 96.
Erlendis hafa verið leiknir 12
leikir og hafa 4 unnizt, 1 jafn-
tefli og 7 tapazt; sett 22 mörk
gegn 47.
Alls hafa því úrvalslið IvRR
leikir 54 leiki og hafa 134 menn
tekið þátt í þeim, og skiptast
þeir þannig milli félaganna: Frá
KR 41, frá Val 35, frá Fram 32
og frá Víking 26.
Eftirtaldir menn hafa leikið
fleiri en 10 leiki:
Karl Guðmundsson, Fram, 25.
Ellert Sölvason, Val, 21.
Sveinn Ilelgason, Val, 20.
Þorsteinn Einarsson, KR, 19.
Hermann Hermannss., Val, 19.
Sæmundur Gíslason, Fram, 19.
Sigurður Ólafsson, Val, 18.
Hans Kragh, KR, 16.
Björgvin Schram, KR, 16.
Ólafur Hannesson, IvR, 12.
Óli B. Jónsson, KR, 11.
Halldór Halldórsson, Val, 11.
A vegum KRR. hafa farið hér
fram 323 mót og leiknir 2020
leikir frá 1912—1952.
Næst tók Sveinn Zoéga til
máls og ræddi á víð og dreif um
fyrirkomulag knattspyrnumóta
og flutti að lokum tillögu um
að' skipa þriggja manna nefnd,
sem raðaði niður mótum næsta
sumars. I nefndina voru kosnirr
Framh. á 3. kápusíðu.