Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 38
Ársþing í. S. í. á Akranesi
íþróttaþing í. S. í. 19.53 var
haldið' á Akrgnesi dagana 4. og
.5. júlí s.l. Um 60 fulltrúar
íþróttasamtakanna í landinu
áttu seturétt á þessu þingi, en
um 40 munu hafa verið mættir
til þings. Fulltrúa vantaði fyrir
svæðið frá Borgárnesi og allt
norður á Sauðárkrók. Leitt er til
þess að vita, að íþróttasamtökin
á þessu svæði skyldu ekki senda
fulltrúa til þingsins, sértsaklega
með tilliti til þess, að fyrir þessu
þingi lágu ýmiss mál, sem voru
og eru það mikilvæg, að þau
varða alla íþróttahreyfinguna í
heild. Ekki að'eins á líðandi
stund, heldur að minnsta kosti
tvö ár fram í tímann, eða allt
fram að næsta íþróttaþingi sam-
bandsins. Margir fulltrúar áttu
lengra að en þeir, sem ekki létu
sjá sig, og væri næsta fróðlegt
að fá einhverja skýringu á fjar-
verunni frá hlutaðeigandi sam-
tökum. Því skai fúslega ljáð
rúm hér í blaðinu.
Að frátöldum ýmsum sam-
þykktum og tillögum, er varða
hreyfinguna í heild og skýrt hef-
ur verið frá í dagblöðunum, má
segja, að aðaimál þingsins hafi
verið tvö. I fyrsta lagi samskipti
íþróttamanna við íþróttamenn
úr varnarliðinu og svo umfangs-
miklar lagabreytingar í 32. lið-
um.
Allmiklar umræður urðu á
þinginu um, hvort leyfa skyldi
íþróttakeppnir milli varnarliðs-
manna og íslenzkra íþrótta-
manna. Skoðanir um mál þetta
eru vafalaust mjög skiptar með-
al íþróttamanna sjálfra og svo
var einnig meðal fulltrúa á þing-
inu. Eftir að fundarstjóri hafði
með samþykki fundarmanna
skorið' niður umræður, með því
að afmarka mönnum ákveðinn
ræðutíma, fór að sjá fyrir end-
ann á umræðum um málið, og
að lokum var samþykkt dag-
skrártillaga þess efnis að heim-
ila skuli varnarliðsmönnum
keppni við íslenzka íþróttamenn
eftir sömu reglum, sem gilda
gagnvart öðrum útlendum
íþróttamönnum. Tillaga þessi
fékk tæplega % hluta greiddra
atkvæða.
Segja má, að fyllsta ástæða
hafi legið til grundvallar því, að
36
ÍÞRÓTTIR