Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 36
Róðraríþróttin síðastliðin þrjú ár
Óþarft er að rekja hér sögu
róðraríþróttarinnar á Islandi frá
upphafi, þar sem síðasta „Arbók
íþróttamanna“ hefur að geyma
m. a. róðrarsöguna fram til 1939,
en síðan og til 1951 hefur íþrótt-
in að' mestu legið niðri. Ástæð-
una má m. a. rekja til síðari
heimsstyrjaldarinnar, en þá lok-
aðist aðal-æfingastaðurinn og
eina bátahúsið, sem til er á ís-
landi og er í Nauthólsvík, var
tekið „hernámi“, svo og vant-
aði allan keppnisgrundvöll, þar
sem ekkert annað félag iagði
stund á róður en GHmufélagið
Ánnann.
I desember 1950 var svo
Róðrarfélag Reykjavíkur (RFR)
stofnað og má segja að þá hafi
nýtt tímabil í sögu þessarar
íþróttagreinar hafizt, keppnis-
grundvöllurinn var fyrir hendi.
Sumarið' 1951 byrjar keppnis-
tímabilið að nýju, eftir of langt
hlé, og var strax í upphafi gert
ráð fyrir tveim keppnum: Um
Róðrarbikar RFR (1000 m) og
Septemberbikarinn (1000 m),
gefinn af stjórn Róðrardeildar
Ármanns. Báðar þessar keppnir
vann RFR.
Árið 1952 bættist íslandsmót-
ið við liinar fastákveðnu keppn-
ir frá árinu áður og keppt um
sérstakan bikar, gefinn af Árna
Siemsen. Allar (3) keppnir árs-
ins 1952 vann RFR.
I ár bættist við Reykjavíkur-
mót og keppt um sérstakan bik-
ar ,gefinn af Vátryggingafélag-
inu h.f.
Fyrstu keppni ársins um
Róðrarbikar RFR vann A-sveit
þess, nú í þriðja sinn og þar með'
bikarinn til fullrar eignar.
Áhöfn RFR skipuðu: Þráinn
Ivárason, Ólafur Sigurðsson,
Bragi Ásbjörnsson, Kristinn Sæ-
mundsson og Ludvig Siemsen,
stýrimaður.
Islandsmótið vann Róðrar-
deild Ármanns og þar með ts-
landsbikarinn, en handhafi hans
var RFR.
Áhöfn RDÁ skipuðu: Haukur
Hafliðason, Snorri Ólafsson,
Magnús Þórarinsson, Ólafur
Nielsen og Stefán Jónsson, stýri-
maður.
Reykjavíkurmótið vann RDÁ
og þar með Reykjavíkurbikar-
inn í fyrsta skipti, sem um hann
hefur verið keppt.
34
ÍÞRÓTTIR