Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 46

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 46
kasta yíir 50 metra varð banda- ríski kraftamaðurinn Eric Ivrenz, sem hinn 17. maí árið' 1930 tókst að ná kasti, sem mældist vera 51.03 metrar. Stuttu síðar bætti landi hans, Paúl Jessup, metið upp í 51.73 metra. Síðan kemur röðin að Svían- um Harald Anderson, sem í landskeppni við Norðmenn á Bisletleikvanginum í ágúst 1934 varpaði kringlunni fyrst 52.23 m og síðar í sömu keppni 52.42 m. Til marks um það hve góðui; og jafn kastari Anderson var, má geta þess, að öll köst lians í þess- ari keppni voru yfir 50 metra. Ari síðar l)ætti Þjóðverjinn Wille Schröder metið npp í 53.10 metra. Consolini og Ameríkanarnir Framhaldið á þróunarsögu kringlukastsins er eitt stanzlaust einvígi milli fremstu kastara Ameríkumanna og Italans Ad- oIíq Consolini. Consolini var orðinn þekktur kringlukastari þegar árið 1938, eða árið áður en síðasta heims- styrjöld brauzt. út. Nú í dag, 15 árum síðar, er hann með þriðja bezta árangur ársins samkvæmt heimsafrekkaskrkánni (53.28) og sennilega eru þeir íþrótta- menn ekki margir, sem tekizt hefur að halda sér jafn lengi á toppnum og liinn ágæti Conso- lini. Consolini hefur ætíð þjálfað sig í anda nýja stílsins, þ. e. a. s. hann hefur æft upp hraðann í hringnum og snerpuna í útkast- inu. Haustið 1941 var hann orð- inn heimsmethafi með árangur- inn 53.34. Svo líða árin allt fram til 1946. Þá kemur fyrst fram á sjónar- sviðið maður, sem var fær um að geta veitt Consolini nokkra keppni. Þetta var Bandaríkja- maðurinn Bob Fitch, læknastú- dent við Minnesota háskólann. Það varð snemma Ijóst, að hann var mikið efni í kringlukastara, en síðari heimsstyrjöldin gerði það að verkum, að það er fyrst árið 1946 sem Bob Fitch spring- ur út, ef svo mætti að orði kom- ást. Consohni var yart búinn að bæta met sitt upp í 54.23 fyrr en Fitch svaraði í sömu mynt og kastaði 54.93 og kom þannig heimsmetinu á nýjan leik í eigu „Sam frænda“. En Consolini gafst ekki upp, hann æfði meir og betur en nokkru sinni fvrr. Hann keppti oft við landa sinn Tosi og þeirra einvígi urðu mörg og margoft kom það fyrir, að Consolini varð að láta í minni pokann fyrir hin- um kröftuga Tosi. I London á Olympíuleikjun- 44 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.