Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 24
Marciano þurfti ekki að slá
nema eitt vel heppnað högg til
þess að verja titil sinn fyrir
„Metúsalem hnefaleikahrings-
ins“, hinum aldna Walcott, hinn
15. maí s.l., alveg eins og hann
árinu áður þurfti ekki nema eitt
álíka högg til að hreppa titilinn
í fyrsta sinn. Margur kann að
ætla, að þessir tveir leikir séu
þeir styztu, sem háðir hafa ver-
ið í söguni, en svo er þó ekki.
Styzta keppni í þungavikt um
meistaratitilinn fór fram árið
1908, þá er Tommy Burns sigr-
aði Irann, Jem Rocke, í Dublin
eftir eina mínútu og 28 sek.
Styztu hnefaleikakeppnir, sem
sagan getur um, hafa staðið yfir
í 11 sekúndur og hefur slíkt hent,
að því sagt er, alls fjórum sinn-
um. Sem sagt, slegið er í „gong-
gong“-bjölluna og á sömu sek-
úndu er andstæðingurinn sleg-
inn út og öllu lokið eftir 11 sek-
úndur og það met er algjörlega
öruggt með að standa að eilífu,
því betur er ekki hægt að gera.
A sínum ferli sigraði Joe Louis
fimm sinnum á „knock out“ í
fyrstu lotu, og beztur mun leik-
ur hans hafa verið, þegar hann
sigraði Þjóðverjann Max Schme-
ling eftir 2 mínútur og 4 sek-
úndur. A þeim tíma taldi blaða-
maður einn, 41 liögg slegið í
hringnum og ekkert þeirra sl.ó
Schmeling. Fyrsta höggið á
kjálkann fékk Schmeling eftir
að 4 sekúndur voru af leik og
alls fór hann í gólfið 4 sinnum
áður en þjálfari hans gaf leikinn
tapaðan, með því að fleygja
hvítu klæði inn í hringinn.
Við höfum fregnað, að' það
hafi verið síður en svo létt verk
að velja heppilegan andstæðing
til að mæta Marciano hinn 24.
september s.l. Miklar breyting-
ar hafa nú í seinni tíð orðið á
„the ranking list“, en það er listi
yfir hina tíu beztu í greininni,
en hann lítur nú út eins og hér
segir. Fyrst skal frægan telja
sjálfan krúnuhafann Rockey
Marciano, og síðan kemur röð-
in: 1. Ezzard Charles, 2. Roland
La Starza, 3. Dan Bucceroni, 4.
Tommy Harrison, 5. Bob Satter-
field, 6. Earl Walls, 7. Ivarel Sys,
8. Bob Baker, 9. Harry Matt-
hews, 10. Heinz Neuhaus.
Hvernig víkur því nú við, að'
sá, sem að á listanum er talinn
númer tvö, hinn 24 ára gamli
bandaríski stúdent, Roland La
Starza, var valinn sem andstæð-
ingur. Jú, það er einfaldlega
vegna þess, að_ í New York er
mikill fjöldi áhugamanna um
hnefaleika, sem eru reiðubúnir
til þess að taka inn eitur upp á
það, að La Starza liafi sigrað í
keppninni við Marciano fyrir
tveim árum, en hann fékk tvo
22
ÍÞRÓTTIR