Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 24

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 24
Marciano þurfti ekki að slá nema eitt vel heppnað högg til þess að verja titil sinn fyrir „Metúsalem hnefaleikahrings- ins“, hinum aldna Walcott, hinn 15. maí s.l., alveg eins og hann árinu áður þurfti ekki nema eitt álíka högg til að hreppa titilinn í fyrsta sinn. Margur kann að ætla, að þessir tveir leikir séu þeir styztu, sem háðir hafa ver- ið í söguni, en svo er þó ekki. Styzta keppni í þungavikt um meistaratitilinn fór fram árið 1908, þá er Tommy Burns sigr- aði Irann, Jem Rocke, í Dublin eftir eina mínútu og 28 sek. Styztu hnefaleikakeppnir, sem sagan getur um, hafa staðið yfir í 11 sekúndur og hefur slíkt hent, að því sagt er, alls fjórum sinn- um. Sem sagt, slegið er í „gong- gong“-bjölluna og á sömu sek- úndu er andstæðingurinn sleg- inn út og öllu lokið eftir 11 sek- úndur og það met er algjörlega öruggt með að standa að eilífu, því betur er ekki hægt að gera. A sínum ferli sigraði Joe Louis fimm sinnum á „knock out“ í fyrstu lotu, og beztur mun leik- ur hans hafa verið, þegar hann sigraði Þjóðverjann Max Schme- ling eftir 2 mínútur og 4 sek- úndur. A þeim tíma taldi blaða- maður einn, 41 liögg slegið í hringnum og ekkert þeirra sl.ó Schmeling. Fyrsta höggið á kjálkann fékk Schmeling eftir að 4 sekúndur voru af leik og alls fór hann í gólfið 4 sinnum áður en þjálfari hans gaf leikinn tapaðan, með því að fleygja hvítu klæði inn í hringinn. Við höfum fregnað, að' það hafi verið síður en svo létt verk að velja heppilegan andstæðing til að mæta Marciano hinn 24. september s.l. Miklar breyting- ar hafa nú í seinni tíð orðið á „the ranking list“, en það er listi yfir hina tíu beztu í greininni, en hann lítur nú út eins og hér segir. Fyrst skal frægan telja sjálfan krúnuhafann Rockey Marciano, og síðan kemur röð- in: 1. Ezzard Charles, 2. Roland La Starza, 3. Dan Bucceroni, 4. Tommy Harrison, 5. Bob Satter- field, 6. Earl Walls, 7. Ivarel Sys, 8. Bob Baker, 9. Harry Matt- hews, 10. Heinz Neuhaus. Hvernig víkur því nú við, að' sá, sem að á listanum er talinn númer tvö, hinn 24 ára gamli bandaríski stúdent, Roland La Starza, var valinn sem andstæð- ingur. Jú, það er einfaldlega vegna þess, að_ í New York er mikill fjöldi áhugamanna um hnefaleika, sem eru reiðubúnir til þess að taka inn eitur upp á það, að La Starza liafi sigrað í keppninni við Marciano fyrir tveim árum, en hann fékk tvo 22 ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.