Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 15

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 15
Skákmeistaramót Sovétríkjanna 1944 Frönsfy vörn. Enginn getur metið réttilega snilligáfur Botvinniks án þess að gera sér fulla grein fyrir kinu sálræna viðhorfi á rússneskum skákmótum, síðan sigurför hans hófst. A skákmótum er sá háttur tíðastur, að hver og einn skarar eld að sinni köku og gefur dauða og djöful í hagsmuni hinna. Það hefur verið eitt skýrasta kenni- merki allra kappleikja fram til þessa dags. Og því sterkari sem keppendurnir eru, því harðari er baráttan. Á rússneskum skákmótum er að sjálfsögðu mjög hörð keppni. En auk þess ber á það að líta, að allur skarinn er sameinaður gegn einum manni, Botvinnik. Hann er aðalskotmark allra hinna. Að sigra Botvinnik, að kippa honum úr hásæti sínu, er eina markmiðið, sem er þeim öll- um sameiginlegt. Það mundu fáir skákmenn vera færir um að mæta slíkum mótgangi án þess að ,,brotna“. Sú staðreynd, að Bot- vinnik hefur eigi að síður heppn- azt þetta undartekningarlaust, — þegar árið 1940 eitt er undanskil- ið, — er ef til vill veglegasti sig- urkrans snilldar hans. Jafnvel þegar Botvinnik var aðeins 25 ára að aldri, þurfti hann að leysa það hlutverk af hendi að halda velli gegn yngri kynslóðinni! Skákmeistaramót Sovétríkjanna 1944 gerði sérstaklega harðar kröfur, hvað þetta snerti. 1 fjórðu umferð hafði Botvinnik beðið ó- sigur fyrir yngsta þátttakandan- um, Davíð Bronstein, sem þá var aðeins tvítugur að aldri. Að sjö umferðum tefldum hafði Botvinn- ik 5J4 vinning, en hinn 23 ára gamli Vassily Smyslov var efstur með 6/2. Hafði hann unnið menn eins og Mikenas, Makagonov, Kotov, Ragozin og Lisitsyn, sem var vissulega hið mesta afrek. Þegar hér var komið, í áttundu umferð, skyldu þeir Smyslov og Botvinnik tefla saman. Öllum var ljóst, að úrslit mótsins yrðu þarna ráðin í minnisverðri skák. Að sjálfsögðu gat Smyslov með heil- an vinning leyft sér að sniðganga alla áhættu, telft varlega og látið Botvinnik eftir aðalerfiðið. En Smyslov, sem skotið hafði upp í röð stórmeistaranna með elding- ÍÞRÓTTIR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.