Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 39
þetta mál var lagt fyrir þingið.
Að undanförnu liafði sambands-
stjórnin sætt nokkurri gagnrýni
fyrir að hafa gefið leyfi sitt til
íþróttalegra samskipta við varn-
arliðsmenn, og er sterkara fyrir
samtökin að hafa gert þessa
samþykkt, þó fyllstu varúðar
beri hins vegar að gæta í sam-
skiptum við þessa menn, eftir
sem áður.
Of langt mál yrði að greina
hér frá hinum víð'tæku laga-
breytingum, sem samþykktar
voru á þinginu, en segja má, að
í stórpm dráttum feli þær í sér,
að með samþvkkt þeirra kemst
öll fjármálastjóm sambandsins
loksins saman á eina hendi, enn-
fremur hefur átt sér stað inn-
byrðis samræming laganna í
sambandi við breyttar starfsað-
ferðir og skipulagningu.
Sambandið hefur alla tíð ver-
ið mjög fátækt af veraldlegum
auð, þ. e. a. s. peningum, enda
er það eðlilegt, þar sem eini fasti
tekjustofn þess frá öndverðu
hefur verið skatturinn frá banda-
lagsfélögunum. Hinn umfangs-
mikli rekstur I. S. I. krefst að
vonum töluverðra fjármuna.
Mikið var rætt um leiðir til þess
að koma fjárhagnum í það horf
er þörf krefur. Ekki þótti til-
tækilegt að hækka skatta á fé-
lögunum, en þeir eru kr. 3.00 kr.
á hvern starfandi meðlim yfir
16 ára aldur, enda er flestöllum
íþróttafélögum það þröngur
stakkur skorinn fjárhagslega, að
þar er ekki á bætandi. Ejárhags-
nefnd þingsisn fékk að vonum
mál þetta til meðferðar og bar
síðan upp tillögu þess efnis,‘að
Alþingi sjái sér fært að taka inn
á næstu fjárlög 100 þúsund kr.
framlag til I. S. I., til greiðslu á
skrifstofukostnaði og launum
framkvæmdarstjóra. Tillaga
þessi var samþykkt samhljóða
og er vonandi, að Alþingi taki
jákvæða afstöðu til þessa máls.
Eins og áður er getið eru
íþróttaþing haldin annað hvert
ár. Að vonum þarf margt að
ræðast, þegar horft er að baki
tveggja ára starfi og lögð' á ráð-
in tvö ár fram í tímann. Það
kom greinilega fram á þessu
þingi, að tíminn, sem því var
ætlað að starfa á var of skamm-
ur, og væri æskilegt að ákveða
fremur ríflegan tíma en hitt,
næst er þinga skal.
Þrír menn fór úr stjórn sam-
bandsins á þessu þingi, þeir Frí-
mann Helgason, Þorgeir Svein-
bjarnarson og Gunnlaugur J.
Briem. Frímann hefur setið sam-
fleytt 15 ár í stjórn sambands-
ins, en hinir tveir styttra. Þakk-
aði forseti I. S. I. þeim öllum
vel unnin störf í þágu sambands-
ins og tóku fundarmenn undir
með lófaklappi.
ÍÞRÓTTIR
37