Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 31

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 31
ÍSLENZKIR ÍÞRÓTTAMENN — Helgi Daníelsson — Óliictt er að fullyrða, að erfiðasta stað- an á leikvelli, þegar um knattspyrnu er að ræða, sé tvímælalaust staða markr arðar- ins. Markviirðurinn verður að vera fjaður- magnaður og lipur, skjótur að taka Akvarð- anir, fljótur að hlaupa. sparkxiss og grip- öruggur, s\-o nokkuð sé nefnt af þeim fjiil- mörgu kriifum. sem gerðar eru til þeirra einstaklinga sem taka að sér slarf mark- varðar. Kiiattspyrna er fvrst og fremsl flokkaíþrótt, þar sem árangurinn er mikið undir því kominn, að flokkurinn í heild falli vel saman og leiki vel saman. En óneitanlega skeður það einstaka sinnum. að áhorfandanum finnst einn ókveðinn leikmaður bera af öðrum með tilliti til I>ess þátlar, sem hann á í leiknum, þróun hans og gangi, og veltir því kannske fyrir sér um leið, hvort þessi ákveðni leikmað- ur sé í rauninni ekki meira en 1 /11 hluti af heildarstyrkleika alls liðsins. Einn leik- maður getur unnið meira í Ieik en tveir eða þrir samherja hans, og Bretar segja, að úrvalsmarkvörður sé á við luilft kapp- lið. Helgi Daníelsson. liinn áægti markvörð- ur Kúattspyrnufélagsins Vals sameinar all- ar þær kröfur, sem gerðar eru til úrvals- markvarðar.. Hann sýndi þnð bezl með frammistöðu sinni í Noregi og Danmörku. þar sem meira reyndi á hæfni hans og gelu, en nokkurs annars leikmanns ís- lenzka liðsisn. Erlendis sézt oft á forsiðuni dagblaða, svohljóðandi yfirskriftt með feitu letri el’tir laudsleiki: „Markvörðurinn sigr- aði Svía“; „Markvörðurinn gerði jafntefli við Finna“, eða eitthvað þvílíkt. Við Is- íÞRÓTTIR lendingar höfum yfirleitt ekki sótt sigra í greipar andstæðinga okkar i landsleikjum, þó státað getum við af tveim sigrum á heimavelli. En við kunnuni að mela það sem vel er gert og hér skulu Ilelga Daníels- syni færðar ]>akkir fyrir, að liann með frammistöðu sinni í Noregi og Danmörku kom í veg fyrir eun meira tap en raun varð á. Tímaritið sneri sér nýlega til Ilelga og fór þess á leit við hann, að hann segði lesendum lítillega frá sjálfum sér og knatf- spyrnunni, og varð liann fúslega við þeirri beiðni. En áður en við gefum Ilelga orðið, vill Allt um íþróttir nota tækifærið og óska honum brautargengis í framtíðinni. ★ líg ef fæddur á Akranesi 16. apríl 1933. Frá því ég var smá- strákur og tók að geta fótað mig á knattspyrnuvelli hef ég haft mikinn áhuga á þeirri íþrótt. Eg var innritaðnr í Knattspyrnufé- lagið Kára á Akranesi aðeins nokkurra ára gamall og með því félagi æfði ég og keppti, þar til ég kom til Reykjavíkur og gekk í Ivnattspyrnufélagið Val. I yngri flokkunum lék ég ýms- ar stöður úti á vellinum, en mér tókst aldrei að gera mig sérstak- lega heimakominn þar, því það var engu líkara en ég kynni ekki 29 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.