Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 31

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 31
ÍSLENZKIR ÍÞRÓTTAMENN — Helgi Daníelsson — Óliictt er að fullyrða, að erfiðasta stað- an á leikvelli, þegar um knattspyrnu er að ræða, sé tvímælalaust staða markr arðar- ins. Markviirðurinn verður að vera fjaður- magnaður og lipur, skjótur að taka Akvarð- anir, fljótur að hlaupa. sparkxiss og grip- öruggur, s\-o nokkuð sé nefnt af þeim fjiil- mörgu kriifum. sem gerðar eru til þeirra einstaklinga sem taka að sér slarf mark- varðar. Kiiattspyrna er fvrst og fremsl flokkaíþrótt, þar sem árangurinn er mikið undir því kominn, að flokkurinn í heild falli vel saman og leiki vel saman. En óneitanlega skeður það einstaka sinnum. að áhorfandanum finnst einn ókveðinn leikmaður bera af öðrum með tilliti til I>ess þátlar, sem hann á í leiknum, þróun hans og gangi, og veltir því kannske fyrir sér um leið, hvort þessi ákveðni leikmað- ur sé í rauninni ekki meira en 1 /11 hluti af heildarstyrkleika alls liðsins. Einn leik- maður getur unnið meira í Ieik en tveir eða þrir samherja hans, og Bretar segja, að úrvalsmarkvörður sé á við luilft kapp- lið. Helgi Daníelsson. liinn áægti markvörð- ur Kúattspyrnufélagsins Vals sameinar all- ar þær kröfur, sem gerðar eru til úrvals- markvarðar.. Hann sýndi þnð bezl með frammistöðu sinni í Noregi og Danmörku. þar sem meira reyndi á hæfni hans og gelu, en nokkurs annars leikmanns ís- lenzka liðsisn. Erlendis sézt oft á forsiðuni dagblaða, svohljóðandi yfirskriftt með feitu letri el’tir laudsleiki: „Markvörðurinn sigr- aði Svía“; „Markvörðurinn gerði jafntefli við Finna“, eða eitthvað þvílíkt. Við Is- íÞRÓTTIR lendingar höfum yfirleitt ekki sótt sigra í greipar andstæðinga okkar i landsleikjum, þó státað getum við af tveim sigrum á heimavelli. En við kunnuni að mela það sem vel er gert og hér skulu Ilelga Daníels- syni færðar ]>akkir fyrir, að liann með frammistöðu sinni í Noregi og Danmörku kom í veg fyrir eun meira tap en raun varð á. Tímaritið sneri sér nýlega til Ilelga og fór þess á leit við hann, að hann segði lesendum lítillega frá sjálfum sér og knatf- spyrnunni, og varð liann fúslega við þeirri beiðni. En áður en við gefum Ilelga orðið, vill Allt um íþróttir nota tækifærið og óska honum brautargengis í framtíðinni. ★ líg ef fæddur á Akranesi 16. apríl 1933. Frá því ég var smá- strákur og tók að geta fótað mig á knattspyrnuvelli hef ég haft mikinn áhuga á þeirri íþrótt. Eg var innritaðnr í Knattspyrnufé- lagið Kára á Akranesi aðeins nokkurra ára gamall og með því félagi æfði ég og keppti, þar til ég kom til Reykjavíkur og gekk í Ivnattspyrnufélagið Val. I yngri flokkunum lék ég ýms- ar stöður úti á vellinum, en mér tókst aldrei að gera mig sérstak- lega heimakominn þar, því það var engu líkara en ég kynni ekki 29 i

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.