Allt um íþróttir - 01.10.1953, Blaðsíða 22
Heimsmeistarakeppni í hnefaleik
Marciano — La Starza
Heimsmeistarinn í þungavigt,
Rockey Marciano, vex nú stöð-
ugt í áliti vestrænna hnefa-
leikasérfræðinga og ekki skörtir
hann við'urnefnin frekar en aðra
fyrirrennara sína í hnefaleika-
hringnum, en vinsælasta viður-
nefnið mun þessa stundina vera
„The Brockten Block Buster“.
Sumir sérfræðingar víla ekki
fyrir sér að lialda því fram, að
Marciano slái hin mestu og
þyngstu högg, sem sézt hafi í
hnefaleikahring og víst er, að
árangur lians frá því hann gerð-
ist atvinnumaður, er alveg frá-
bær. Samtals hefur hann háð á
þeim tíma 44 leiki og ekki tapað
einum einasta þeirra. Enginn
annar hinna 18 þungaviktar-
meistara síðari tíma hefur verið
jafn sigursæll.
Maður heitir Nat Fleischer,
viðurkenndur hnefaleikasérfræð'-
ingur vestanhafs. Hann tókst á
hendur ferð til Evrópu í þeim
tilgangi að kynna sér, hvort
nokkur hnefaleikamaður í þeirri
heimsálfu myndi líklegur til að
veita Marciano keppni, en sneri
fljótlega aftur heimleiðis og lýsti
því yfir, að hnefaleikamönnum
þaðan þýddi ekkert að ota sam-
an við hann.
Eftir Fleischer er það haft, að
Marciano sé aðeins hægt að'
jafna við tvo forna meistara, þá
John L. Sullivan og Jack Demp-
sey, en hins vegar vildi hann
ekki fullyrða, að högg Marcianos
væru þyngri en hins mikla John
L., eða áhlaup hans í hringnum
enþá villtari en „maneater
Jack’s“. En hins vegar var hann
viss um eitt atriði: Eins og ]úð
getið ímyndað ykkur eru hinir
voldugu hnefaleikamenn oft
miklir matgoggar og Fleischer
segist aldrei liafa fvrir hitt ann-
að eins átvagl og Marciano.
Charley Goldman, þjálfari hans,
barmar sér ekki ósjaldan yfir
því, að skjólstæðingur sinn borði
ekki aðeins eins og hestur á
vanalegum matmálstímum, held-
ur auð'gi sjálfan sig ríkulega af
vítamínum á milli máltíða, sem
álíta verður 'síður en svo heppi-
legt fyrir íþróttamann sem
stundar stranga þjálfun — ég
verð daglega að framkvæma
húsrannsókn í híbýlum hans og
20
ÍÞRÓTTIR