Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 8
2 SAGA
var auðvitað einhversstaðar langt í burtu þegar Liija
átti barnið á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, enda
sá hún hann aldrei eftir það.
En Lilja hefði átt að geta varað sig á honum, því
hann fór ekki í neina launkofa með bresti sína. En
þegar ástin er annarsvegar, þá veit sá gjörst sem reynir.
Því ástin vill hafa það næst sér, sem henni þykir vænst
um, og umber alt, jafnvel þótt trúarlærdómurinn maldi
í móinn og siðalærdómurinn sé fokvondur.
Lilja bar kross sinn með stillingu. Hún ásakaði
sjálfa sig að visu og lofaði trúnni og siðferðinu að hefna
sín á sér, en ást hennar fyrirgaf Pétri alla meðferðina
og meðferðarleysið. Og hún elskaði drenginn sinn eins
heitt og nokkur gift kona getur gert.
Stúfinn litla lét hún skíra Gizur, eftir Skálholts-
biskupi þeim, sem seldi læriföður sinn og landsfrelsi í
hendur konungsþrælanna. Hún leit samt ekki á hann
þeim augum, en skoðaði hann sem mætan forgöngumann
þeirrar trúar, sem henni hafði verið kend og hún unni.
Og það mátti hún líka með sanni gera.
Hún hafði verið vinnukona í Skálholti síðasta ári*,
sem hún var á íslandi, og þótt litið væri eftir af fornri
dýrð, þá var nafnið samt eigulegt, einkum þegar það gat
komið í staðinn fyrir Jónsdóttur, svo hún festi það við
heiti sitt og nefndi sig Lilju Skálholt strax og til
Winnipeg kom. Þetta nafn sitt gaf hún Gizuri litla, því
þótt Pétur Davíðs væri kristilegt nafn, og Gizur Péturs-
son Davíðs gæti svo sem sómt sér hvar sem væri, þá