Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 13
SAGA 7
þótt þeir létu svona. Þeir væru svo ungir og vitlausir
hvort sem væri aö þeir vissu ekki hvaS þeir gerSu. Og
drengurinn játti þessu af vana, og hefir líklega fundiS
aÖ þetta var rétt, þótt þaS væri ekki almennasta siSa-
reglan. Hann hlýddi umyröalaust. ÞaÖ var aSeins eitt,
sem hann gat ekki gert viö: hann reiddist ofurlítiS þegar
hann var leikinn verst, en hann var orSinn svo vanur
viS aS láta reiSina sjatna án þess aö svala henni, aS
fingir uröu þess varir.
Lilja haföi kviSiö fyrir þeim degi, er hún þyrfti aö
senda son sinn á barnaskólann, og haldiS aS áminningar
sínar myndu gleymast í ærslalátunum, eins og svo oft á
sér staö. Hún varö þvi fegnari en frá megi segja, aS
hún smám saman komst aö raun urn, aö grundvallarreglur
sínar gengu sigri hrósandi af hólmi í hverju einvígi og
sálareldraun, sem drengurinn hennar varS aS heyja.
Samt komu þær hugsanastundir, er hún var ekki ugglaus
um aö Gizur nyti ekki þeirrar æskugleöi og skemtana, sem
ungdómnum gæti veriS holl aS sumu leyti, og fæst í
leikjum og samveru jafnaldranna. En þá komu fram í
huga hennar freistingar og hættur stórborgalífsins, sem
bentu fyrst sem brosandi englar á bannaSa ávexti, en
urSu, þegar upp komst, aS svörtum púkum sektar og
hegningar. Hún fór því sinu fram, en reyndi aö vera
drengnum alt í öllu, og vildi alt fyrir hann gera, sem
hún áleit aS gæti oröiö honum til góSs.
Gizur var fæddur seint í marzmánuöi.