Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 120
114 SAGA
Sauöasteini var þakinn litunarmosa. Mosi þessi var
oft notaöur til aö lita með ull i sokka og vetlinga, og
margt fleira, en strangt bann var viö því að snerta viö
mosanum á þessum steini, því enginn skyldi eiga á hættu
þær afleiðingar, sem af því myndu hljótast. Við héldum
nú ferðinni áfram upp hjá Sauðasteini, og upp á Bæjar-
fja.ll, þar sem það er hæst. En þaðan hallar til vesturs
og norðurs ofan í fremur lítinn dal, sem Fjalldalur er
nefndur. Hinumegin við dal þenna er býsna hátt fjall,
sem heitir Fjalldalsbrún, og af þeirri hæð sést yfir
annan stóran dal, sem kallaður er Sýrdaiur. En upp á
Fjalldalsbrún ætluðum við að fara, til þess að sjá sem
bezt yfir allar líklegar sauðfjárstaðvar. Fjalldalsbrúnin
að austanverðu endaði með lækkandi berghrygg. Sunn-
ar, á þeim hrygg, að ofanverðu, var mosakend brekka,
með lyngi, gráviðir og ýmsu kjarngresi. En norðan í
hryggnum voru stöllóttar hamrasnasir, og hallaði þaðan
niður í Sýrdalinn, sem er einhver sá fegursti dalur, sem
eg hefi séð. Uppi á hrygg þessum voru sumstaðar berar
grjótklappir, en á öðrum stöðum toppar af hreinum
gamburmosa. Við vorum nú komnir upp á þennan hrygg,
og völdum okkur einn mosatoppinn fyrir hvíldarstað, og
það fór eins vel um okkur og við hefðum lagt okkur á
dúnsæng.
Unaðsríkari fjársmalastund, er tæplega hægt að hugsa
sér. Blæjalogn, svo ekki blaktaði hár á höfði. Kyrð
grúfði yfir öllu. Aðeins þýður smálækjaniður i dálitl-
um fjarska. Ógleymanlega fagurt útsýni yfir dalinn