Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 92
86
SAGA
Kvennagull.
Nonni Dan var mesta kvennagulliö í allri sveitinni.
— Sumir sögöu í allri sýslunni.
Kvennhylli hans var svo mikil, aö stúlkurnar þurftu
ekki að sjá nema part af honum einhversstaðar langt í
burtu, til þess að verða bráðskotnar. Og þótt þær sæu hann
ekki, ef þær aðeins heyrðu hann tala eða kalla, þá ósk-
uðu þær sér til hans. Og þær, sem aldrei höfðu séð
hann eður heyrt, en heyrðu um hann talað, urðu heill-
aðar af að heyra nafn hans nefnt, og hugsuðu lengi vel
á eftir um ekkert nema hann.
Giftar konur, sem enginn vissi hvað hugsuðu, sögðu
aðeins að Nonni Dan væri svona af guði gerður, og öll
væru guðsverkin góð. Kn kvæntir menn sögðu þetta
hreinasta óeðli.
I.
Jóa á Hálsi og Nonni Dan voru búin að vera sam-
an í ár, þegar hann einu sinni milli jóla og nýárs, mætti
henni í bæjargöngunum, tók utan um báðar hendur henn-
ar og kysti hana beint á munninn.
Hún lagði hendurnar um háls honum og lét höfuðið
hvíla við bringu hans, andvarpaði og hvíslaði:
“Gerðu það aftur, elskan. Það var svo gott!”
En Nonni gerði það aldrei aftur.