Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 113
SAGA 107
Þessi kona hafði þann sið að búa til stóra pottköku handa
fólki sinu fyrir jólin til hátíðabrigða, og var þá tilhlökk-
un mikil meðal þess.
Einn aðfangadag jóla, er hún hafði lokið að baka
köku sína, lét hún hana á hillu yfir búrborðinu, og ætl-
aði að geyma hana þar til kvöldskömtunarinnar. En
mn kvöldið, þegar hún vill taka kökuna, er hún horfin,
°g bregður konunni meira en lítið i brún, og urðu það
mikil vonbrigði fyrir alt heimilisfólkið, að fá ekkert
úrauð um jólin. Skilur hún ekkert i hvarfi kökunnar,
því hún þykist þess fullviss, að enginn af heimamönn-
um hafi við henni snert, en ekki kom kakan í leitirnar,
°g varð við svo búið að sitja.
Eyrir næstu jól spyrja þær systur mömmu sína, hvort
hún ætli ekki að búa til pottkökuna til jólanna eins og hún
sé vön, en móðir þeirra neitar því, og kveðst ekki ætla
aS baka hana í annað sinn til að láta stela henni frá sér.
I rökkri aðfangadagsins syfjar húsfreyju ákaflega,
svo hún leggur sig fyrir og sofnar strax. Dreymir hana
þá að kona kemur til sín. Sú heilsar henni góðlátlega
°g segist nú vera komin með pottköku í stað þeirrar, sem
hún hafi tekið frá henni á aðfangadagskvöldið í fyrra.
Þá hafi hún ekki haft nökkur ráð á að búa til brauð
handa börnunum sínum, og þess vegna gripið til þessara
hrþrifsráða. En nú hafi hún haft góð föng á að búa
td brauð handa börnum sínum, og ætli því að gjalda henni
skuld sína. Kvað hún sína köku vera að öllu leyti eins
heilnæma og góða og hennar kaka hafi verið, og mætt: