Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 104
98 SAGA
armynd mannlífsins, og' sjást því eigi nema meS athugul-
um augum, og einstöku sjá víst eigi aðrir en skygnir
menn.
Sagan gengur inn á svæöi nýjustu trúarhreyfing-
anna. HvaS mikil raunsannindi birtast þar, veröur hér
hvorki vegiö né mælt. Sannleikurinn — þessi eini vissi
— er oft nauöalíkur legsteinunum, sem á er letraö:
“Hér hvílir (hann eöa hún)”: Nafniö á holdi því, sem er
aö fúna í moldu, sökum óþreytandi eljusemi bakteríanna,
sem hafa yfirumsjón á jöröinni, meö manninum. Þegar
nafninu og fæöingar- og dánardegi sleppir, og hvar
kroppurinn liggi, ber oss ekki saman um nokkurn hlut.
Sannleikur eins er öörum lygi. Einn segir aö sá látni
hafi verið góður, en annar vondur. Einn fullyrðir að
sál hans sé i faðmi Abrahams eöa einhverra Júðanna.
Annar segir að hún haldi sig við jörðina. Þriöji að hún
sé komin til stjarnanna. Fjórði heldur aö hún hafi far-
iö til þess gamla og grálynda. En sá fimti glottir aö
hinum öllum og fullyröir, aö hinn dáni hafi aldrei átt
ódauðlega sál.
Svona mismunandi eru trúarhugmyndirnar (sann-
leikurinn, sem við nefnum, hvert í sínu horni), á þess-
um síðustu og beztu tímum lærdómsins — og það hjá
fjöldanum. Allir eru að leita vizkusteinsins um allan
heim. Og þar eru Islendingar ekki eftirbátar. Þaö er
því ekki ólíklegt aö margir þeirra heföu gaman af aö sjá
“Vizkusteininn” — lesa þessa dularfullu sögu, sem viða
er mjög skemtileg, og leiðir huga lesarans með hinum