Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 98
92 SAGA
sína, en hann tók hana heim í húsið sitt og geröi hana
aö konu sinni.
Þegar konan var búin að búa með manni sínum 1
marga mánuði, fyltist hún leiðindum yfir því að vera alt-
af á sama stað. Hana langaði til að fljúga frjálsa og
fagnandi móti himni og sól, en mest af öllu þráði hún
að komast til félaganna sinna týndu. H.ún fór þess
vegna að safna saman öllum þeim gæsafjöðrum, sem
hún fann, og faldi þær í húsinu, svo maðurinn hennar
fyndi þær ekki, sem ekkert grunaði, og þegar hann var
í burtu að veiðum, saumaði hún úr þeim fjaðraham.
Loksins einn dag, þegar hamurinn var fullger, fór hún út
með hann og steypti honum yfir sig. Og á svipstundu
breyttist hún af kyngikrafti sínum í gæs, sem flaug á
leið til sjávar.
Um kvöldið kom maður hennar heim glaður í bragði,
því hann hafði drepið þrjú hreindýr um daginn. En
gleði hans snérist í sorg, þegar hann kom að köldum og
auðum kofum. Snemma næsta morguns fláði hann
dýrin, tók kjötið og þurkaði það og bjó það út í nesti,
sem endast skyldi langan tíma, og lagði af stað að
leita konu sinnar.
Hann gekk lengi, lengi yfir öldumyndaðar hæðir,
og leitaði hennar við tjarnir og læki, ár og vötn. Þegar
hann sá gæsir bera við himin, hnipraði hann sig niður
og kallaði : “Lirk-a-lik-lik-lik! Lirk-a-lik-lik-lik!” Því
það hljómar líkt og lætur í gæsum, og hann hélt hún kynni
að heyra til sín og snúa aftur heim. En aldrei kom hún,