Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 109
SAGA 103
aldrei fengi bein úr sjó. Settist hann í smiÖju hjá Jóni
og varp öndinni mæöilega. Kvaöst hann mega hætta aö
róa sökum óláns síns og aflaleysis. Jón hughreysti hann
hvað hann gat, og taldi hann á aö reyna enn, fyrst langt
væri eftir af vertíð, svo enn gæti snúist til batnaðar.
Segir nú Jón í Vogum sjálfur söguna:
Þegar eg ráðlagði honum að hafa þolinmæði við
róðrana, svaraði hann:
‘'Eitthvað hefir þú tíl þess, Jón, að afla svona vel.”
Eg lét litið yfir því, en hann mælti:
“Eg veit það fyrir víst, að þú hefir eitthvað til þess.
T'að þarf enginn að prédika mér annað. Og ef þú vilt,
geturðu hjálpað upp á mig.”
En sökum þess að eg var þá ekki gamall orðinn, og
hafði gaman af gletni, þá datt mér í hug að gaman væri
að lofa honum að verða eftir trú sinni, ef nokkru gæti
valdið, og sagði því við hann:
“Þá verður þú að vera þagmælskur og hlýða því
sem eg segi þér. Farðu með belg niður í fjörurnar und-
lr Vogostapa, og tíndu í belginn alla fáséna og einkenni-
'ega steina, sem þú sérð, og færðu mér hingað í smiðj-
una.”
Formaður lét ekki segja sér þetta tvisvar og hljóp
burt með belginn undir hendinni og kom vonum bráðara
tu mín með mikinn fjölda steina. Skoðaði eg hvern og
emn, hampaði þeim í hendi minni, líkt sem eg vægi þá,
sv° ýmist þefaði eg af þeim, eða brá á þá tungunni, og
sett;l á mig spekingssvip með hátíðlegu yfirbragði. Þann-