Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 131
SAGA 125
á vig til helgidóms sálar sinnar.
Vér glímum við náttúruna og herjum hana og tökum
frá henni meS valdi gersemar hennar lifandi og dauöar,
en vér reynum ekki a'ð skilja, að á “milli manns og hests
og hunds hangir leyniþráður”, eins og Matthías kemst
að orði, og að sama sálin skín úr auga músarinnar í
gildrunni og skáldsins, sem um hana kveður. Mleð
öðrum orðum: vér leitum eigi til náttúrunnar til að
skilja hana og finna að “í gegnum lífsins æðar allar”
hreyfast sömu. sálaröldurnar — lífsbylgjurnar — eins og
í eigin brjósti. Og það er sama alheimssálin í öllu og
yfir öllu, í hvaða ásigkomulagi og á hvaða stígi sem
það kemur fram í alheiminum.
“Að lifa lífi sínu í sannleika,” segir Tagore, “er að
hfa lífi allrar jarðarinnar.’’
Fyrir stuttu síðan spurði einn samtíðarmanna vorra
nokkra bókmentamenn að því, hver sú setning væri, sem
þeir hefðu mestar mætur á. Svar það, sem Tagore gaf,
er tekið úr ritningu Indverja og hljóðar svo: “Leið mig
ffá ósönnu til sannleika; leið mig frá myrkri til ljóss; _
leið mig frá dauða til lífs.”
Vers Valdimars: “Guð allur heimur, eins í lágu
°g háu —”, og staka Steingríms: “Trúðu á tvent í
heimi —”, eru náskyldar guðstrú Tagores. — “Og guð
hýr líka í syndinni’’, eins og segir í einni sögu Einars.
l>ví guð er í öllu og alt.
1 boðskap þeim, sem Tagore flytur, mætast “þræðirn-
ir að ofan” frá eilífðarspám og fegurstu spakyrðum