Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 28
t
22 SAGA
ósvífnari eftir aS hafa leikið þau svona grátt, án þess aS
hann þyrfti að óttast minstu hegningu.
ÞaS var eins og þaö væri alt saman hvaS upp á móti
ööru.
Lífsskoöun, sem var næstum æfilöng og nátengd trú
hennar, og fjórtán ára gamlar uppeldisreglur, sem hún
haföi bygt á bjargi vissunnar, voru farnar aö riöa til, þvi
bjargið haföi losnað.
I vandræöum sínum fór hún loksins til prestsins sins,
séra Leifs Bessasonar, og sagöi honum frá áhyggjum
sínum yfir uppeldi sonar síns, og bað hann heilræða.
Presturinn var ljúfmenni og tók henni vel, en var
seinn til svars.
“Það er máske oftast nær hægra að kenna heilræðin
en halda þau, en aö gefa svo holl ráð i uppeldismálum,
aö þau geti átt alstaðar við, þaö er meiri vandi en eg er
fær um að leysa,” tók prestur loks til máls. “Þó mun
lifsreynsla mannanna sýna, að meðalhófið sé farsælast.
Sá, sem getur þrætt meðalveginn, gengur aldrei fjarri
götu gæfunnar. Jafnvel ástin sjálf, og kærleikurinn, sem
er mestur í heimi, geta leitt til Iasta, á sinn hátt, eins
og hatrið og harðýðgin, ef hófs er ekki gætt. Eilif eft-
irlátssemi og sifelt langlundargeð við þá, sem ekki breyta
rétt, verður að böli. Hófleg hegning er réttlæti. Ef
einhver kæmi hér inn í stofuna og ætlaði að ræna mig,
þá reyndi eg að varna honum þess, ef eg gæti. Og ef
hann réðist á mig, þá tæki eg á móti og gerði það sem
eg gæti. Eg er nú ekki betri maður en þ«tta, Lilja mín! ,