Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 36
30 SAGA
um hin skólabörnin, sem á þetta hlýddu og þar á meSal
var Tom Collins. En Villi Horn stóS álengdar og brosti út
undir eyru. Honum fanst þaö vera hann sjálfur, sem
stæði í sporum Gizurar. Ekkert hefSi samt orSiS úr
þessu, ef Tom Collins hefSi ekki veriS til staöar, því
pilturinn var meinleysingi, sem notaöi “sissy”-nafniö af
vana, en ekki til aS ergja Gizur meö því. En Tom sá
hér stóran leik á boröi. Þaö haföi veriS rigning nóttina
áöur, og var stór pollur þar rétt hjá, sem skólabörnin
stóöu. Tom gekk beint framan aö Gizuri og mælti í
hátíSlegum rómi:
“AnnaShvort viöurkennir þú þaö hér meö opinber-
lega aö þú heitir og sért “sissy”, og ekkert nema “sissy”,
eöa eg fleygi þér flötum hérna ofan í tjarnarskólpið.”
Strákarnir ráku upp org mikið og flyktust utan um
þá, en stelpurnar gægöust og vildu ekki missa af skemt-
uninni. Villi færSi sig nær. Brosiö var horfiS af and-
litinu, en á milli augabrúnanna lágu tvær, djúpar
hrukkur, sem náSu upp í hársrætur. Gizur stóS hinn
rólegasti andspænis Tom, sem í alt sýndist búinn. Allir
nema Villi töldu víst aö hann myndi reyna aö lauma sér
burtu frá vandræSunum, eins og venja hans var, og
þeir uröu meira en lítið forviða er hann mælti hátt og
skýrt:
“Eg heiti aðeins Gizur Skálholt!”
UndrunarkliSur fór um hópinn, sem vissi aS þaS var
þykk leðja á tjarnarbotninum og skildi aö neitun hans
þýddi aukaþvott og aukabaS.