Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 26
20 SAGA
ingsáliti, ef þær hefðu ei stöðugt veriS á verði að bíta
frá sér AuSvitaS launaS gott meö góöu, þegar þaS
góSa var þá gott, en ekki úlfur í sauöargxru, en borgaS
líka ilt meS illu. HöfSu þær kanske ekki þurft aS bíta
frá sér i æskunni, en einkanlega eftir aS þær urSu aö
ungum og gjafvaxta meyjum? Já, og einnig eftir aö þ*r
voru giftar. Jafnvel í véum hjónabandsins. Æ, í sjálf-
um söfnuSinum. AlstaSar. ÞaS var satt — of satt —
þetta sem Vigga sagöi, þótt -hún léti alt fjúka — jafnvel
“holy smoke!”
Lilja svaraöi fáu, en hélt þó uppi samtalinu meö því
aS malda í móinn. En hún hugsaöi þess meira, þegar
gestirnir voru farnir. Hún ihugaöi þaö, sem konurnar
höfSu sagt, þaS sem eftir var kvöldsins, og hún vakn-
aSi upp um nóttina og fór aö hugsa utn þaS og varS and-
vaka. Og hún hugsaSi um þaS næsta dag og daginn þar
á eftir, og marga komandi daga.
HafSi hún aliS Gizur sinn “of vel upp”? Var þaS,
sem hún áleit æöst af öllu, skaölegt og óframkvæmanlegt,
þegar á herti í lífsbaráttunni?
Hún minntist ekki á þessar hugsanir sínar viS son
sinn, en þær angruSu hana þvi meira, sem hún gruflaöi
lengur yfir þeim í einrúmi. Henni lék líka grunur á,
aö mótmæli þau, sem vinkonur hennar höfSu hafiö gegn
meinleysi hennar, á afmælinu hans, hefSu grafist inn í
sál hans, svo nú mundi vera vaknaSur efi í huga hans
um þaö, hvort þaS væri æSst af öllu aS fyrirgefa skilyrS-
islaust. Þótt hann hlýddi henni í öllu, þá hlaut hann aö