Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 33
SAGA 27
sem vffl berjast hinni góSu baráttunni, og sigra þaS illa
í kringum sig, veröur bæ'Si aS vera sterkur á líkama og
sál. ViS erum ekki komin á þaö stig kærleikans ennþá,
aS geta sigraS hiS illa meS endalausu meinleysi og eft-
irgjöf. ÞaS illa viröist einmitt magnast mest, þar sem
meinleysið og afskiftaleysiS ræöur ríkjum. I.ambinu er
ekki óhætt enriþá fyrir ljónum og úlfum og refum, nema
lengst inn á vonalöndum framtíöardraumanna.
“Þess vegna, Þilja mín góö,” mælti prestur enn-
fremur, “skaltu reyna aö gera son þinn djarft og æöru-
laust karlmenni, samfara hinum mörgu góöu kostum,
sem þú hefir kappkostaö aö glæöa hjá honum og hann
er oröinn svo rikur af.”
Lilja stóð upp til brottferðar. Hún mælti:
“Eg þakka þér innilega fyrir alla hreinskilnina og
einlægnina, séra Þeifur. En þetta veröur mér nokkuð
erfitt alt saman — að breyta um stefnu, meina eg. En
sökum þess þú veizt, aö það verður drengnum til góös,
þá skal eg reyna, þó eg viti að það verði nokkuð erfitt.
Bara aö það verði nú ekki um seinan.”
Hún var hnuggin, en séra Leifur svaraði glaðlega
og góðlega:
“Það verður ekki um seinan, Lilja mín, og trúðu
niér til! Eg er þá slæmur mannþekkjari, ef ekki býr
falið hugrekki í syni þínum. Og ef eg á að segja þér
alveg eins og mér finst, þá hefir það reynt meira á karl-
mensku drengsins að hlýða þér í því að láta undan öðr-
um, heldur en ef hann hefði tekið á móti, eins og eðli