Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 24
18 SAGA
fegin aS borga fyllilega fyrir brotiS á rúðunni, þó maS-
ur sleppi nú alveg meSferðinni á Gizuri litla.”
“En eg er nú svona gerö, að mér fyndist þaö ekki
kristilegt,” svaraSi Lilja meS hægS.
‘“AnnaS væri þá hægt aS gera,” mælti Sigga á Sar-
gent, “og þaö er aS klaga hann fyrir lögreglunni, og vita
hvort strákurinn þyrfti ekki aS lækka seglin.”
Lilja svaraði:
“Eg hefi lifaS í friSi hingaö til. Sælir eru friö-
samir.”
Þá tók Domma á Dominion svo til máls:
“0, Lilja! Þú mátt ekki vera svona bókstaflega eft-
irgefanleg. Strákurinn elst upp í þessu, og verSur verri
fyrir þaö aS honum líSst aS skemma fyrir fólki.”
“Ekki finst mér aS eg eigi sök á því, né þaS ætti
aS reiknast mér til syndar,” mótmælti Lilja.
En Alla á Alverstone andæfSi henni:
“Jú, víst yrSi þaS þín sök, Lilja! Og þaS veröur
þín sök, góSa mín, ef hann Gizur þarna, eins efnilegur og
hann er, lærir ekki aö bera hönd fyrir höfuS sér, og
verSur svo mikil gæSarola, aS allir óþokkar ganga á
honum.”
“ÞiS ætliS þó ekki aö fara aS kenna mér, aS nú á
þessum síSustu tímum sé þaS ljótt aS vera vænn og friS-
samur maöur,” mælti Lilja meS vaxandi hugarhita og vott
um geöshræringarroSa í kinnunum. Henni sveiS þaS sár-
ast aS Gizur heyröi á þessar samræSur. “ÞiS gefiö mér
ástæSu til aS halda, aS kjarni kristindómsins hafi ekki