Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 132
126 SAGA
andans manna allra alda og allra þjóða, því boöskapur
hins frjálsa anda lífsins, þegar hann hefur sig upp úr
myrkvastofu þröngsýninnar, er heiöur og breiður eins og
“nóttlaus voraldar veröld, þar sem víSsýnið skín” í all-
ar áttir eilífðarinnar.
Tagore myndi af hjarta geta sungiö með trúarskáld-
inu svarfdælska: “Eg fell í auðmýkt flatur niður, á fót-
skör þína, drottinn minn”. En vanalega er langtum
meiri lífsgleði í trú hans en á sér stað með vestrænum
mönnum. “Lífið er leikur guðs,” syngur Kabír. Hefir
Tagore þýtt kvæði hans á enska tungu úr bengölsku máli
og gefið út í bók fyrir nokkrum árum; eru flest þeirra
dularfull, og þungskilin anda Vesturlanda að efni til, þótt
búningurinn sé einfaldur. 1 einu þeirra kemst Kabír
svo að orði:
“----— Skaparinn lét glaðleikinn verða til, og frá
orðinu Om spratt upp sköpunin.
Jörðin er hans gleði; gleði hans er himininn.
Gleði hans er leiftrið frá sólu og mána.
Gléði hans er upphafið, framhaldið og endirinn.
Gleði hans er augun, myrkrið og ljósið.
Uthöfin og öldurnar eru gleði hans; gleði hans er
Sarasvati, Jumna og Ganges.
-----lif og dauði, sameining og sundurleysing, eru
alt gleðileikar hans.
Hann leikur landið og vatnið — allan alheiminn.
I leik er sköpunin útbreidd; hún er stofnuð í leik.
Allur heimurinn, segir Kabír, hvílir í leik hans, en þó