Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 58
52
SAGA
Ovitar.
Ef óvita er fenginn hamar, hnífur eða sög, skemm-
jr hann von bráðar alla skapaða hluti í kringum sig, og
skaðar oft sjálfan sig í kaupbæti.
Övitanum býr ekki ilt í hug. Hann veit ekki hvað
hann gerir.
Margir beztu menn heimsins hafa haldiö því fram,
að maSurinn væri ekki illur í eðli sinu. Eg hefi fallist á
þá skoðun, en fundið um leiö aö hann er óviti ennþá í
flestum skilningi, í mörgum fullorðinsverkum sínum.
Og sökum þess, aö enginn er til aö taka af honum voðann
eins og barninu, þá fer hann sér aö voöa. Hann kann
ekki aö fara meö hlutina, sem einstöku framúrskarandi
gáfur hafa fundið upp handa honum til aö hagnýta sér.
Fjöldinn hefir altaf veriö mörghundruö ár á eftir braut-
ryÖjendum sínum og hugvitsmönnum.
Stálvélarnar, sem hjólbrjóta alt lifandi, á himni, sæ
og jöröu, og efnafræði Mönduls dvergs nútíöarinnar,
sem blæs bláum eiturmökk yfir löndin, ásamt ískyggileg-
um heljarspám rafmagnsins alteyðandi og brennigeisl-
unum altbræöandi, er óvita alþjóð í hendur fengið, eða
stjórnendum hennar, af örfáum vísindamönnum. Sjálf
veit hún ekki meö hvað hún er að fara. Siðferöisskiln-
ingur hennar er ekki vaknaður, frekar en barnsins.
Mannkynið sem heild, er seint að læra og afar latt að
hugsa.