Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 44
38 SAGA
En það var þó ekki þetta, sem geröi hana agndofa,
heldur hvernig Gizur hafði farið að því að gefa högg-
ið. Geta högg legið í blóðinu? Þetta högg minti hana
á svo margt, sem átti að vera gleymt. Hún hafði einu
sinni áður séð fullorðinn mann gefa svona högg —
aðeins miklu kraftmeira — já, og fleiri en eitt. Hreyf-
ingarnar og stellingarnar nákvæmlega þær sömu. Hvort
hún mundi það, drottinn dýri! Þrjú högg, hvert á eftir
öðru eins og klukkuslög, og þrír menn lágu. Og öll
höggin voru gefin í hennar þágu, og aðeins vegna þess,
að Pétur, sem var svolítið hýr, hélt að hún hefði verið
móðguð af þessum mönnum.
Svona mikill riddari var Pétur! Og hann sveikst
ekki að þeim heldur. H]ann sagði þeim að vera við-
búnum að verja sig.
Ekki var nú Pétur verri en það.
Æ, syndsamlega góði, gamli Pétur!
Hún var svo sem ekki að hugsa um hann Pétur.
Augu hennar og athygli voru fest á bardagamönnunum
ungu. Aðeins í djúpvitund hennar — lengst neðan úr
lygnum sæ minninganna, bólaði á honum, því högg son-
ar hennar hafði skotið honum upp á yfirborðið eitt
augnablik. En hann sökk jafnskjótt aftur, eins og dauð-
skotinn selur, niður á mararbotn gleymskunnar, sem
geymir að síðustu flestar sögur lífsins.
Drengirnir berjast áfram. Tom sækir ákaflega að
Gizuri, en hann ver sig og er snarsnúinn eins og skopp-
arakringla. Báðir eru þeir orðnir sveittir og móðir.