Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 20
14 SAGA
“Þessa köku sendir móðir mín þér, og segir að eg
eigi æfinlega að launa ilt með góðu.”
Næsta dag kom Gizur heim aumari en daginn áður,
þvi ómeidda kinnin var nú orðin enn verri útlits, en hin
hafði nokkurntíma orðið.
“Og hver barði þig núna, aumingja Gizur minn?”
spurði móðirin, sár og forviða.
“Tom,” svaraði drengurinn kjökrandi. “Hiann sagði
mér að flýta mér heim til þín og sækja aðra köku fyrir
seinna höggið.”
En Lilja sendi Tom ekki fleiri kökur, en bað son
sinn að forðast hann sem heitan eldinn. En það var hægra
sagt en gert.
Strætið, sem Lilja bjó á, var svo vestarlega í Winni-
peg, að það var ekki búið að asfalta það, þegar þessi
saga gerist. Stóð ávalur leirhryggurinn upp úr miðju
þess, en beggja megin við hann voru dældir fyltar krapa-
vatninu, sem hafði ei ennþá fengið framrás í neðan-
jarðarpípurnar, sem undir strætunum liggja, og alt óþarfa
vatn rennur eftir út í á.
Tom Collins var á knéháum togleðursstigvélum og
óð líka elginn upp að knjám. Varði hann og félagar hans
þeim Gizuri veginn heim að húsinu. Hafði Gizur sig lít-
ið í frammi; en tók kúlurnar á lofti og kastaði þeim til
Villa, eða hann vék sér undan þeim. Villi þvert á móti
barðist af alefli, og kastaði kúlunum eins og berserkur,
en hirti ei um, og hafði ei heldur tíma til, að henda þær
4 lofti né víkja sér undan þeim, svo hann var aljur á að sjá