Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 119
SAGA 113
við höfðum altaf nóg af á sumrin. Þau eru mjög likt
iögug og sauðareyra, og var mjög auðvelt a‘S marka þau
nieS hvaða vasahníf sem fyrirfanst. En vasahnífa gát •
um við alt af eignast einu sinni á ári, fyrir upptínings-
uilina okkar.
Siggi hafSi gaman af sögum, og náttúrlega huldu-
fólkssögum sem öðrum. Mun hann hafa numið allmarg-
ar þeirra af ömmu okkar og fleirum, sem mikið kunnu af
þjóðsögum. Og vist er um það, að hann trúði huldu-
fólkssögunum bókstaflega, þar sem eg bar miklar brigður
a sannleiksgildi þeirra. Og í því sambandi vil eg nefna
eitt smáatriði, sem fyrir okkur báða kom sameiginlega.
Það var einn fagran vormargun, að við frændur fór-
u® í sauöfjárleit. Var fyrst yfir mýrlendi að fara,
þar til við komum að fyrstu hæðinni, sem Bæjarfjall
hét. Undan rótum Bæjarfjalls spruttu upp smáir lækir
t'l og frá. Og þótt sumir þeirra hyrfu aftur ofan í jörð-
lna, þá komu þeir upp í annað sinn, og mynduðu svo all-
lr einn læk, sem rann eftir misdjúpu gili þvert yfir mýr-
lendið, og fór lækur þessi fram hjá túninu á bænum okk-
ar, og rann út í all-stórt fljót. Lækurinn hét Bæjarlæk-
Ur, gilið Bæjargil, en Bæjargilsbotnar, þar sem lækur-
mn myndaðist.. Skamt fyrir ofan Bæjargilsbotna, uppi í
l^æjarfjalli, var einstakur klettur, all-stór, og var nefnd-
U1 Sauðasteinn. I honum bjó huldufólk að sögn. Nafnið
mun hann hafa hlotið af því, að sauðfé hélt oft til í
kringum steininn. Líklega verið kjarngott þar í fjallinu,
°? svo skjól þar að fá í vondum veðrum. Toppurinn á