Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 64
58 SAGA
gerSi á KarlsstöSum og nágrenninu, fóru ekki fram hjá
HéSni, sem starfaöi mest aS eftirliti fjárins. Sjálfur
hafSi hann séS refinum bregSa fyrir sig tvisvar eSa
þrisvar sinnum. En fórnardýr hans haföi hann horft á
sér til leiSinda, þar sem þau lágu dauö eSa meS lífs.
marki í blóSi sinu. Og einfeldni hugsunar hans setti
þenna varg sauökindanna og óvin mannanna, í sam_
band viS mannkynsfjanda myrkranna, sem honum hafSi
margt og ljótt veriS sagt frá á bernskuárunum, þótt fæst
af því heföi fest í minni hans. Eiginlega fanst honum
refurinn vera fjandinn sjálfur, óskiljanlegur, ónáttúr-
legur og myndbreytilegur, en um fram alt illur og ógur.
legur. HéSinn hataSi hann af allri sál sinni, eins ein.
læglega og hann elskaöi lambiö sitt innilega.
Svo var þaö eitt kvöld, rétt fyrir fráfærurnar, þeg-
ar nóttin lýsir sem dagur á Islandi, aS HéSinn fann ekki
lambiö sitt heimaviS, þegar hann kom heim. Hann hafSi
veriS aS líta eftir geldfé, uppi í fjalli, allan seinnipart-
inn, og kom ekki heim fyrri en um háttatíma. Hann
snerti ekki kvöldmatinn, en spuröi strax eftir lambinu.
Einhver hafSi séS þaS seint um daginn fyrir ofan tún.
iS meS öörum kindum. Svo hafSi því ekki veriS veitt
meiri eftirtekt.
HéSinn snaraSist út úr baSstofunni einsamall. Fjár.
hundurinn hans var aö lepja matinn sinn í makindum
inni í búri, og kallaSi HéÖinn ekki á hann. Þegar upp
fyrir túniS kom, sá hann Móru sína hvergi.
Hann hljóp fram og aftur, hvar sem honum gat