Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 11
V
i
SAGA 6
skólinn var úti, til þess aS vera viss um aS sonur
sinn lenti ekki í sollinn. Inni í kirkjunni vissi hún aS
honum var óhætt, enda beiö hún stundum sjálf þar eftir
honum.
Þetta stööuga eftirlit og ófrelsi geröi drenginn lúpu-
^egan. En hann læröi ótakmarkaöa hlýöni viö móöur
sína, sem nú á tímum er afar sjaldgæf.
Eitt af því sem móÖirin innrætti syninum stööugt,
var fyrirgefning og kærleikur til annara manna. Þótt
aÖrir væru vondir viö hann, átti hann samt að vera góö-
ur viÖ þá, fyrirgefa þeim og elska þá. Ef strákarnir
stríddu honum, átti hann ekki aö svara illu til, og þó
þeir lumbruöu á honum, átti hann ekki aö taka á móti,
né bera hönd fyrir höfuö sér.
Þessa meginreglu kristindómsins ætlaði hún sér aö
gróðursetja í hjarta drengsins síns, og henni tókst það
vonum framar, miðað við þaö andrúmsloft og umhverfi,
sem þau lifðu, í.
Þótt Lilja bannaöi drengnum umgengni og leiki meö
þeim börnum, sem hún þekti ekki, eða þekti að einhverju
misjöfnu, fór þvi fjarri að hann mætti ekki leika sér
eins mikiö og hann vildi inni í húsinu, eða í garðinum
kringum það. Og hún keypti ýmiskonar leikföng handa
honum meöan hann var lítill og ýmsa nytsama hluti til
likamsæfinga, þegar hann stækkaði. Vöðvar hans og
taugar stæltust því og stækkuðu, þótt hann flýgist aldrei
á né berðist viö aðra drengi, eins og oft á sér stað með
drengi. Enda var hann stór og sterkur eftir aldri, skyn-