Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 55
SAGA
49
Morgundagurinn.
ÞaS stendur einhverssaðar skrifaS aS mennirnir eigi
ekki ráð á morgundeginum, hann heyri til framtiSinni,
þvi “innsigli engir fengu, upp á lífsstunda biö”, og er
þaö heilagur sannleikur á sinn hátt.
Satt er þag einnig, að dagurinn í dag, liöandi stund-
in, er eini tíminn, sem mennirnir geta sagt um aö þeir
eigi, því liöni tíminn er eyddur og horfinn, en framtíö-
ir. eins óviss hverjum einstökum og taflsigrar og spila-
hepni.
En þrátt fyrir þetta, skapaði samt dagurinn i gær
daginn í dag að miklu leyti, og á sama hátt myndar dag-
urinn i dag , daginn á morgun.
Fortíðin hleður undirstööur nútíðarinnar, og á verk-
um nútímans byggir framtíðin.
Morgundagurinn verður þvi framhald hugsana, oröa
og starfs dagsins í dag, þótt þátttakendurnir margir sjái
ei árskin morgundagsins, en sofni inn í aftanroða dags-
ins í dag, þá hann er liðinn.
Dæmisögurnar verða svo:
Ef maðurinn hefir gleymt að reka naglann í skeif-
una í gær, losnar hún undan i dag, og á morgun veröur
hesturinn haltur og ófær til notkunar.
Ef maðurinn hefir bygt hús sitt á steini í gær, þá