Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 8
Ert þú að rannsaka
orku og umhverfi?
Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir
námsmenn og rannsóknarverkefni á sviði
umhverfis- og orkumála.
Ísland er ríkt af endurnýjanlegum orkuauðlindum.
Þess vegna felast mikil verðmæti í því að nýta
íslenskt hugvit til þess að auka þekkingu á orku
og umhverfismálum.
Til úthlutunar úr Orkurannsóknasjóði árið 2015
eru 54 milljónir króna.
Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða
doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála.
Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orku-
mála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu
sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema
og öðrum útgjöldum.
Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur eru á
landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur. Öllum umsóknum
verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2015.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
Styrmir Gunnarsson bendir áþað á vef sínum að forystu-
menn ríkisstjórnarinnar hafi ekki
minnst á aftur-
köllun aðildar-
umsóknarinnar að
Evrópusambandinu
í áramótaumfjöllun
sinni. Síðastliðið
haust hafi mátt
ætla af samtölum
við forystumenn í
ríkisstjórn að til-
laga um afturköllun kæmi fram
fyrir áramót og yrði afgreidd eftir
áramót. Tillagan hafi ekki enn
komið fram.
Nú sé jafnvel talið að ekki megitrufla komandi kjarasamn-
inga með slíkri tillögu, en eins og
Styrmir bendir á sé erfitt að sjá
tengingu á milli þeirra og aft-
urköllunar aðildarumsóknar.
Auðvitað er hugsanlegt að ríkis-stjórnin telji stjórnarflokkana
ekki ráða við nýtt málþóf af hálfu
stjórnarandstöðu vegna afturköll-
unar aðildarumsóknar á sama
tíma og kjarasamningar eru til
umræðu. Má þá ekki búast við að
hún telji að stjórnarflokkarnir
ráði ekki við slíkt málþóf á sama
tíma og málefni þrotabúanna
verða til umræðu o.s.frv., o.s.frv.?
Og má þá ekki sjá fyrir sér aðafturköllun aðildarumsóknar
frestist aftur og aftur vegna þess
að stjórnarflokkarnir hafi ekki
þrek í þau átök, sem sú aft-
urköllun kalli á á þingi?
Ef þankagangur forráðamannastjórnarflokkanna er eitt-
hvað á þessa leið, sem ekkert skal
fullyrt um, er ljóst að það væri
mikill áfellisdómur þeirra sjálfra
yfir þeim sjálfum,“ segir Styrmir,
og minnir á að þeir hafi ríflegan
meirihluta á þingi og að aðildar-
umsóknin sé grundvallarmál.
Styrmir
Gunnarsson
Ræður
hræðsla för?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.1., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík -2 snjókoma
Akureyri -5 alskýjað
Nuuk -5 léttskýjað
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló 2 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 léttskýjað
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 5 skýjað
Lúxemborg 2 þoka
Brussel 6 heiðskírt
Dublin 5 heiðskírt
Glasgow 6 léttskýjað
London 7 heiðskírt
París 7 heiðskírt
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 7 skýjað
Berlín 7 léttskýjað
Vín 5 skúrir
Moskva 1 þoka
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 heiðskírt
Róm 10 heiðskírt
Aþena 3 léttskýjað
Winnipeg -17 skýjað
Montreal -7 léttskýjað
New York 5 léttskýjað
Chicago -1 skýjað
Orlando 18 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:18 15:48
ÍSAFJÖRÐUR 11:59 15:16
SIGLUFJÖRÐUR 11:43 14:58
DJÚPIVOGUR 10:55 15:09
Minni kvóti í helstu uppsjávarfisk-
tegundum í fyrra er helsta skýringin
á því að afli og aflaverðmæti skipa
HB Granda dróst saman 2014 miðað
við 2013. „Loðnuvertíðin var vart
svipur hjá sjón miðað við árið á und-
an og þá voru aflaheimildir í norsk-
íslensku síldinni skertar töluvert á
milli ára,“ að sögn HB Granda.
Skip fyrirtækisins öfluðu 152.500
tonna í fyrra og var aflaverðmætið
tæplega 15,2 milljarðar króna. Árið
2013 var aflinn rúmlega 188.200 tonn
og aflaverðmætið rúmlega 16,8 millj-
arðar króna.
Frystitogurum HB Granda fækk-
aði um tvo í fyrra. Venus HF var
seldur úr landi og Helgu Maríu AK
var breytt í ísfisktogara. Af því leiddi
að afli og aflaverðmæti frystitogara
fyrirtækisins dróst saman á milli ára
en aukning varð hjá ísfisktogurun-
um. Aflaverðmæti frystitogaranna
var tæplega 8,6 milljarðar 2013 en
var rúmlega sjö milljarðar í fyrra.
Aflaverðmæti ísfisktogaranna var
3,27 milljarðar 2013 en rúmlega 4,5
milljarðar 2014.
Ingunn AK bar mestan afla að
landi í fyrra og aflaði 36.884 tonna.
Þerney RE aflaði mestra verðmæta
og var aflaverðmætið 2014 nærri
2,436 milljarðar. gudni@mbl.is
Aflaverðmæti 15,2 milljarðar
Þerney RE Veiddi 8.321 tonn í fyrra
að verðmæti 2,436 milljarðar.
Samdráttur varð í afla og aflaverðmæti skipa HB Granda í fyrra miðað við 2013