Morgunblaðið - 03.01.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.01.2015, Qupperneq 8
Ert þú að rannsaka orku og umhverfi? Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir námsmenn og rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Ísland er ríkt af endurnýjanlegum orkuauðlindum. Þess vegna felast mikil verðmæti í því að nýta íslenskt hugvit til þess að auka þekkingu á orku og umhverfismálum. Til úthlutunar úr Orkurannsóknasjóði árið 2015 eru 54 milljónir króna. Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orku- mála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur eru á landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2015. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Styrmir Gunnarsson bendir áþað á vef sínum að forystu- menn ríkisstjórnarinnar hafi ekki minnst á aftur- köllun aðildar- umsóknarinnar að Evrópusambandinu í áramótaumfjöllun sinni. Síðastliðið haust hafi mátt ætla af samtölum við forystumenn í ríkisstjórn að til- laga um afturköllun kæmi fram fyrir áramót og yrði afgreidd eftir áramót. Tillagan hafi ekki enn komið fram.    Nú sé jafnvel talið að ekki megitrufla komandi kjarasamn- inga með slíkri tillögu, en eins og Styrmir bendir á sé erfitt að sjá tengingu á milli þeirra og aft- urköllunar aðildarumsóknar.    Auðvitað er hugsanlegt að ríkis-stjórnin telji stjórnarflokkana ekki ráða við nýtt málþóf af hálfu stjórnarandstöðu vegna afturköll- unar aðildarumsóknar á sama tíma og kjarasamningar eru til umræðu. Má þá ekki búast við að hún telji að stjórnarflokkarnir ráði ekki við slíkt málþóf á sama tíma og málefni þrotabúanna verða til umræðu o.s.frv., o.s.frv.?    Og má þá ekki sjá fyrir sér aðafturköllun aðildarumsóknar frestist aftur og aftur vegna þess að stjórnarflokkarnir hafi ekki þrek í þau átök, sem sú aft- urköllun kalli á á þingi?    Ef þankagangur forráðamannastjórnarflokkanna er eitt- hvað á þessa leið, sem ekkert skal fullyrt um, er ljóst að það væri mikill áfellisdómur þeirra sjálfra yfir þeim sjálfum,“ segir Styrmir, og minnir á að þeir hafi ríflegan meirihluta á þingi og að aðildar- umsóknin sé grundvallarmál. Styrmir Gunnarsson Ræður hræðsla för? STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.1., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -5 alskýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 3 skúrir Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 léttskýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 2 þoka Brussel 6 heiðskírt Dublin 5 heiðskírt Glasgow 6 léttskýjað London 7 heiðskírt París 7 heiðskírt Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 léttskýjað Vín 5 skúrir Moskva 1 þoka Algarve 15 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 15 heiðskírt Róm 10 heiðskírt Aþena 3 léttskýjað Winnipeg -17 skýjað Montreal -7 léttskýjað New York 5 léttskýjað Chicago -1 skýjað Orlando 18 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:18 15:48 ÍSAFJÖRÐUR 11:59 15:16 SIGLUFJÖRÐUR 11:43 14:58 DJÚPIVOGUR 10:55 15:09 Minni kvóti í helstu uppsjávarfisk- tegundum í fyrra er helsta skýringin á því að afli og aflaverðmæti skipa HB Granda dróst saman 2014 miðað við 2013. „Loðnuvertíðin var vart svipur hjá sjón miðað við árið á und- an og þá voru aflaheimildir í norsk- íslensku síldinni skertar töluvert á milli ára,“ að sögn HB Granda. Skip fyrirtækisins öfluðu 152.500 tonna í fyrra og var aflaverðmætið tæplega 15,2 milljarðar króna. Árið 2013 var aflinn rúmlega 188.200 tonn og aflaverðmætið rúmlega 16,8 millj- arðar króna. Frystitogurum HB Granda fækk- aði um tvo í fyrra. Venus HF var seldur úr landi og Helgu Maríu AK var breytt í ísfisktogara. Af því leiddi að afli og aflaverðmæti frystitogara fyrirtækisins dróst saman á milli ára en aukning varð hjá ísfisktogurun- um. Aflaverðmæti frystitogaranna var tæplega 8,6 milljarðar 2013 en var rúmlega sjö milljarðar í fyrra. Aflaverðmæti ísfisktogaranna var 3,27 milljarðar 2013 en rúmlega 4,5 milljarðar 2014. Ingunn AK bar mestan afla að landi í fyrra og aflaði 36.884 tonna. Þerney RE aflaði mestra verðmæta og var aflaverðmætið 2014 nærri 2,436 milljarðar. gudni@mbl.is Aflaverðmæti 15,2 milljarðar Þerney RE Veiddi 8.321 tonn í fyrra að verðmæti 2,436 milljarðar.  Samdráttur varð í afla og aflaverðmæti skipa HB Granda í fyrra miðað við 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.