Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is GÆÐAVÖRUR FYRIR SMÍÐASTOFUNA Skóli-4 Einmenningur Hæðarstillanlegur Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 T-3 Nordic Plus 1450 Hnífar, útskurðarjárn, kjullur og brýni í úrvali Á vefnum www.veitingageirinn.is birtist á nýju ári samantekt um þau veitingahús, veisluþjónustu og hót- el sem hófu starfsemi árið 2014. Einnig er greint frá eigendaskiptum staða og öðrum breytingum þessu tengdar. Áhugavert er að sjá hví- líkur fjöldinn er og hversu fjöl- breytt úrvalið er þegar kemur að veitingahúsum. Íslenskir mat- reiðslumenn og athafnafólk var einnig í nokkurri útrás á árinu og má þar nefna Búðina sem opnuð var í New York í febrúar síðast- liðnum. Að búðinni standa þau Rut Hermannsdóttir, Crystal Pei og El- liot Rayman. Hamborgarabúlla Tóm- asar var opnuð í London í mars og á þeim tímamótum var einnig greint frá að til stæði að opna stað í Berlín og opnaði hann í apríl. Nokkur fjöldi íslenskra veit- ingastaða skipti um húsnæði, aðrir voru endurvaktir og þónokkrir spánnýir hófu starfsemi. Þessa ít- arlegu úttekt veitingageirans er að finna á forsíðu vefsíðunnar www.veitingageirinn.is. Vöxtur í veitingageiranum Fjöldi nýrra veitingahúsa og hótela opnaður á síðasta ári Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Búllan Tómas Tómasson opnaði staði í London og Berlín á árinu 2014. Morgunblaðið/Kristinn Heimafæðing Feður eru virkir þátttakendur í fæðingunni og eru ljósmóðurinni innan handar á heimavelli. Malín Brand malin@mbl.is Ásrún er ein þeirra semflytja munu erindi á 17.ráðstefnu Háskóla Íslandsum rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum sem haldin verð- ur á Háskólatorgi dagana 5. og 6. janúar. Rannsókn Ásrúnar byggist að hluta til á samnorrænni rannsókn þar sem foreldrar sem reynt hafa heimafæðingu svöruðu spurn- ingalista rafrænt. Síðasta spurningin á listanum snýr að upplifun feðra og voru þeir beðnir að segja frá reynslu sinni. „Ég í raun nota í mína rann- sókn svör íslensku feðranna, tek þau saman og bætti svo við tveimur djúp- viðtölum til að dýpka niðurstöður,“ segir Ásrún. Svarendur þessarar spurningar voru 65 en alls svöruðu 94 spurningalistunum. Tíðni heima- fæðinga í dag er að sögn Ásrúnar nokkuð svipuð og í kringum árið 1970, eða rétt um tvö prósent allra fæðinga. Áhugaverð svör Ásrún segir athyglisvert hversu jákvæð svör feðranna voru þar sem þeir voru inntir eftir upplifun sinni af heimafæðingu. „Ég bjóst kannski við að inn á milli kæmu einhverjir sem hefðu lent í einhverju og væru því alls ekkert ánægðir með heimafæð- inguna en það sá ég ekki í svör- unum,“ segir hún. Í rannsókninni var eingöngu horft til fyrirfram ákveð- inna heimafæðinga sem byrjuðu heima. „Hins vegar tekur rannsóknin líka til fæðinga þar sem flutningur verður á sjúkrahús í fæðingunni. Við tölum um þau tilvik sem heimafæð- ingar. Það sem við horfum á í þessari samnorrænu rannsókn þaðan sem gögnin eru fengin er að það sé mik- ilvægt að ná þeim tilvikum vegna þess að þegar umræða er um heima- fæðingar er stundum talað um að við séum bara að horfa á fæðingar sem kláruðust heima en hér lítum við til allra þeirra sem vildu að fæðingin færi fram heima, hvar svo sem hún svo átti sér stað. Ef hún byrjar heima og eitthvað kemur upp á þannig að það þurfi að leita á sjúkra- hús er það tekið saman og útkoman úr því skoðuð líka.“ Hvorki aukahlutur né gestur Á meðal svarenda voru feður sem tóku fram að farið hefði verið á sjúkrahús í sjálfri fæðingunni af ein- hverjum ástæðum en eftir sem áður sögðust þeir velja heimafæðingu aft- ur. „Það sem stendur upp úr er per- sónulegt samband við ljósmóðurina, það að hafa þekkt hana fyrir og hafa farið með henni í gegnum ferlið,“ segir Ásrún. Einn faðir sagði frá því að honum hefði þótt gott að finna ör- yggið sem felst í því að farið sé á sjúkrahúsið sé talin þörf á því. „Honum fannst allt ferlið heima mjög þægilegt og þrátt fyrir að í þessu tilviki hafi þurft flutning reiknaði hann með að þau myndu velja heimafæðingu aftur ef þau eignuðust annað barn.“ Ásrún bend- ir á að stór hluti þeirra feðra sem þátt tóku í rannsókninni hafi átt börn fyrir sem fædd voru á sjúkrahúsi og hafi því samanburðinn við sjúkra- húsfæðingu. „Í heimafæðingunni eru þeir á heimavelli og hafa aukið hlut- verk í fæðingunni. Í heildina er nið- urstaða greiningarinnar sú að upplif- unin af heimafæðingum sé frábær í heild sinni. Ég nota orðið frábær því það voru sterk lýsingarorð sem voru notuð og þau voru mjög jákvæð,“ segir Ásrún. Þegar þátttakendur töl- uðu um heimafæðingu áttu þeir við ferlið í heild. Ásrún segir að það sé allt frá því að ákvörðunin sjálf var tekin og þar til fæðingin er afstaðin. Jafnvel teljast með fyrstu dagarnir heima. „Þessi frábæra upplifun sam- anstendur svolítið af því að vera ein- mitt virkir þátttakendur þar sem feðurnir eru á sínum heimavelli. Þeir eru ekki, eins og sumir orðuðu það, aukahlutur eða gestur. Það er ljós- móðirin sem kemur sem gestur.“ Hún segir ennfremur að það breyti ef til vill ákveðinni valdastöðu að vera á eigin heimili. „Þá eru þeir að sækja hluti og hafa hlutverk. Þar vita þeir hvar hlutirnir eru en ekki ljósmóðirin. Margir nefndu líka mik- ilvægi þess að þekkja ljósmóðurina. Í heimafæðingu eru ekki vaktaskipti og þú veist fyrirfram hver kemur og undirbúið hefur verið fyrirfram hvernig þú vilt hafa hlutina,“ segir Ásrún. Til dæmis hefur verið farið í gegnum hvað eigi að gera ef eitthvað kemur upp á og áætlunin breytist. Einnig nefndu nokkrir feður mikilvægi þess að geta ráðið hverjir úr fjölskyldunni væru viðstaddir. „Til dæmis geta eldri börn verið heima, hvort sem þau eru endilega við fæðinguna eða ekki. Þau vilja kannski koma strax og vera með þegar barnið er nýfætt. Þetta er dá- lítið öðruvísi en á sjúkrahúsi því þar ræður þú ekki alveg hverjir eru við- staddir,“ segir Ásrún Ösp Jóns- dóttir. Nánari upplýsingar um erindi ráðstefnunnar er að finna á ráð- stefnuvef Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, www.radstefn- urhvs.hi.is. Ánægðir feður á heimavelli Verðandi foreldrar eiga flestir val um hvar barnsfæð- ingin fer fram. Heimafæðing er einn valkostur sem sumir nýta sér. Ásrún Ösp Jónsdóttir lauk meist- aranámi í ljósmóðurfræði í fyrra og vann rannsókn um reynslu íslenskra feðra af heimafæðingum. Fæðingar Ásrún Ösp Jónsdóttir skoðaði reynslu feðra af heimafæðingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.