Morgunblaðið - 03.01.2015, Síða 64

Morgunblaðið - 03.01.2015, Síða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 ✝ Karl ElíasKarlsson fæddist 10. nóv- ember 1922 á Stokkseyri. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Ási í Hver- garði 26. desem- ber 2014. Foreldrar hans voru Sesselja Jónsdóttir, f. 26. febrúar 1892, d. 8. september 1977, og Guð- mundur Karl Guðmundsson, f. 28. maí 1892, d.10. júlí 1929. Systkini Karls voru Sigmund- ur, f. 1912, d. 1994, Jón Svav- ar, f. 1914, d. 1964, Ársæll, f. 1915, d. 1990, Olga, f. 1917, d. 1976, Laufey Sigríður, f. 1919, og lifir hún bróður sinn, Anna, f. 1921, d. 1942, Jens Þór- arinn, f. 1925, d. 1985, og Baldur, f. 1927, d. 1989. Sam- feðra var Eygló María Guð- mundsdóttir, f. 5. júní 1923, d. september 1968. Karl Elías kvæntist 4. októ- ber 1946 Sigríði Jónsdóttur frá Stokkseyri, f. 4. október inkona hans var Lára Jóna Helgadóttir. Erla, f. 16. apríl 1957. Eiginmaður hennar er Þórður Eiríksson og eiga þau þrjá syni og fimm barnabörn. Kolbrún, f. 24. janúar 1959. Sigríður, f. 23. maí 1961. Eig- inmaður hennar er Jóhann Magnússon og eiga þau þrjá syni og fjögur barnabörn. Halldóra Ólöf, f. 29. júní 1962. Eiginmaður hennar Svavar Gíslason og eiga þau þrjá syni og þrjú barnabörn. Jóna Svava, f. 8. desember 1963. Eiginmaður hennar er Sveinn Jónsson og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Drengur, f. 21. febrúar 1965, d. 22. febrúar 1965. Karl og Sigríður hófu bú- skap á Stokkseyri en fluttu til Þorlákshafnar 1954 og settust að á B-götu 6 og voru þar með ein af frumbyggjum þessa unga samfélags sem Þorláks- höfn var á þeim tíma. Seinna byggðu þau sér einbýlishús að Heinabergi 24. Karl var einn af fyrstu skipstjórum sem hið nýstofnaða fyrirtæki Meitillinn réð til sín. Hann var aflasæll skipstjóri árum saman og gerðist útgerðarmaður sjálfur og fiskverkandi. Útför Karls Elíasar verður gerð frá Þorlákskirkju í dag, 3. janúar 2015, kl. 14. 1928, d. 22. mars 2004. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon, f. 9. september 1891, d. 30. janúar 1982, og Halldóra Ólöf Sigurðardóttir, f. 30. júní 1893, d. 14. júlí 1963. Sig- ríður og Karl eignuðust 11 börn en 10 þeirra kom- ust á legg. Ástríður, f. 16. apr- íl 1946, d. 27. júlí 2011. Eig- inmaður hennar var Jón Arvid Tynes og eignuðust þau tvær dætur og þrjú barnabörn. Seinni maður Ástríðar var Ingimundur Pálsson. Guð- finnur, f. 9. ágúst 1947. Eig- inkona hans er Jóna Kristín Engilbertsdóttir og eiga þau þrjú börn og tíu barnabörn. Jón, f. 2. október 1949, Karl Sigmar, f. 19. september 1951. Eiginkona hans er Guðrún Sigríks Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn og fjögur barna- börn. Sigurður, f. 6. desember 1954, d. 10. október 1999. Eig- Það fækkar í þeim hópi sem fyrst setti niður tjaldhæla sína í Þorlákshöfn. Í dag kveðjum við Karl Elías Karlsson, skipstjóra eða Kalla Karls eins og hann var jafnan nefndur. Hluti af þessum hópi voru þau Sigga og Kalli, sem hófu búskap sinn á B-götu 6. Þau áttu og komu upp stórum hópi barna, tíu urðu börnin, af þessu hópi eru tvö fallin frá, þau Ásta og Siggi, en flest önnur búa enn í Þorlákshöfn og er stór ættbogi komin frá þeim hjón- um. Kalli byrjaði sinn for- mannsferill sem kornungur maður á Ægi frá Stokkseyri þar sem menn urðu að kunna þá list að sigla á milli skers og báru. Kalli var strax aflasæll, en þar kom að útgerðin var seld og þá hófst skipstjórnar- ferill hans hjá Meitlinum. En hugur hans stóð fljótt til að fara í eigin útgerð og upp úr 1960 kaupir hann Hrönn, en sú útgerð varði ekki lengi, því í foráttubrimi slitnaði Hrönnin upp, rak upp í fjöru og bar þar beinin. En Kalli lagði ekki árar í bát og skömmu síðan kaupir hann bát sem fékk nafnið Reynir. Er hér var komið sögu voru strákarnir hans, þeir Finni og Simmi, komnir um borð, Finni sem stýrimaður og Simmi sem vélstjóri . Þetta þríeyki; Kalli í brúnni, Finni allsráðandi á dekkinu og Simmi í vélarúminu átti farsæla og góða útgerðarsögu. Þetta var fyrir tíma kvótakerfisins, hart var sótt og mikil keppni á milli manna og þurftu því skipstjór- ar að vera kjarkaðir sem klókir. Tvær stuttar sögur lýsa því vel. Það var komið fram í mars og þorskurinn gekk hratt á Sel- vogsbankann og fljótt dreif að mikinn fjölda báta og togara. Kalli var búinn að setja trossur sínar á góðan blett og fiskaði vel. En þær fengu ekki að vera í friði, togararnir voru sífellt að fara í þær og þar kom að hon- um var nóg boðið. Hann kallar togarann upp og tjáir togara- skipstjóranum að það gangi ekki, að það sé sífellt verið að toga utan í trossurnar og úr þessu spannst mikil rimma, sem endar með því að Kalli segir í lokin: „Ef þú lætur trossur mínar ekki í friði þá sigli ég þig niður.“ Fyrir þá sem ekki þekkja til þá má geta þess að bátur Kalla var um 50 tonna eikarbátur, en togarinn var 10 sinnum stærra stálskip. En skipstjórar þurftu einnig að vera klókir. Það var ein- hverju sinni að Kalli var nýbú- inn að leggja trossu á Sann- leiksstöðum og er þeir fóru að draga, reyndist hún vera bunk- uð af fiski. En er skammt var liðið á dráttinn sá Kalli að Stokkseyrabátarnir voru að koma út. Hann sagði strákun- um að slaka netariðlunum aftur út og er bátarnir sigldu framhjá drógu karlarnir trossu sem var steindautt í. Er Kalli kom í land gaf hann kost á sér á lista sjálfstæð- ismanna í hreppsnefndarkosn- ingum árið 1974 og var oddviti eitt kjörtímabil. Undirritaður átti mikið samstarf við hann á seinni hluta kjörtímabilsins og það var gott að vinna með Kalla, hann var sem fyrr kapp- samur en á sama tími vildi hann ekki flana að neinu. Við Birna sendu þeim Finna, Nonna, Simma, Erlu, Kollu, Siggu, Dóru og Svövu og fjöl- skyldum þeirra okkar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Kalla Karls. Þorsteinn Garðarsson. Karl Elías Karlsson Elsku drengur- inn okkar er farinn frá okkur og ekk- ert getur breytt því. Þú komst inn í þennan heim svo fallegur, með dökk augu. Mikið vorum við oft stolt af þér, því þú varst svo ein- stakur með svo mikla hæfileika. En þú hafðir miklar birgðir að bera, elsku hjartað okkar. En afrekaðir samt svo miklu. Hafð- ir einstakan húmor og áttir létt með að laða fólk að þér. Þú valdir þér metnaðarfullan há- skóla sem gerði þig hamingju- saman. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Mamma og pabbi. Elsku Haraldur okkar, við eigum mjög erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Það voru svo mikil forréttindi að fá að kynnast þér. Þú hafðir mikinn persónusjarma og gast hrifið alla með þér á þínum góðu tímum. Þú varst svo skemmtilegur, vissir margt og kenndir okkur svo mikið. Hæfi- leikar þínir í listinni leyndu sér ekki og þú skildir eftir þig mörg flott verk. Þú elskaðir að borða góðan mat og þá er okk- ur sérstaklega minnisstætt þegar við þrjú sátum í eldhús- inu, ég, þú og bróðir þinn að Haraldur Ólafsson ✝ HaraldurÓlafsson fædd- ist 20. nóvember 1987. Hann lést á 6. desember 2014. Út- för Haraldar fór fram 19. desember 2014. borða egg og beik- on, svo datt eitt beikonið í gólfið og við ætluðum að gefa hundinum okkar það en þú sagðir nei ekki séns og varst fljót- ur að grípa það upp úr gólfinu og borða það, svo sagðirðu þetta styrkir bara ónæmiskerfið. Við söknum þess nú þegar að fara með þér í bíó, á tónleika og þá sérstaklega þeirra stunda þegar við sátum saman í stofunni að hlusta á góða tónlist og spjalla um allt milli himins og jarðar. Þú varst svo góður strákur og vildir öll- um vel. Við erum svo þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér, þó að hann hafi verið allt of stuttur. Við eigum enda- laust mikið af minningum um þig sem munu aldrei gleymast. Hvíldu í friði. Eva Dögg og Arnar Ingi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Við leiðarlok kveð ég minn elskulega frænda með sárum söknuði og ríku þakklæti fyrir þann tíma sem ég átti með hon- um. Hann var ljúfur og góður drengur en viðkvæmur. Ég sendi foreldrum hans og bræðrum samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu. Kristín, Magnús og dætur. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, SIGURBJÖRG RAGNARSDÓTTIR, lést á Landspítalanum að kvöldi fimmtudagsins 18. desember. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.00. Ragnar Aðalsteinsson, Jónína Magnúsdóttir, Eggert Aðalsteinsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Svanlaug Aðalsteinsdóttir, Sigurjón Kristinsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR HJÁLMARSSON frá Djúpavogi, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans 17. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.00. . Halldóra Kristín Jónsdóttir, Jónína Dagmar Ásgeirsdóttir, Sigmar Sigurðsson, Hjörtur Ásgeirsson, Bríet Pétursdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir, Jónas Guðmundsson, Ásgeir Ævar Ásgeirsson, Hallur Kristján Ásgeirsson, Tinna Rut Guðmundsd., barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI GUÐMUNDSSON bifreiðasmíðameistari, Berjarima 2, lést á Landspítalanum þann 28. desember. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 13. . Hulda Ragnarsdóttir, Guðmundur Gíslason, Margrét Þorvaldsdóttir, Sólveig Gísladóttir, Einar I. Einarsson, Ingveldur Gísladóttir, Ómar F. Dabney, barnabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT LÁRUSSON verslunarmaður, Tjarnarási 7a, Stykkishólmi, lést mánudaginn 29. desember á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi. Kristín Björnsdóttir, Eyþór Benediktsson, Unnur H. Valdimarsdóttir, Ingibjörg H. Benediktsdóttir, Gretar D. Pálsson, Bryndís Benediktsdóttir, Birgir Jónsson, Björn Benediktsson, Árþóra Steinarsdóttir, Lára Benediktsdóttir, Anne Bau, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA CHR. HANSEN, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 29. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.00. Guðrún Birna Ólafsdóttir, Kristinn Hörður Grétarsson, Ólafur M. Ólafsson, Chona H. Ólafsson og ömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN INGIMUNDARSON, Álfaskeiði 43, Hafnarfirði, áður bóndi á Yzta-Bæli, Austur-Eyjafjöllum, lést þriðjudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 9. janúar kl. 13.00. Örn Sveinbjarnarson, Guðrún Ó. Guðmundsdóttir, Sigurður Ingi Sveinbjarnarson, Markús G. Sveinbjarnarson, Selma Filippusdóttir, Ingimundur Sveinbjarnarson, Hrafn Sveinbjarnarson, Anna Dóra Pálsdóttir, Ester Sveinbjarnardóttir, Magnús Sigurðsson, Helga Sif Sveinbjarnardóttir, Haukur Örn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTJANA EINARSDÓTTIR frá Borgum á Skógarströnd, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður til heimilis í Vogatungu 51, lést þriðjudaginn 23. desember. Jarðarför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Herdís Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Jónía Jónsdóttir, Hreiðar Björnsson, Þorbjörn E. Jónsson, Magdalena Axelsdóttir, Vigfús F. Jónsson, Erla Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.