Morgunblaðið - 03.01.2015, Qupperneq 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira, en bara ódýrt
frá 1.495
Snjósköfur
margar gerðir
Dráttartóg,
ýmsar gerðir
Bensínbrúsar
Plast/Blikk
5, 10, 20L
Vasaljós og lugtir,
yfir 30 gerðirÍseyðir-spray á
hélaðar rúður
frá 125
frá 1.495
frá 495
Strekkibönd
Bílrúðusköfur
frábært úrval
Snjóskóflur
margar gerðir
frá 1.999
frá 1.495
Startkaplar
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Árni Ágúst
Brynjólfsson
Indriði
Jónsson
Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is
Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs
og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Stórsveit Reykjavíkur fagnar nýju
ári með árlegum sveiflualdartón-
leikum sem haldnir verða í Silf-
urbergi í Hörpu á morgun kl. 17.
Flutt verða lög
frá gullöld sveifl-
unnar sem stóð
yfir frá 1930 til
1945 eða þar um
bil, mörg af
þekktustu lögum
stórsveita sveifl-
ustílsins og þá
m.a. lög Benny
Goodman, Artie
Shaw, Jimmy
Lunceford, Cab
Calloway, Charlie Barnet, Les
Brown, Glenn Miller, Duke Ell-
ington og Count Basie. Systkinin
Páll Óskar og Sigrún Hjálmtýsbörn
verða gestasöngvarar á tónleikunum
ásamt söngkvartettinum Nútíma-
mönnum og stjórnandi stórsveit-
arinnar verður sem fyrr Sigurður
Flosason.
Tjaldað til einnar nætur
„Ég hef tekið með þeim lagið af og
til en ekki þetta prógramm. Þetta
sem við erum að fara að gera á
sunnudaginn er tengt við afmark-
aðan tíma og við erum að fara að
spila upprunalegar útsetningar af
ákveðnum lögum sem voru vinsælar
á þessum tíma. Ég hef aldrei flutt
neitt af þessu áður og hér er bara
tjaldað til einnar nætur, þetta verð-
ur ekki endurtekið,“ segir Páll Ósk-
ar um tónleikana. „Ég myndi ekki
segja að þessi lög væru of oft flutt en
eftir að hafa stúderað þau og lært
skil ég mætavel af hverju þau voru
smellir á sínum tíma. Það er gaman
að stórsveitin bjóði manni svona í
heimsókn og maður þiggur boðið,“
segir Páll Óskar.
– Syngið þið Diddú saman eða í
sitt hvoru lagi?
„Við erum í sitt hvoru lagi en
röddum síðan með hvort öðru því í
þessum lögum er alltaf söngkvartett
sem er stöðugt að grípa frammí fyrir
söngvaranum,“ segir Páll Óskar og
hlær. Nútímamenn verða með
prakkaraleg frammíköll á borð við
þau sem stunduð voru á gullöld
sveiflunnar.
Dressar sig upp en ekki niður
– Þetta verða galatónleikar. Þú
dregur væntanlega fram þín fínustu
föt?
„Jú, jú, maður dressar sig upp en
ekki niður fyrir svona, það er alveg
ljóst,“ segir Páll Óskar. Hvað æfing-
ar varðar fyrir tónleikana segir Páll
Óskar að söngvarar og hljómsveit
hafi æft sig í sitt hvoru lagi. „Svo
smellur þetta allt saman á lokametr-
unum,“ segir Páll Óskar að lokum.
Prakkaraleg
frammíköll
Morgunblaðið/Kristinn
Sveifla Stórsveit Reykjavíkur á tónleikum. Hún flytur lög frá gullöld sveiflutímabilsins í Silfurbergi á morgun.
Páll Óskar og Diddú í syngjandi
sveiflu með Stórsveit Reykjavíkur
Páll Óskar
Hjálmtýsson
Strengjakvartettinn Siggi kemur á
morgun, sunnudag, klukkan 20,
fram á tónleikum tónleikarað-
arinnar Hljóðön í Hafnarborg. Tón-
leikarnir bera yfirskriftina „Sam-
hljómur 16 strengja“ og á þeim fá
áheyrendur að kynnast hugrenn-
ingum um kvartettformið með sam-
einingu strengjahljóðfæranna fjög-
urra og hljóðheiminum sem þau
skapa saman.
Hljóðön er tónleikaröð tileinkuð
tónlist 20. og 21. aldar, þar sem
hugmyndaauðgi og listræn glíma
tónskálda leiða áheyrendur inn á
áður ókunnar slóðir.
Á þessum tónleikum verða frum-
flutt tvö tónverk; Strengjakvartett
nr. 2 eftir Atla Heimi Sveinsson og
Þykkt, nýtt verk eftir Unu Svein-
bjarnardóttur. Einnig verða leikin
verk eftir Giacinto Scelsi og Naomi
Pinnock.
Kvartettinn Siggi er skipaður
fiðluleikurunum Unu Sveinbjarn-
ardóttur og Helgu Þóru Björgvins-
dóttur, Þórunni Ósk Marinósdóttur
víóluleikara og Sigurði Bjarka
Gunnarssyni sellóleikara. Þau hafa
öll komið víða við í íslenskum tón-
listarheimi en strengjakvartettinn
Siggi kom fyrst fram á tónleikum
samnorrænu tónlistarhátíðarinnar
UNM sem haldin var árið 2012. Þar
strauk kvartettinn strengi, jafnt
sem statíf og hljóðfærabúka. List-
rænn stjórnandi Hljóðanar er Þrá-
inn Hjálmarsson.
Samhljómur Strengjakvartettinn Siggi tekst á við ný tónverk í Hafnarborg.
Strengjakvartettinn Siggi í Hafnarborg