Morgunblaðið - 03.01.2015, Síða 81

Morgunblaðið - 03.01.2015, Síða 81
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég hef alltaf borið gerðar-legan kvíðboga fyrir svo-kölluðum ársuppgjörum í tónlist, þar sem manni er gert að setja saman númeraðan lista yfir það sem hæst bar á plötuárinu. Stöðu minnar vegna þurfa listarnir nefnilega að líta út fyrir að ég sé nú með puttann á púlsinum og í raun mikilvægara að þar væri plata með „samþykktum“ lista- manni heldur en einhverjum sem ég kynni að meta „upp á mitt ein- dæmi“. Sólóplata Marks Knopflers viki því ætíð fyrir einhverjum eit- ursvölum hipsterum. Fyrir nokkrum árum breyttist þetta hins vegar. Hvað veldur veit ég ekki nákvæmlega. Aldur, reynsla, þroski. Mér fór einfald- lega að standa mjög svo þægilega á sama og eyði litlum tíma í vanga- veltur hvað þetta varðar í dag. Og boginn er á bak og burt. Þegar ég er beðinn um þetta í dag hendi ég því fyrsta sem mér dettur í hug inn á listann, í hæfilega úthugsaðri röð getum við sagt. Hlustunin er þó sem fyrr gegndarlaus árið um kring (og eykst ef eitthvað er) en ég hef einfaldlega hent „excel“-hugsunarhættinum út. Ég sendi meira að segja tvo mismun- andi lista frá mér á tvö mismun- andi blöð þetta árið. Og það er pottþétt að þar gleymdi ég ein- hverri merkisplötunni. Svona er maður nú orðinn flippaður á gam- als aldri. Hlustunarátak Að þessu öllu sögðu langar mig til að fara aðeins yfir erlenda tónlistarárið. Plássins vegna ætla ég að einbeita mér að þremur svið- um ef svo má segja og við byrjum á því kvenlæga. Á þessu ári fór ég nefnilega í meðvitað hlustunarátak (sjá grein mína „Hitt kynið“, 4. október 2014 og „Hinn karllægi tónlistarheimur“, 7. desember 2013, báðar í Morgunblaðinu). Hvort árið var óvenjugott að því leytinu til eða bara vegna þess að ég þreif testósterónið úr eyrunum, var margt af því besta sem ég heyrði í ár úr ranni kvenna. Ef byssu væri beint að mér og ég krafinn um plötu ársins myndi ég segja Are We There með Sharon Van Etten, já, það allra besta sem ég heyrði í ár. Platan óx innra með mér hægt en örugglega (eins og meistaraverkin gera einatt) og þetta er frábær plata, tilfinn- ingaþrungin og sláandi, svo ég fari með lýsingarorðin í hæstu hæðir. Þá vil ég nefna samnefnda plötu Warpaint sem kom út Erlenda plötuárið 2014 Best Plata Sharon Van Etten, Are We There, er sannkallað þrekvirki. snemma á síðasta ári en það er eins og hún hafi hreinlega dottið á milli þilja í ársuppgjörunum. Heilsteypt og um hana leikur öryggi þess sem veit upp á hár hverju hann vill ná fram. Lykke Li og Angel Olsen áttu líka stórgóð verk, sem og Kate Tempest, rapparinn/orðlistamað- urinn knái frá Lundúnum. Fagurgróinn drungi Færum okkur yfir á hið sveim- kennda, dumbungslega, nánast gotneska svið dægurtónlistarinnar sem hefur verið nokkuð móðins að undanförnu. Sumarið 2013 skrifaði ég um þessa ljúfsáru bylgju og tal- aði um listamenn eins og James Blake og þá allra helst Majical Clo- udz, sem velta sér upp úr fagur- grónum drunga. Frábært verk af þessum toga, Loor, var gefið út á síðasta ári af Kemper Norton. Plat- an verkar eins og sveimskotin vögguvísa og hangir einhvers stað- ar á milli svefns og vöku. Svipaða sögu má segja um Ruins, tíundu plötu listakonunnar Grouper; ný- gotneskt, handanheims-meistara- stykki. Ein af allra bestu plötum síðasta árs var svo Too Bright með Perfume Genius, mögnuð plata þar sem fara epískar en um leið ein- lægar rafballöður sem éta sig inn að beini. Arthur Russell, Billy Mac- Kenzie og John Grant eru sálar- bræður þessa mjög svo hæfileika- ríka drengs. Að lokum nefni ég endurkomu „hangsaranna“, en plötur Mac DeMarco og The War on Drugs voru algjört fyrirtak, hljóma eins og litlu bræður J. Mascis hafi ákveðið að henda í plötur (skjótum líka Ty Segall og Ariel Pink hér að, þó þeir séu ekki á nákvæmlega sama spori). Þessar plötur T.W.O.D. og Demarco ferðast um sama svið og plata Kurts Vile frá árinu 2013 (sem var ein merkasta plata þess árs) og ég á erfitt með að útskýra hvað það er nákvæm- lega sem er svona heillandi við þessi verk. Á stundum er þetta svo kæruleysislegt og bakgrunnslegt að þetta er eiginlega of auðvelt en að sama skapi rúllar þetta svo full- komlega að maður er varnarlaus. Og það er auðvitað galdurinn. Ef þetta er gott þá er þetta gott. Sjáumst hress á þessu ári, gott fólk, og takk fyrir að lesa. Meiri tónlist, meiri gleði, nú sem endra- nær! »Þegar ég er beðinnum þetta í dag hendi ég því fyrsta sem mér dettur í hug inn á listann, í hæfilega úthugsaðri röð getum við sagt.  Að setja saman ársuppgjör er kvíða- valdur hinn mesti  En það er til lausn! MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Þú átt alltaf erindi til okkar Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver 12 16 L THE HOBBIT 3 3D (48R) Sýnd kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11 NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 2 - 5 - 8 BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 1:50 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 7 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.