Morgunblaðið - 29.05.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 29.05.2015, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 ✝ Jón Bergvinssonfæddist á Sval- barðsströnd í Suður- Þingeyjarsýslu 12. október 1925. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 16. maí 2015. Foreldrar hans voru hjónin Sum- arrós Magnúsdóttir húsmóðir, f. á Efri- Vindheimum á Þela- mörk í Hörgárdal 1. ágúst 1889, d. 18. ágúst 1974, og Bergvin Jóhannsson kennari, f. á Gautsstöðum á Svalbarðs- strönd 21. júní 1882, d. 11. jan- úar 1965. Systkini Jóns eru: 1) Jóhann Friðberg, f. 2. janúar 1913, d. 7. nóv. 1974, 2) Sigrún f. 20. ágúst m.a. frá Neskaupstað, Vest- mannaeyjum, Hornafirði og á Eyjafirði. Síðar á nýsköp- unartogaranum Ingólfi Arn- arsyni frá Reykjavík, þar sem hann var í 20 ár. Jón var einnig háseti á skuttogaranum Ingólfi Arnarsyni. Nokkru síðar fluttist Jón til Vestmannaeyja. Lengst af var hann á Glófaxa VE 300 hjá Bergvini Oddssyni, syst- ursyni sínum. Hann starfaði við þá útgerð til sjós og lands til ársins 1992, er hann lét af störfum 67 ára að aldri. Sjó- mennskuferill hans spannaði því rösklega hálfa öld. Á sjómannadaginn árið 1990 heiðraði Sjómannafélagið Jöt- unn í Vestmannaeyjum Jón fyr- ir vel unnin störf. Jón var ókvæntur og barnlaus. Útför Jóns verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 29. maí 2015, og hefst at- höfnin kl. 16. 1914, d. 27. jan. 1968, 3) Magnea Sigríður, f. 26. febrúar 1917, d. 1. okt. 2001, 4) Helgi, f. 26. ágúst 1918, d. 16. maí 1989, 5) Jón Pétur, f. 2. jan. 1921, d. 25. febr- úar 1922, 6) Björn, f. 11. nóv. 1923, d. 8. mars 1971, 7) Haraldur, f. 28. apríl 1928, d. 27. júní 1982, 8) Hauk- ur Berg, f. 12. sept. 1929. Eftir að hefðbundinni barna- fræðslu lauk stundaði Jón nám í Gagnfræðaskólanum í Nes- kaupstað árin 1939-1941. Frá 15 ára aldri stundaði Jón sjó- mennsku. Fyrst á smábátum Nú kveðjum við minn gamla góða vin Jón Bergvinsson. Hann fæddist 12. október 1925. Jón var mikill dugnaðarmaður og karlmenni, góður félagi og framúrskarandi dagfarsprúður. Hann var einn af þessum þrek- miklu íslensku sjómönnum, sem lítið létu yfir sér en unnu verk sín með elju og trúmennsku hvar sem var. Það sést best á því hve lengi hann var á sömu skipunum hjá sömu skipstjór- um, m.a. hjá öðlingnum Sigur- jóni Stefánssyni sem Jón var með á Ingólfi Arnarsyni I í 20 ár. Síðan var hann á Ingólfi Arnarsyni II um tíma en mun hafa stansað þar frekar stutt og settist þá að í Eyjum og réðst til Bergvins Oddssonar, ná- frænda síns, sem þá var orðinn skipstjóri á útvegi Helga bróður Jóns. Og síðar hjá Bergvini og Hrafni bróður hans eftir að þeir stofnuðu sína útgerð. Hjá þeim var hann svo næstu 20 ár. Ég var tvisvar samskipa Jóni á Ing- ólfi I og varð okkur strax vel til vina. Þar kynntist ég þá líka vel verklagni hans og dugnaði þótt ekki værum við sammála í stjórnmálum og tækjum oft harðar rimmur um þau. Jón var harður vinstrimaður alla tíð en ekki skyggði það á hinn góða vinskap okkar. Til marks um hve mikill vinstrimaður hann var er til saga um að þegar Sigurjón tók við hinum glæsilega nýja togara b/v Bjarna Benediktssyni þá hringdi hann í Jón og bauð hon- um pláss. Hinn hélt nú ekki. Hann færi nú ekki að vera á einhverjum helv … íhalds … já eða þannig. Ári seinna tók svo Sigurjón annan nýjan og glæsi- legan togara sem fékk nafnið Ingólfur Arnarson. Aftur var hringt í Jón og nú var allt í lagi. Jón var kannski af gamla skólanum, eins og kallað er, hann kunni aldrei að svíkjast um neitt, sem honum hafði verið trúað fyrir, og alltaf var hann fyrstur til dekks þá er kallað var. Betri félaga og liðsmann er ekki hægt að fá. Lunderni Jóns var létt og lifandi af fjöri og góðlátlegri kímni. Oft brá hann til fyndni- og kímnisagna, ekki til þess að ergja neinn eða særa, heldur til þess að vekja gleði og kæti meðal áheyrenda. Jón var gleðimaður mikill og varð svo hvar sem hann kom, að gleði- bragur færðist yfir. Hann var sögufróður maður og sagði skemmtilega frá mörgu. Þegar Jón varð sjötugur vildi Bergvin skipstjóri, frændi hans og út- gerðarmaður, gefa honum gervi- tennur í afmælisgjöf. Það tók hinn ekki í mál; „það væri nú orðið svo framorðið að það tæki því ekki“. En Jón lifði nú samt í 20 ár tannlaus eftir það. Hann var heilsuhraustur alla tíð og varð aldrei misdægurt þar til fyrir tveimur árum að hann varð að leggjast inn á spítala og lést þar 10. þessa mánaðar. Það er hollt að minnast góðra drengja, þeirra manna sem svo eru gæfusamir í lífinu að þeim fylgir alls staðar góðhugur og gifta. Þegar ég nú hugsa til Jóns látins dettur mér í hug vísa sem ég heyrði einhvern tíma: Í huganum ekkert göfugt grær, gleði litla hljótum, ef að sólin ekki nær, inn að hjartarótum. Sólin náði alltaf inn að hjarta- rótum Jóns. Í dag drúpum við höfði og minnumst góðs drengs sem fallinn er frá og munu minningarnar um hann lengi geymast í þakklátum huga hinna mörgu félaga og góðra vina frá löngu æviskeiði hans. Ólafur Ragnarsson. Öðlingurinn Jón Bergvinsson er fallinn frá, tæpra níutíu ára en hann hefði náð þeim áfanga 25. okt. nú í haust. Jónsi eins og hann var alltaf kallaður hóf ung- ur sjómennsku sem varð hans ævistarf. Hann var togarasjó- maður lungann úr starfsævinni, byrjaði á síðutogurunum, lengst af á Ingólfi Arnarsyni með ljúf- menninu Sigurjóni Stefánssyni. Frá því að Jónsi byrjaði á sjón- um hefur orðið bylting bæði í vinnuaðstöðu og aðbúnaði skip- verja. Á síðutogurunum fór nán- ast öll vinna, bæði við aðgerð og veiðarfæri, fram á opnu þilfari í hvaða veðri sem var, oftar en ekki ágjöf með stöku brotsjóum sem gengu inn á þilfarið, þá urðu allir að flýta sér í var ef allt átti að fara vel. Jónsi var af- burðasjómaður, kunni vel til verka hvort sem gera þurfti við trollið eða ganga frá aflanum í lestinni, en ég hef það fyrir satt að lengst af hafi Jónsi verið í lestinni og stjórnað þar verki. Þannig var tryggt að aflinn kæmi óskemmdur að landi og besta mögulega verð fengist fyrir hann. Jónsi var bara mannlegur eins og við hin, hann átti við áfengisvanda að stríða sem birtist í því að flestar inni- verurnar fóru í að staupa sig. Yfirleitt var byrjað fljótlega efir að komið var í land og ekki hætt fyrr en komið var aftur um borð og lítið eða ekkert sofið alla inniveruna. Eftir að við hjónin fluttum suður gerðist það oftar en ekki að Jónsi bankaði á svefnherbergisgluggann hjá okkur undir morgun á brottfar- ardegi og bað Gunnu frænku um smálán því nú þyrfti a.m.k. að greiða leigubílnum sitt áður en haldið væri aftur á sjóinn. Jafnan reyndi Gunna frænka, konan mín, sem var bróðurdótt- ir Jónsa, að leysa hans vanda eins og frekast var unnt þ.e. ef við áttum handbæran þann pen- ing sem hann skorti í það og það sinnið. Ævinlega var það eitt af fyrstu verkum Jónsa þeg- ar næst var komið í land að líta inn og gera upp skuldina frá síðustu inniveru. Það var alveg sama hvað hann var drukkinn þegar lánið var fengið; hann mundi alltaf eftir því og hve mikið hann hafði fengið. Vildi oftast endurgreiða meira en fengið var. Á þessum árum sigldi togarinn hans Jónsa við og við með afla á erlendan markað og þá kom hann við að lokinni söluferð og færði okkur eitt og annað sem þá var illfáan- legt hér í verslunum. Því má segja að það lána Jónsa var tryggara en að eiga peninginn í banka því að bæði verðbætur og vexti greiddi hann með því að gauka að fjölskyldunni bæði nammi og einhverju matarkyns þegar komið var úr siglingu. Nú hefur Jónsi farið í sína hinstu siglingu, við óskum þessum góða dreng velfarnaðar en sæmdarheitið „góður drengur“ á vel við þegar hans er getið. Guðrún og Helgi Laxdal. Ég var svo lánsöm í æsku að geta verið mikið með öfum mín- um og ömmum. Oddur afi og Magnea amma bjuggu á Skjól- brautinni í Kópavogi og óhætt er að segja að ég hafi sótt í að vera hjá þeim. Skjólbrautin var svo sannarlega samofin æsku minni, afi sat í sjónvarpsher- berginu og angan af vindlareyk lagði um húsið, ég sat með ömmu í eldhúsinu og við hlust- uðum á tónlist af segulbands- spólum og tókum upp tónlistina sem flutt var í óskalögum sjó- manna eða óskalögum sjúklinga. Þegar ég hugsa til baka þá má segja að frændi minn, Jón Berg- vinsson, hafi verið fastur punkt- ur í tilverunni á Skjólbrautinni. Jónsi frændi eins og hann var oft kallaður var einstök persóna en fyrst og fremst var hann maður gamallar kynslóðar, þeirrar sem nú er að hverfa, harðdugleg og hjartahlý hafsins hetja sem vildi öllum vel. Jónsi var bróðir ömmu minnar og tengsl systkinanna mikil og hafði hann herbergi hjá ömmu og afa. Hrausta og hægláta snyrtimennið átti það stundum til að vera ólíkur sjálfum sér og í landlegum var stöku sinnum tekinn tappi úr flösku. Hér á ár- um áður var vín látið þroskast með því að nota tunnurnar sem það var geymt í sem ballest í skipum. Það kom fyrir að hafs- ins hetjan dvaldi nær fljótandi ballestinni en góðu hófi gegndi. Jónsi frændi kom stundum í heimsókn til foreldra minna á hinum ókristilegustu tímum og þá atvikaðist það yfirleitt þann- ig að ég hleypti honum inn og gekk hann kátur og ögn valtur inn. Sat hann þá oftast í eldhús- inu vel fram í birtingu og vildi spjalla. Eftir slíkar heimsóknir birtist hann yfirleitt daginn eftir færandi hendi og búinn að koma við í Jóabúð og með fullan kassa af mat handa heimilisfólkinu. Sælgæti fékk ég hins vegar aldrei hjá honum og voru skila- boðin ávallt þau að fólk ætti að borða hollan og góðan mat. Að leiðarlokum finnst mér tóna vel við lífshlaup frænda míns að hann fái að hvílast í nálægð við ömmu mína og afa. Blessuð sé minning elsku Jónsa frænda. Stefanía Guðmundsdóttir. Kær móðurbróðir minn, Jón Bergvinsson, er fallinn frá, tæp- lega níræður að aldri. Segja má um frænda minn, að han hafi verið sjómaður af guðs náð og hafi helgað sig sjómennsku all- an sinn starfsferil eða í rúmlega hálfa öld. Hann byrjaði ungur til sjós, aðeins 15 ára gamall. Þá reri hann á smábátum frá Nes- kaupstað og víðar við landið. Seinna flutti hann til Reykjavík- ur. Þá urðu skipin sem hann starfaði á stærri og öflugri. Árið 1952 réð hann sig til Bæjarútgerðar Reykjavíkur á nýsköpunartogarann Ingólf Arnarson og var hann þar í 20 ár og seinna á skuttogara með sama nafni. Skipstjóri á þessum skipum var hinn kunni aflamað- ur Sigurjón Stefánsson, sem Jón minntist ávallt með mikilli virðingu og tel ég að það hafi verið gagnkvæmt. Seinna flutti Jón til Eyja og reri ótalmörg ár með Bedda frænda sínum á Gló- faxa VE 300, sem var hefðbund- inn vertíðarbátur og má því segja að hann hafi leitað upp- runans á ný. Þannig að reynsla hans af hinum ýmsu gerðum skipa hefur vægt til orða tekið verið yfirgripsmikil. Að kunn- ugra manna sögn, þá þótti Jón góður starfskraftur, geðgóður og duglegur og þá var ekki komið að tómum kofunum hjá honum, er kom að viðgerð trolla og frágangi afla. Haft er fyrir satt, að aflinn, sem kom upp úr þeim skipum, er Jón var á, hafi verið óvenju verðmætur. Skýr- ingin sem var gefin, var sú, að Jón hafi alltaf tekið ís til viku lengri sjóferðar, en áætlað var og þess vegna hafi aflinn verið óvenju ferskur, er komið var í land. Þessi saga sýnir hversu annt honum hefur verið um starf sitt. Áhugamál Jóns voru íþróttir, aðallega knattspyrna. Uppáhaldslið hans í ensku knattspyrnunni var Everton, einnig var hann vel liðtækur í spilamennsku og þá sér í lagi brids og þótti hann slunginn spilamaður. Frændi minn var ekki maður margra orða að öllu jöfnu en hafði sterkar skoðanir á ýmsum málefnum, eins og t.d. stjórn- málum. Hann var róttækur vinstrimaður og trúr þeim skoð- unum alla ævi. Hann flíkaði þó ekki þessum skoðunum sínum að öllu jöfnu, en við sem þekkt- um hann vissum alveg hvar hann stóð á vinstri kantinum. Á margan hátt var hann einfari, sem fór sínar eigin leiðir. Eftir að foreldrar mínir, Odd- ur og Magnea, fluttu frá Nes- kaupstað í Kópavoginn árið 1960, þá átti hann alltaf heimili hjá okkur. Hugsanlega hefur mömmu, sem var stóra systir hans, runnið blóðið til skyld- unnar og vildi hafa Jón undir sínum verndavæng þar sem hann var alla tíð einstæður. Með ýmsum hætti sýndi hann þakk- læti sitt til systur sinnar og fjöl- skyldu hennar. Á Sjómannadaginn 1990, þá heiðraði Sjómannafélagið Jöt- unn í Vestmannaeyjum Jón fyr- ir vel unnin störf. Kom það fáum á óvart, þar sem starfsfer- ill hans var langur og farsæll. Mikill ljúflingur er nú látinn. Við höfum lengi átt samleið, en nú er þeirri vegferð lokið. Hvíl í friði, kæri frændi. Svanbjörg Oddsdóttir. Elsku Jón. Það hefur sjaldan verið jafn ólýsanlega erfitt að setjast niður og skrifa nokkur orð. Ég hafði það á tilfinning- unni þegar ég kvaddi þig áður en ég hélt út til Vancouver að það yrði okkar síðasta kveðja. Ég vonaði samt að sú yrði ekki raunin. Maður þarf alltaf að fórna einhverju fyrir draumana. Það á sérstaklega við núna, að vera svona langt að heiman. Fyrst kynntist ég þér sem Jónsa frænda, bróður hennar ömmu, en einn daginn þegar ég var fimm ára baðstu mig að kalla þig Jón. Þér fannst ekki viðeigandi að vera kallaður Jónsi, komin hátt á áttræðisald- urinn. Þar sem amma bjó hjá okkur mömmu varstu mög tíður gestur. Aðfangadagur var ómögulegur ef þú varst ekki með okkur að borða hrygg og taka upp pakkana. Amma og mamma sáu til þess að þú tækir upp þína pakka, sem þér fannst ekki í forgangi, sagðir alltaf að þig vantaði ekkert. Helst átti að vera jarðarberjaís í eftirrétt, sem auðvitað var keyptur, að- eins fyrir þig, þar sem enginn annar borðaði hann. Þegar árin voru farin að segja til sín fékkstu skutlu til afnota, skutl- una, svo þú gætir haldið áfram að rúnta um bæinn og tekið púlsinn á mannlífinu. Ég man alltaf eftir því þegar mamma var að skamma þig fyrir að vera ekki með hjálm á tryllitækinu. Þú varst ekki lengi að benda henni á að þú værir með hjálm, hann væri bara í körfunni fram- an á skutlunni. Þú varst heið- arlegur maður með meiru, sem endurspeglaðist frábærlega í fyrra þegar þú varst sendur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Ég var á spítalanum, að hjálpa þér að pakka, þegar það var verið að setja þig í sjúkrabílinn. Ein hjúkkan á vaktinni spurði þig þá hvert þú værir að fara, þú sagðir Mallorca. Hún spurði af hverju þú hefðir ekki boðið henni með þér. Þér fannst þetta varla svaravert en sagðir samt að það væri af því hún væri gift. Við áttum erfitt með að springa ekki úr hlátri. Þú varst alltaf svo stór þáttur í mínu lífi og fylgdist með öllu sem ég gerði í námi og starfi. Þegar ég sagði þér að ég væri á leið í nám til Vancouver sagðir þúÞ „Það er stutt til frænd- fólksins í Seattle.“ Þannig varstu, alltaf með fjölskylduna efst í huga. Ég veit að mamma leyfði þér að fylgjast með mér og við sendum kveðjur á víxl í gegnum hana. Ég hugsa mikið og oft til þín elsku Jón og vona að þú hvílir í friði. Hvíldin var það sem þú þráðir þar sem þú nenntir ekki að verða níræður. Þú stóðst heldur betur við stóru orðin. Ég ylja mér við yndisleg- ar og skemmtilegar minningar og þakka fyrir samfylgd okkar. Það hefur verið meiriháttar heiður að fá að vera samferða þér í öll þessi ár. Þín frænka, Sigurlaug Birna. Jæja, elsku karlinn minn, elsku Jónsi ömmubróðir minn. Þá er þessari jarðvist þinni lokið og mikið rosalega á ég nú eftir að sakna þín. Ég man ekki eftir tilveru minni án þess að þú værir einhvers staðar nálægur og þegar ég lít til baka rifjast nú aldeilis margt upp. Það var alltaf spennandi þegar þú komst í heimsókn til okkar í gamla daga og ósjaldan varstu með poka meðferðis sem í leyndist jarðarberjaís, appelsín eða súkkulaði. Stundum laumaðir þú smá aur að okkur systkinunum og ekki var það nú síðra en got- teríið. Afmælis- og jólagjafirnar frá þér eru líka mjög eftirminni- legar, ekki síst gæsin og kon- fektkassinn sem biðu mín í Kránni hér um árið, nú eða kas- settan með þýsku söngkonunni sem þú keyptir í einhverri sigl- ingunni. Einnig rifjast upp öll skiptin sem þú komst í mat til okkar og það besta sem þú fékkst var að fá annaðhvort lambahrygg eða heimatilbúnar fiskibollur og það var ekki leið- inlegt að fylgjast með þér taka hressilega til matar þíns. Eftir að þú hættir á sjónum varstu duglegur að kíkja í heimsókn til mín í vinnuna, svona rétt til að kasta kveðju og spyrja hvernig gengi. Ekki þótti þér verra að fá kaffisopa í leiðinni en þú vild- ir aldrei trufla ef mikið var að gera. Vinnufélagar mínir höfðu reglulega á orði hvað þeim þóttu þessar heimsóknir krútt- legar og ég á svo sannarlega eftir að sakna þeirra. Elsku Jónsi, ég kveð þig í bili og ímynda mér að þú hafir fengið höfðinglegar móttökur hinum megin, þar sem amma Magnea hafi verið tilbúin með fullt fat af fiskibollum handa þér. Þú varst einstakur ljúflingur og ég á eftir að sakna þín og mér þykir ótrú- lega vænt um að hafa fengið að vera hjá þér á lokasprettinum. Bið að heilsa ömmu og afa. Hildur Sævaldsdóttir. Þá kom að því að Jónsi frændi fengi ósk sína uppfyllta að fá að leggja upp í hina hinstu för, sigla sinn sjó og halda á önnur óþekkt mið. Í nokkurn tíma hafði hann talað um að nú væri þetta orðið gott og hann væri sáttur við að fara, saddur lífdaga. Sú stund er runnin upp. Í sannleika sagt er ég glaður yf- ir því að hann fékk ósk sína uppfyllta og það átakalaust, þó svo maður sakni hans á sama tíma. Í dag munum við fylgja þessum kæra frænda síðustu skrefin og kveðja hann með reisn og virðingu. Það er margs að minnast. Fyrst og fremst var Jónsi frændi alveg einstakt gæðablóð. Gæðasál sem öllum líkaði vel við. Þrátt fyrir ým- islegt slark og hark um ævina þá er greinilegt að vel hefur verið vandað til verka við smíði á Jóni ef svo má segja. Að lifa í tæp 90 ár og við góða heilsu fram af er ákveðið gæðamerki. Hann var með sannkallað barnshjarta sem engum vildi illt eða talaði illa um nokkurn mann. Þegar ég hugsa til baka, þá hef aldrei hitt þann mann sem eitthvað slæmt hefur haft um hann að segja. Það var líka í hans anda að tala aldrei illa um samferðafólk sitt. Hann var orð- var maður, ekki maður margra orða. Málalengingar voru óþarf- ar. Maður fann þó alveg þegar honum mislíkaði eitthvað, hann kom sínum skoðunum á fram- færi með sínum hæverska hætti, með sínu lagi. Enginn hama- gangur. Jónsi hefur alltaf verið stór hluti af fjölskyldunni okkar. Fjölskyldugersemi sem öllum þótti vænt um, sannkölluð perla. Það var svo auðvelt að þykja vænt um þennan mann. Hann fylgdist vel með sínu frændfólki nær og fjær og þótti mjög vænt um það, það sýndi hann með ýmsum hætti. Jónsi lifði ein- földu og nægjusömu lífi og þannig vildi hann hafa hlutina. Öll fyrirhöfn var bara óþarfi. Ef honum var gefið eitthvað þá þurfti hann alltaf að gefa eitt- hvað til baka. Oftar en ekki var fiskur, ís, konfekt eða malt þakklætisvotturinn. Maðurinn vildi einfaldlega vera á pari í líf- inu og þannig skildi hann við sig. Margir af hans samferð- armönnum hafa sagt frá því trausti sem hann naut. Stundum var kallinn ekki með pening og þá fékk hann skrifað. Alltaf kom hann strax daginn eftir og gerði upp sínar skuldir. Ég held að hann sé einn fárra í þessu landi sem hafa fengið skrifað hjá ÁTVR. Þrátt fyrir hið fábrotna líf þá var hann sterkur litur í lífsmyndinni og markaði sín spor með sínum hætti. Síðustu daga hafa fjölmargar skemmti- legar sögur sprottið upp sem lifa munu um ókomna tíð. Eitt- hvað sem fylgir hans góða orð- spori. Seinustu árin fór hann allra sinna ferða á lítilli raf- skutlu þar sem hann tók þátt í mannlífinu í Eyjum. Sitja á kaffihúsi, spjalla við fólk og fylgjast með gaf honum mjög mikið. Í ófá skipti fékk maður heimsókn eða símtal og var dreginn á kaffihús í smá spjall. Jón Bergvinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.