Morgunblaðið - 29.05.2015, Page 34

Morgunblaðið - 29.05.2015, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 ✝ ErlingurHelgason fæddist á Ísafirði 24. maí 1931. Hann lést á lungnadeild Land- spítalans 19. maí 2015. Foreldrar Er- lings voru Helgi Þorbergsson, vél- smíðameistari á Ísafirði, f. 1895 í Otradal, Arnarfirði, d. 1964, og Sigríður Jónasdóttir hús- móðir, f. 1898 í Reykjarfirði í Arnarfirði, d. 1981. Systkini Erlings: Júlíus, f. 1921, d. 1983, Ása, f. 1923, d. 2002, Jóna, f. 1924, Jónas, f. 1926, d. 1998, Þórarinn, f. 1929, d. 1981, Sverrir, f. 1937. Árið 1954 kvæntist Erlingur Þórunni Beinteinsdóttur, f. 1932. Foreldrar hennar voru Árni Beinteinn Blöndal Bjarnason, útgerðarmaður í Hafnarfirði, f. á Siglufirði 1897, d. 1981, og kona hans Sigríður Flygenring Bjarna- son, f. í Hafnarfirði 1903, d. 1990. Börn Erlings og Þór- unnar eru: 1) Drengur, f. 1955, d. 1955, 2) Árni Bein- teinn, f. 1956. Kona hans var Auður Einarsdóttir og eiga þau sex börn. Þau skildu. Sambýliskona hans er Lilja Gissurardóttir. 3) Anna Sigríður, f. 1957. Eiginmaður hennar er Óskar Svavarsson og eiga þau þrjár dætur og tvö dótt- urbörn. 4) Björn, f. 1960. Eiginkona hans er Að- alheiður Gunn- arsdóttir og eiga þau tvö börn en áður átti hún son. 5) Gunnar Örn, f. 1971. Hann var kvænt- ur Ásgerði Guðmundsdóttur og eiga þau tvo syni. Þau skildu. Sambýliskona hans er Brynja Gunnarsdóttir. Erlingur lauk prófi úr Gagnfræðaskóla Ísafjarðar en fór síðan í Verslunarskóla Ís- lands og eftir útskrift þaðan, 1950, hóf hann störf hjá Eim- skipafélagi Íslands. Þar starf- aði hann í 15 ár en fékk tæp- lega árs leyfi til náms í London. Árið 1966 stofnaði Erlingur fyrirtækið Kraft hf. með umboð fyrir MAN- vörubifreiðir frá Þýskalandi. Þetta fyrirtæki byggði hann upp og rak til ársins 1996 þeg- ar Björn sonur hans tók við rekstrinum. Útför Erlings fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 29. maí 2015, kl. 15. Við andlát tengdaföður míns er fallinn frá yndislegur maður. Það voru mín gæfuspor þegar ég kynnist tengdaforeldrum mínum, þeim Erlingi og Þórunni, þegar við Bjössi fórum að vera saman fyrir tæpum 30 árum. Mér var tekið opnum örmum frá fyrsta degi. Ég minnist svo óteljandi gleðistunda með þeim, á Lindar- flötinni, í sumarbústaðnum, á Strandveginum, í MAN-ferðum erlendis, í veiðiferðum í Norðurá og Laxá í Aðaldal. Alltaf voru Er- lingur og Þórunn höfðingjar heim að sækja og eins var svo gaman að fá hann og tengdamömmu á okkar heimili, alltaf svo mikil gleði og hlátur. Það var alltaf gaman að spjalla við Erling, hann var uppfullur af fróðleik og átti svar við flestu. Hann hafði unun af að fá okkur stórfjölskylduna í heimsókn, stjana við okkur og ekki vantaði nú kræsingarnar sem bornar voru fram öllum stundum. Börnin okkar Bjössa dýrkuðu afa sinn, enda var hann þeim alltaf afskaplega góður. Fyrir þetta allt er ég afskaplega þakklát, minnist svo glæsilegs manns, hann var svo flottur karl. Ég kveð tengdapabba með sökn- uði og þakklæti. Þín tengdadótt- ir, Heiða. Mig langar að minnast tengda- föður míns með nokkrum orðum. Hann lést 19. maí sl. eftir fremur stutt veikindi. Kynni okk- ar hafa varað yfir 30 ár. Þegar ég hitti Erling fyrst var hann orðinn of seinn í veiðiferð og var því fátt um kveðjur í það skipti en það átti sannarlega eftir að breytast. Minningarnar hrannast upp og af nógu er að taka. Dugnaðar- forkur kemur fyrst upp í hugann þegar hugsað er til Erlings hvort sem það var rekstur fyrirtækis- ins, garðyrkja, veiðiskapur eða annað. Hann var óvenju laghent- ur, virtist geta gert við allt sem bilaði. Matargerð var eitt af hans áhugamálum. Allt þetta lék í höndum hans. Hann gat verið svolítið hvassyrtur ef honum mis- líkaði eitthvað og þoldi illa slugs og hangs og lét þá viðeigandi at- hugasemdir frá sér fara. En und- ir niðri var hann ein sú mesta gæðasál sem ég hef kynnst. Gaman er að minnast allra okkar ferða saman, innanlands sem utan, auk óteljandi ferða í Kiðagil, sumarbústaðinn á Laug- arvatni. Það var hans líf og yndi seinni árin að vinna við gróður- húsið, sem hann hafði komið sér upp þar. Minnisstætt er þegar við fór- um saman út í Hellisey til lunda- veiða. Ekki vantaði veiðiáhugann og var Erlingur fljótur upp í lundabyggð með háf að vopni. En þegar hann kom upp í kofa eftir dágóða stund með engan fugl brosti hann til okkar veiðifélag- anna og sagði að lundarnir væru ekki í tökustuði í dag. Vakti orða- tiltækið mikla kátínu. Ekki dvín- aði gleðin þegar Erlingur reiddi fram dýrindis veislumáltíð í lok veiðidags. Erlingur taldi það sitt gæfu- spor þegar hann kvæntist yndis- legri tengdamóður minni, Þór- unni Beinteinsdóttur. Þau hjón höfðu sameiginlegan áhuga á tón- list, útiveru, skíðaferðum og golfi, ferðuðust um víða veröld og áttu saman hamingjurík 60 ár. Ég er óendanlega þakklátur fyrir kynni mín af Erlingi og lær- dómsríka samveru í rúmlega 30 ár. Elsku Þórunn mín, missir þinn og okkar allra er mikill. Góður drengur er fallinn frá. Óskar Svavarsson. Elsku afi. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur og er í raun ekki búin að átta mig á því. Ég kvíði því að vakna einn daginn og átta mig á að ég muni aldrei sjá þig aftur því þá verður söknuðurinn mikill. Elsku afi, við eigum svo margar yndislegar minningar og þegar ég hugsa um þig sé ég þig fyrir mér svo hressan og glaðan, að spyrja mig hvað ég sé að gera í lífinu þessa stundina. Það eru all- ar þessar góðu minningar sem ég mun reyna að ylja mér við og deyfa söknuðinn þegar ég hugsa um þig. Elsku afi, þú hugsaðir um ömmu í rúm 60 ár og ég lofa að ég mun gera mitt besta til að hugsa vel um hana, halda henni upptek- inni og gleðjast yfir minningum um þig. Afi minn, það mun eng- inn fylla þitt skarð, ég mun alltaf sakna þín og alltaf elska þig. Hvíldu í friði, afi minn. Þín afastelpa, Andrea. Elsku afi. Ég á erfitt með að sætta mig við að þú sért farinn, en á sama tíma er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig fyrir afa öll þessi ár. Þú varst frábær afi, vin- ur og fyrirmynd. Takk fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við átt- um saman. Afi var mikill stuðbolti og hrókur alls fagnaðar fram á síð- ustu stundu. Það var heiður og mikil skemmtun að fá sér einn kaldan með afa, hlusta á sögurn- ar hans og ræða málin. Alveg frá því ég var smákrakki fannst mér alltaf æðislegt að heimsækja ömmu og afa og hlakkaði ég ætíð til næstu heim- sóknar. Það breyttist ekkert eftir að ég fullorðnaðist. Við afi brölluðum margt skemmtilegt á síðustu árum. Við keyrðum um Vestfirði, m.a. í Dýrafjörð, þar sem hann var í sveit í gamla daga og til Ísafjarð- ar þar sem hann ólst upp. Hann sýndi ætíð sveitinni og öllu sem ég tók mér fyrir hendur mikinn áhuga. Við afi vorum báðir miklir mat- gæðingar. Í gegnum tíðina var mér oft boðið í veislur og mat- arboð heim til afa og ömmu og jafnan í frábæran mat, enda var afi meistarakokkur. Það er m.a. afa að þakka að ég hef síðustu ár lagt mikla áherslu á matargerð og ætíð var einstaklega gaman þegar afi hrósaði matnum okkar Kristínar í hástert. Vonandi var hann stoltur af okkur. Það er ekki langt síðan við vor- um saman uppi í bústað að moka mold og sandi og keyra drekk- hlaðnar hjólbörur – og afi gaf ekkert eftir, enda ætíð vinnusam- ur og duglegur. Við reistum sam- an gróðurhúsið uppi í bústað en þar hafði afi alltaf gaman af því að gróðursetja ýmislegt og fylgd- ist fram á síðasta dag með upp- skerunni. Afi átti mikinn þátt í því að kveikja hjá mér skotveiði- og skotfimiáhuga en í seinni tíð fór- um við reglulega í skotkeppni. Þvílík forréttindi að fá að njóta samveru og leiðsagnar þessa ein- staka manns. Það var alltaf yndislegt að njóta samverunnar með ömmu og afa á Spáni hvort sem við tókum golfhring, göngutúr á ströndinni, slökuðum á úti á svölum eða grill- uðum steik. Afi var alltaf hress. Fyrir tæpu ári fékk ég mér húðflúr með andlitsmynd af afa í víkingabúningi. Ég mun stoltur bera húðflúrið til æviloka, til heiðurs afa og nú til minningar um þennan frábæra mann sem var ætíð traustur klettur í mínu lífi. Afi og amma voru glæsileg fyr- irmyndarhjón og í fyrrasumar fögnuðu þeirra nánustu með þeim 60 ára brúðkaupsafmæli. Elsku afi, minningu þinni verður haldið á lofti um ókomin ár. Einar Beinteinn Árnason. Móðurbróðir minn, hann Er- lingur, var sterkur persónuleiki, hann var vel giftur, á góð börn, barnabörn og tengdabörn. Hvers meira getur maður óskað sér í líf- inu? Ég er næstum viss um að hann upplifði sig sem mikinn gæfu- mann og aldrei efaðist ég um að honum liði ekki vel. Dáðist alltaf að því hvað hann virkaði hress eftir gleðskap sem kom öðru hvoru fyrir. Og ekki hægt að sjá á honum nein þreytu- merki er hann mætti nýjum degi, vatnsgreiddur eins og honum einum var lagið. Ég hef alltaf ver- ið stolt af honum frænda mínum þó hann hafi sjálfsagt ekki verið fullkominn frekar en ég og fleiri. En við fjölskyldan á Akureyri áttum alltaf hann að, því eftir að faðir minn lést aðeins rúmlega fimmtugur að aldri þá reyndist hann móður minni, Ásu Helga, eins og hún var alltaf kölluð, sem besti bróðir. Þegar ég svo full- orðnaðist kom að því að ég og væntanlegt mannsefni mitt, hann Stefán Veturliðason, ákváðum að ganga í hjónaband. Þá var frændi fenginn til að vera svaramaður minn. Þetta hjónaband sem hann var þátttakandi í þann 3. ágúst 1974 stendur enn traustum fót- um. Svo hafa árin liðið og við höf- um hist við ýmis tækifæri. Minn- isstætt er mér er hann bauð okk- ur hjónum ásamt mömmu í heilmikla veislu, kynna átti nýja línu af Man-bílum. Ég hef aldrei fyrr né síðar farið í jafn fjöl- menna og flotta veislu. En Örninn eins og sumir nefndu hann kunni að gleðjast við ýmis tækifæri. Við Mjallargötufjölskyldan er- um um margt mjög lík, við höfum sterkar skoðanir, tölum frekar hátt og læðumst ekki með veggj- um. Makar okkar þurfa því að vera nokkuð sterkir persónuleik- ar til að þola allt þetta. Þórunn hafði allt það til að bera sem prýtt gat eina mann- eskju, góð, hafði mikla réttlætis- kennd, hláturmild og skemmtleg. Og hún hefur verið rósin í hnappagati frænda míns í gegn- um lífið. Kæri frændi minn, takk fyrir að hafa átt þig og þína að. Helga Kristjánsdóttir. Móðurbróðir okkar Erlingur Helgason gekk undir nafninu „Örninn“ meðal okkar systkin- anna. Örninn er konungur íslenskra fugla og við upplifðum Erling frænda jafn tignarlegan og kon- ung, jafnframt því að vera traust- an og góðan mann. Erlingur frændi kom oft við hjá foreldrum okkar í Helga- magrastræti á Akureyri þegar hann var að byrja að stunda sín viðskipti eða við veiðar í Laxá í Aðaldal. Örninn kunni öll trixin í bók- inni þegar kom að þeim „bus- iness“ að selja MAN-bílana og byggði hann upp fyrirtækið sitt Kraft ehf. þar sem gæði voru alla tíð höfð í fyrirrúmi. Það hefði ekki farið honum að selja annað en gæði því gæði voru honum í blóð borin og stór hluti af því sem sem hann sjálfur stóð fyrir. Heimsóknir hans í Helga- magrastrætið urðu því margar enda var honum umhugað um að viðhalda tengslunum við systur sína og hennar fjölskyldu fyrir norðan. Samband þeirra frú Ásu og Erlings var mjög náið, gagn- kvæm virðing ríkti á milli þeirra og reyndist hann mömmu og fjöl- skyldunni mjög vel eftir að faðir okkar lést á besta aldri. Mamma naut þess að eiga bróður sem sýndi það og sannaði að honum þótti vænt um hana og hennar fólk. Hún leit mikið upp til bróður síns og á milli þeirra Erlingur Helgason HINSTA KVEÐJA Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum) Tinna Ósk og öll hin afabörnin. Lokað verður í dag föstudaginn 29. maí frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar ERLINGS HELGASONAR. Kraftur hf. Vagnhöfða 1-3. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BÆRING GUNNAR JÓNSSON bakarameistari frá Sæbóli í Aðalvík, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 30. maí kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Staðarkirkju í Aðalvík. Reikningsnúmer er 0114-15-381858, kt. 480182-0149. . Hans Georg Bæringsson, Hildigunnur Lóa Högnadóttir, Elvar Bæringsson, Inga Lára Þórhallsdóttir, Guðrún Arnfinnsdóttir, Hildur Bæringsdóttir, Valgeir Guðmundsson, Jón Sigfús Bæringsson, Steinunn Ósk Indriðadóttir, Henry Júlíus Bæringsson, Jóna Benediktsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLHEIÐUR EINARSDÓTTIR, Gyðufelli 8, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 24. maí. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 13. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík eða önnur líknarsamtök njóta þess. . Kristján Þórarinsson, Hafdís Ósk Kristjánsdóttir, Eggert Friðriksson, Einar Kristjánsson, Anna María Ríkharðsdóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Markarvegi 15, Reykjavík, sem lést á Spáni 19. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. júní kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. . Ásgeir Hjörleifsson, Sigurður Þór Ásgeirsson, Fríða Kristín Gísladóttir, Hjörleifur Ásgeirsson, Maria Purificacion Luque, Kristinn Ingi Ásgeirsson, Linda Hrönn Einarsdóttir, Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir, Xavier Rodriguez, barnabörn og barnabarnabarn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR EGGERTSSON, fyrrverandi póstfulltrúi, Fornhaga 15, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 27. maí. . Halldór G. Pétursson, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, Eggert Pétursson, Hulda Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg kona mín og systir okkar, FRÍÐA ÓSKARSDÓTTIR, Írabakka 10, Reykjavík, lést þriðjudaginn 19. maí. Útför hennar fer fram frá Bústaðarkirkju mánudaginn 1. júní kl. 13. . Kolbrún Gunnarsdóttir, Karl Óskarsson, Kolbeinn Magnússon, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Esther Terrazas, Joe Terrazas, Óskar Óskarsson, May Margrét Zapanta, Erna Arnardóttir, Elsa Óskarsdóttir, Sæmundur Þór Jónsson, Hjörtur Jacobsen, Sylvía Marta Borgþórsdóttir, Helga Óskarsdóttir, Guðmundur Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.