Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 13
FRÉTTIR 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 13 Milljarðurinn sem eignarhaldsfé- lag Pálma Haraldssonar, Fons, lagði inn á tékkareikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fjárfestis sem lán þann 18. júlí 2008 var afskrifaður í bókhaldi Fons tæpum sjö mánuð- um síðar, í febrúar 2009. Lánið var afskrifað þrátt fyrir að þrjú ár væru þar til það var á gjalddaga. Þetta kemur fram í stefnu þrotabús Fons gegn Jóni Ásgeiri sem þingfest var á fimmtudaginn. Þrotabúið vill láta rifta millifærslunni. Um var að ræða tvær millifærsl- ur inn á reikning Jóns Ásgeirs, aðra upp á 100 milljónir króna og hina upp á 900 milljónir. Á kvittunum fyrir millifærslunum kemur fram að fjármunirnir séu millifærðir „samkvæmt beiðni“, að því er segir í skýrslunni. Skiptastjóri Fons, Óskar Sigurðs- son, telur að millifærslan á millj- arðinum hafi verið gjöf en ekki lán til Jóns Ásgeirs og vill hann að fjár- festirinn greiði peningana til baka. Lán til málamynda Í stefnu þrotabúsins gegn Jóni Ás- geiri kemur fram að við skýrslutök- ur skiptastjóra yfir Pálma hafi hann borið því við að milljarðurinn sem lagður var inn á reikning Jóns Ás- geirs hafi verið lán til félags í hans eigu sem heitir Þú Blásól ehf. Fé- lag Jóns Ásgeirs átti því, samkvæmt þessu, að hafa tekið við peningum frá Fons fyrir hönd Þín Blásólar ehf. Lánið átti Þú Blásól að nota til að greiða fyrir hlut félagsins í enska Formúlu 1 liðinu Williams. Samn- ingur var gerður þess efnis á milli Fons og Þín Blásólar ehf. þann 31. júlí, tæpum tveimur vikum eftir að Fons hafði lagt peninga inn á per- sónulegan reikning Jóns Ásgeirs. Skilningur skiptastjóra Fons er hins vegar sá að ekkert í bókhaldi Fons bendi til að félag Pálma hafi greitt milljarðinn til Þín Blásólar en hins vegar liggi fyrir Jón Ásgeir hafi fengið peninginn greiddan til sín persónulega. Niðurstaða þrotabús- ins er sú að ekkert í gögnum búsins sé til marks um samningssamband á milli Fons og Þín Blásólar sem réttlætt geti greiðsluna. „Skjölin við Þú Blásól virðast því hafa verið gerð til málamynda,“ segir í stefnunni og er þar átt við að millifærslan hafi verið dulbúin sem lán til að réttlæta að Fons greiddi milljarðinn til Jóns Ásgeirs. Aðrar ástæður hljóti því að vera fyrir millifærslunni en þær sem gefnar voru upp í samkomu- laginu á milli Fons og Þín Blásólar. Lánið var svo afskrifað sjö mán- uðum síðar, eins og áður segir. Orð- rétt segir um afskrift lánsins í stefn- unni: „Í viðskiptamannabókhaldi þrotabúsins er Þú Blásól ehf. til- greint sem skuldari og samkvæmt hreyfingarlista er skuldabréfið fært þann 18. júlí 2008 en krafan síð- an afskrifuð þann 12. febrúar 2009 tæpum sjö mánuðum síðar, þrátt fyrir að þá væru enn rúm tvö ár í gjalddaga skuldarinnar.“ Vilja riftun Í stefnunni kemur fram að þrotabú Fons vilji rifta millifærslunni á þeim forsendum að um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafan um riftun er meðal ann- ars byggð á því að greiðslan hafi ver- ið Jóni Ásgeiri til hagsbóta á kostn- að kröfuhafa Fons. Til stuðnings þeirri staðhæfingu er minnst á þau rök að mikil og náin tengsl hafi ver- ið á milli Jóns Ásgeirs og Fons, að greiðslurnar séu gríðarlega háar, að enginn samningur hafi verið gerð- ur á milli Fons og Jóns Ásgeirs, að ekkert fylgiskjal um viðskiptin hafi fundist í bókhaldi Fons og samn- ingarnir vegna „meintra“ viðskipta Fons og félags Jóns Ásgeirs virðast hafa verið til málamynda. Jón Ásgeir hefur enn ekki svar- að bréfi sem skiptastjóri Fons sendi honum þar sem fram kom að rifta ætti millifærslunni og að hann ætti að greiða hana til baka. Í stefnunni segir: „Stefndi hefur ekki orðið við kröfum skiptastjóra og er þessi mál- sókn því nauðsynleg.“ Sjónarmið Jóns Ásgeirs í málinu eru því ekki kunn að svo stöddu. DV náði ekki í Jón Ásgeir á fimmtudag til að ræða við hann um málið. Sigurður G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður gætir hagsmuna Jóns Ásgeirs í málinu. AFSKRIFAÐI MILLJARÐS LÁN TIL JÓNS ÁSGEIRS Skiptastjóri Fons telur að lánasamningur um milljarð króna milli Fons og félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar árið 2008 hafi verið málamyndagerningur. Talið er að milljarðurinn hafi runnið beint til Jóns Ásgeirs. Lánið var afskrifað skömmu eftir millifærsluna. Jón Ásgeir hefur ekki svarað þrotabúi Fons um millifærsluna. LÉT FONS BORGA BRÚSANN voru færslur sérstaklega merktar stefnda Pálma meðal annars vegna farseðla, veitinga, gistinótta á hót- elum, knattspyrnuleikja erlendis og fleira.“ Um er að ræða útgjöld hans á árinu 2008. Í stefnunni er tilgreint nákvæm- lega í hvað Pálmi eyddi þessum níu milljónum. Þar er meðal annars að finna 500 þúsund króna greiðslu vegna leigu á þyrlu, margar greiðsl- ur til hótela upp á fleiri hundr- uð þúsund krónur – hæsti reikn- ingurinn er tæplega 500 þúsund frá Gramercy Park-lúxushótelinu í New York – og fjölmargar himinhá- ar greiðslur til veitingahúsa. Hæsta greiðslan í yfirlitinu er til Sarl Le Bistrot en hún hljóðar upp á samtals rúmlega 2,7 milljón- ir króna. Ekki er vitað hvað Sarl le Bistrot en orðið bistrot þýðir veit- ingahús á frönsku. Sarl er hins veg- ar skammstöfun á eignarhaldsfélag í frönskumælandi löndum, líkt og ehf. á Íslandi, og er því líklegra að um sé að ræða einhvers konar við- skipti tengd eignarhaldsfélagi frek- ar en greiðslu vegna matarkaupa á veitingahúsi. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Pálmi lét því Fons borga eignarhaldsfélagi sem hann átti sjálfur leigu fyrir íbúð sem hann átti sjálfur. n Hluti af samkomulaginu á milli Fons og Þín Blásólar ehf. sem reifað er í stefnunni: „Hinn 18. júlí sl. greiddi Fons til Blásólar kr. 1.000.000.000 og var gefið út skuldabréf í tengslum við greiðsluna. Nú hafa aðilar komið sér saman um að fjárhæðin verði notuð til greiðslu Blásólar á hluta af enska Formúlu kappakst- ursliðinu, Williams, en Blásól hefur unnið að kaupum á liðinu. Forsvarsmaður Blásólar fær einnig heimild til að nota fjármunina til staðfestingar í öðrum viðskiptatækifærum, sem hann skal þó upplýsa Fons um áður en ákvörðun er tekin.“ n Orðrétt um afskriftina á láninu: „Í viðskiptamannabókhaldi þrotabúsins er Þú Blásól ehf. tilgreint sem skuldari og samkvæmt hreyfingarlista er skuldabréfið fært þann 18. júlí 2008 en krafan síðan afskrifuð þann 12. febrúar 2009 tæpum sjö mánuðum síðar, þrátt fyrir að þá væru enn rúm tvö ár í gjalddaga skuldarinnar.“ Samkomulagið um lánið Skjölin við Þú Blásól ehf. virð- ast því hafa verið gerð til málamynda. Lánið afskrifað Lánið til Jóns Ásgeirs upp á milljarð var afskrifað nokkrum mánuðum eftir að það var veitt. Þetta er talið renna stoðum undir að milli- færslan til hans hafi ekki verið lán. Pálmi Haraldsson var eigandi Fons. Frá Pálma til Pálma Pálmi Haraldsson lét Fons borga leigu fyrir íbúð sem hann átti sjálfur í gegnum félag á Tortóla. Honum hefur verið stefnt til að greiða leiguna til baka inn í þrotabú Fons.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.