Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 26
HORFÐU Á MIG Í KILJU Glæpasagan Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur er komin út í kilju hjá bókaforlaginu Veröld en sagan var ein mest selda skáldsaga síð- astliðins árs. Í henni eru sagð- ar þrjár ólíkar sögur sem flétt- ast saman á ein- stakan hátt og fá hárin til að rísa. Horfðu á mig er með bestu bókum Yrsu, að mati lesenda. UM HELGINA FJÖLSKYLDUSMIÐJA Á KJARVALSSTÖÐUM Næstkomandi sunnudag býðst börnum og fullorðnum að skoða vatnslitasýninguna Blæbrigði vatnsins á Kjarvalsstöðum. Þá verður einnig haldin Fjölskyldusmiðja þar sem fólk getur búið til sitt eigið vatns- litaverk. Klara Þórhallsdóttir, kennari og myndlistarmaður, er umsjónar- maður smiðjunnar og verður einnig með leiðsögn þar sem hún segir frá ólíkum aðferðum við vatnslitamálun. Smiðjan hefst klukkan 14.00 og eru allir velkomnir. ÍSLENSK KVIK- MYNDAVERK Um helgina verður í Listasafni Íslands sýningin Íslensk kvik- myndaverk 2007 - 2009. Á sýn- ingunni verða brot úr um 150 kvikmyndaverkum sem fram- leidd hafa verið hér á síðustu þremur árum; kvikmyndum, heimildamyndum, stuttmynd- um og sjónvarpsþáttum. Hug- myndin er að sýna íslenska kvikmyndaframleiðslu. Í hvað fara þeir fjármunir sem varið er til kvikmynda og hvað fær almenningur fyrir peningana sína. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og aðgangur er ókeypis. 26 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FÓKUS Græna landið var frumsýnt í sænskri þýðingu í Finnlandi: NORRÆNN HRÆRIGRAUTUR LISTAMENN Í NOREGI Sendiherra Íslands í Noregi, dr. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir, opnaði sýninguna I Vesterveg í Bergen. Sýningin er afrakstur sam- vinnu listamanna frá Íslandi, Fær- eyjum, Hjaltlandseyjum og Noregi og er verkefnið styrkt af norræn- um sjóðum. Fram yfir aldamótin 1300 var vesturhafssvæðið samfellt menningarsvæði, hafið var sam- göngluleiðin og Bergen miðstöð verslunar. Sameiginlegs menn- ingararfs gætir enn í tungu, siðum og efnismenningu íbúanna og á þeim arfi byggja listamennirnir sjö verk sín. Sýningin mun ferðast til allra þátttökulandanna, auk Dan- merkur, og mun koma til Íslands í febrúar á næsta ári. Leikritið Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson var frumsýnt í sænskri þýðingu í Vasa í Finnlandi. Sýningin var afar íslensk þar eð ekki einungis höfundurinn var ís- lenskur heldur einnig leikstjórinn Stefán Sturla Sigurjónsson, leik- myndasmiðurinn Vignir Jóhanns- son, þýðandinn Elín Petersdóttir og síðast en ekki síst aðalleikarinn Borgar Garðars. Leikritið hlaut afar góðar við- tökur áhorfenda, enda textinn al- þjóðlegur. Í Vasablaðinu birtust fínir dómar um leiksýninguna, sem mun fara víða um hin sænskumæl- andi svæði í Finnlandi og líklega einnig til Svíþjóðar. Leikritið verð- ur sýnt í Wasa Teater fram á vor. Umrædd leiksýning varð að veruleika vegna þeirra öflugu menningartengsla sem mynduðust milli Íslands og Finnlands á um- fangsmikilli og vel heppnaðri ís- lenskri menningarhátíð í Vasa fyrir tæpu ári síðan. Sinfóníuhljómsveit Vasaborgar mun meðal annars sækja Listahátið í Reykjavík heim í maí og leika með tónlistarhópnum Caput á tónleikum. Sendiherra Íslands í Finnlandi, Elín Flygenring, hélt í tilefni af leik- sýningunni fjölmenna móttöku þar sem tækifæri gafst til að efla tengsl íslenskra og finnskra fagaðila og áhugafólks um leikhús og menn- ingu. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í mörg herrans ár og ég man eftir því að verklagið var oft þannig að sýning- ar urðu tilbúnar á elleftu stundu. Það fannst mér til óþurftar. Frumsýning fyrir mér er ekkert sérstaklega ánægju- legt fyrirbæri. Þetta er eitthvað sem maður þarf að ganga í gegnum og svo tekur sýningin að vaxa og dafna – það er eðlilega töluvert álag sem fylg- ir þessu en ég sem leikstjóri hef reynt að haga málum þannig að verkið sé til- búnið viku fyrir frumsýningu. Það hef- ur oftast nær tekist. Þannig vil ég hafa það,“ segir Stefán Jónsson leikstjóri en hann er að setja á fjalir Kassans, verkið Hænuungar eftir Braga Ólafsson. Undirbúningur hefur gengið vel – eiginlega vonum framar. „Ég er með mjög gott fólk í kringum mig og það skiptir miklu máli, ekki bara í leikhús- inu heldur í lífinu öllu,“ segir Stefán en hann sameinast á ný þeim Braga og Eggerti Þorleifssyni frá því þeir slógu í gegn með verkinu Belgíska Kongó sem sýnt var við miklar vinsældir á árum áður. „Við þekktumst allir fyrir það verk en þarna var eitthvað mjög nær- andi. Það var gaman hjá okkur og við töluðum um það að það væri gaman að henda í annað verk. Það hefur ým- islegt verið til skoðunar en Hænuung- arnir eru niðurstaðan.“ Tinna datt inn Eggert Þorleifsson er miðpunktur verksins en Stefán segir að það megi alveg velta því fyrir sér hver sé hinn raunverulegi aðalleikari. „Höfundur- inn var að velta fyrir sér hver það væri á síðustu æfingu og það var prestur hér á forsýningu sem sagði að hann hefði upplifað sjálfan sig sem aðalleikarann. Það er gleðilegt ef manni tekst að ná þannig til áhorfanda að hann dragist inn í spegilinn á þennan hátt.“ Hér verður Stefán að gera smá hlé á viðtalinu þar sem þjóðleikhússtjór- inn sjálfur, Tinna Gunnlaugsdótt- ir, labbar inn og spyr frétta. „Hvernig gekk?“ Stefán svarar að allt hafi geng- ið vel, verkið hafi verið forsýnt fyrir hóp menntskælinga sem skemmtu sér konunglega. „Þetta virðist hafa breiða skírskotun. Það er eitthvað í þessu,“ segir Stefán greinilega ánægður með hvernig hlutirnir hafa þróast. Vill vera í Kassanum Verkið er sýnt í Kassanum, litla sviði Þjóðleikhússins, og segir Stef- án að Kassinn henti þessari sýn- ingu vel. Hann kunni líka á marg- an hátt betur við sig þar en á stóra sviðinu. „Það er gott að vinna hér í Kassanum, stóra sviðið er meiri verksmiðja - meiri atgangur. Hér líður manni meira eins og í sjálf- stæðum leikhópi, við erum svolítið út af fyrir okkur. Hópurinn hefur átt mjög góðar stundir hérna, við höf- um kannað heim verksins, persón- ur þess og víddir. Ferlið hefur verið gefandi og engin dramatík. Meðgangan hefur verið eðlileg og engin grindargliðnun. Það þarf vonandi ekkert að deyfa í fæðing- unni. Reynslan af forsýningunum segir okkur að áhorfendur virðast tengja vel við ísmeygilegan húmor „FRUMSÝNING EKKERT SÉRSTAKLEGA Stefán Jónsson leikstýrir Hænuungunum sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í Kassanum nú um helgina. Verkið er eftir Braga Ólafsson, fyrrverandi bassaleikara Sykurmolanna. Stefán endurnýjar hér kynnin sín við þá Braga og Eggert Þorleifs- son frá því þeir slógu í gegn í Belgíska Kongó. Stefán segir að meðganga verksins hafa gengið vonum framar og vonar auðvitað að fæðingin verði sársaukalaus. ÁNÆGJULEGT FYRIRBÆRI“ Líður vel í Kassanum Stefáni líður vel í Kassanum. „Hér líður manni eins og í sjálfstæðum leikhóp.“ MYNDIR KRISTINN MAGNÚSSON Tvær stjórstjörnur Ólafur Haukur og Hrafn Gunnlaugsson á góðri stundu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.