Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 40
F Ö S T U DAG U R 26 . FEB R ÚAR 201040 Borðtennisborð www.billiard.is Suðurlandsbraut 10. 2. hæð Reykjavík Sími 568 3920 & 897 1715 Poolborð Það fylgir því alltaf mikil tilhlökkun að fermast og eru þessir unglingar úr 8-T í Rimaskóla í Grafarvogi engin undantekn- ing á því. DV spurði þau nokkurra spurn- inga um ferminguna, kreppuna og Icesave. Fartölvur og iPod á óskalistanum HLYNUR ÖRN GESTSSON Hvað langar þig í í fermingar- gjöf? „Bara utanlandsferð eða eitt- hvað.“ Ef þú færð peninga í fermingar- gjöf, hvað ætlarðu að gera við þá? „Kannski kaupi ég mér eitthvað og set svo restina inn á bankabók.“ Gerir þú eitthvað fyrir sjálfan þig fyrir fermingu? „Já, ég keypti fín fermingarföt og svo fer ég í klippingu.“ Er einhver sérstök fermingar- tíska í ár? „Það er bara misjafnt eftir því hvað fólk vill.“ Hvers vegna kom kreppan? „Bara út af þessum útrásarvíkingum og alþingisdótinu þarna.“ Hvað er Icesave? „Eitthvert rugl í Bretlandi.“ Veistu hver er forsætisráðherra? „Hún þarna í Samfylkingunni, Jóhanna eitthvað, man ekki meira.“ KATRÍN BIRNA JÓHANNESDÓTTIR Hvað langar þig í í fermingar- gjöf? „Sæng og úr, og kannski iPod.“ Ef þú færð peninga í fermingar- gjöf, hvað ætlarðu að gera við þá? „Kaupi mér örugglega iPod.“ Gerir þú eitthvað fyrir sjálfan þig fyrir fermingu? „Ég er búin að kaupa fötin og svo fer ég bara í greiðslu.“ Er einhver sérstök fermingar- tíska í ár? „Ég held að það sé svona svart og hvítt en ég fylgi henni alla- vega ekki.“ Hvers vegna kom kreppan? „Af því að sumir stálu aðeins of miklum peningum frá bönkunum.“ Hvað er Icesave? „Það er banki í Bretlandi eða eitthvað.“ Veistu hver er forsætisráðherra? „Jóhanna Sigurðardóttir.“ ARNA STEINUNN JÓNASDÓTTIR Hvað langar þig í í fermingar- gjöf? „Mig langar í ferð til útlanda.“ Ef þú færð peninga í fermingar- gjöf, hvað ætlarðu að gera við þá? „Taka kannski smá til að fara í bíó eða eitthvað og svo leggja þá svo inn í banka.“ Gerir þú eitthvað fyrir sjálfan þig fyrir fermingu? „Ég fer í klippingu og er búin að kaupa kjól. Annars ekk- ert meira.“ Er einhver sérstök fermingar- tíska í ár? „Ég veit ekki neitt um strákafötin en mér finnst kjólarnir vera með mikið af blúndum.“ Hvers vegna kom kreppan? „Út af því að það voru einhverjir að eyða peningum sem voru ekki til.“ Hvað er Icesave? „Það er banka- dót.“ Veistu hver er forsætisráðherra? „Jóhanna, held ég.“ DANÍEL MÁR AÐALSTEINSSON Hvað langar þig í í fermingar- gjöf? „Fartölvu og iPod Touch.“ Ef þú færð peninga í fermingar- gjöf, hvað ætlarðu að gera við þá? „Ef ég fæ ekki tölvu eða iPod Touch mun ég kaupa annað hvort.“ Gerir þú eitthvað fyrir sjálfan þig fyrir fermingu? „Já, frænka mín ætlar að setja strípur í mig og svo kaupi ég föt.“ Er einhver sérstök fermingar- tíska í ár? „Nei, jakkaföt og vesti bara.“ Hvers vegna kom kreppan? „Út af því að bankarnir hrundu.“ Hvað er Icesave? „Það eru ein- hverjir samningar.“ Veistu hver er forsætisráð- herra? „Jóhanna Sigurðardóttir.“ BIRNA HEIÐARSDÓTTIR Hvað langar þig í í fermingar- gjöf? „Fartölvu.“ Ef þú færð peninga í fermingar- gjöf, hvað ætlarðu að gera við þá? „Fara með mömmu og pabba til útlanda.“ Gerir þú eitthvað fyrir sjálfan þig fyrir fermingu? „Fer í klipp- ingu og litun.“ Er einhver sérstök fermingar- tíska í ár? „Nei, held ekki.“ Hvers vegna kom kreppan? „Þessir bankamenn rústuðu þessu.“ Hvað er Icesave? „Það er eitthvert bankadót í útlöndum.“ Veistu hver er forsætisráðherra? „Jóhanna Sigurðardóttir.“ SIGURÐUR ERIK HAFLIÐASON Hvað langar þig í í fermingar- gjöf? „Fartölvu og Playstation 3.“ Ef þú færð peninga í fermingar- gjöf, hvað ætlarðu að gera við þá? „Ef ég fæ ekki fartölvu kaupi ég mér hana örugglega. Eyði kannski smá pening og legg svo inn á banka.“ Gerir þú eitthvað fyrir sjálf- an þig fyrir fermingu? „Ég fer í klippingu og kaupi föt.“ Er einhver sérstök fermingar- tíska í ár? „Bara flott jakkaföt og flott slaufa eða bindi og skyrta.“ Hvers vegna kom kreppan? „Útrásarvíkingarnir settu bara bankana á hausinn eða eitthvað þannig.“ Hvað er Icesave? „Það er eitt- hvert breskt fyrirtæki sem Björ- gólfur Thor og Landsbankinn voru með og skuldar fullt.“ Veistu hver er forsætisráð- herra? „Jóhanna eitthvað. Ég man ekki fullt nafn.“ M Y N D IR S IG TR Y G G U R A R I asdisbjorg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.