Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 49
minnist úr starfi sínu og þótti ansi
öflugur í að ná í vini sína.
Svo kemur að því að skólarnir fyll-
ast og ekki er hægt að taka við fleir-
um. „Við erum með of mörg börn
núna inni á heimilum okkar miðað
við stuðningsaðila einfaldlega af því
að við höfum ekki getað gengið fram
hjá þeim. Það er auðvelt fyrir okkur
að setja reglur um að taka ekki fleiri
börn inn en þegar þau koma að dyr-
unum hjá þér og þú veist að það er
smá skot þarna inni, þá er erfitt að
neita,“ segir Guðrún. „Við erum með
fjölmörg börn sem vantar stuðning
af því að við höfum ekki verið nógu
hörð við að segja nei,“ segir Guðrún.
„Dyrnar hafa verið opnar í hálfa gátt.“
Tekur á tilfinningarnar
Það er óhjákvæmilegt í svona hug-
sjónastarfi að upplifa erfiðar tilfinn-
ingar, viðurkennir Guðrún. „Maður
kemur á einn stað og sér þarfirnar og
það er ekki hægt að snúa sér að öðru
án þess að mæta þeim. Svo veit mað-
ur að það eru þarfir í öllum hinum
löndunum líka. Að lokum fer maður
svo heim til Íslands í allsnægtirnar,“
segir Guðrún. „Það er mjög erfitt að
ganga fram hjá þessum börnum og
geta ekki hjálpað þeim. Nema nokkr-
um. Börn geta verið í svo skelfilegri
stöðu. Í starfi okkar í Kenía höfum við
barist rosalega í bökkum og þar eru
til dæmis götubörn sem eiga engan
að. Þau hafa verið misnotuð, þeim
nauðgað og eru bara í hræðilegri
stöðu. Þar halda þau bara áfram að
vera berskjölduð á götunum, svöng
og skítug. Nema við gerum eitthvað,“
segir hún. „Það ætti ekkert barn að
þurfa að vera á götunni. Hvers konar
heimur er þetta og af hverju ekki að
tryggja öllum börnunum heimili?“
segir hún og er alveg ljóst að hún lifir
sig mikið inn í starf sitt.
Fjárhagsvandi í kjölfar hruns
Guðrún segir að alltaf hafi verið
reynt að mæta þeim verkefnum sem
berast. Nú sé hins vegar róðurinn
erfiðari en oft áður. Falli krónunnar
er þar um að kenna.
„Það sem við höfðum dugir varla
lengur. Nú erum við einungis með
helminginn af því sem var áður í
erlendum gjaldeyri. Fjárhagsvand-
inn felst líka í því að of mörg börn
eru inni á heimilunum því að það
eru ekki enn komnir stuðningsaðil-
ar fyrir öll börnin. Það er aðalvand-
inn okkar að fá fleiri stuðningsaðila.
Þannig að núna höfum við of lítinn
pening og erum að berjast fyrir því
að geta hugsað almennilega um öll
þessi börn,“ segir Guðrún og bæt-
ir við að þá þurfi að grípa til sparn-
aðaraðgerða. „Við þurfum að spyrja
okkur sjálf hvar eigi að skera niður.
Eigum við að taka hádegismatinn af
eða hvað?“ spyr hún. Á sumum stöð-
um borða dagskólabörnin bara einu
sinni á dag, skólamáltíðina í ABC-
skólanum, og það er ekki auðveld-
asta starf í heimi að ákveða að taka
máltíðina af þeim.
„Það er mjög auðvelt að gerast
stuðningsaðili en inni á vefsíðunni
okkar, abc.is, eru myndir af börnum
sem vantar stuðning. Þar er hægt að
skrá sig fyrir barni,“ segir hún.
Sjálfboðastarf í 22 ár
Guðrún Margrét er menntaður
hjúkrun arfræðingur og fjögurra
barna móðir. Hún hefur unnið sjálf-
boðavinnu síðan barnahjálpin var
stofnuð, eða í 22 ár.
Það eru ekki allir sem eru tilbún-
ir að helga líf sitt svona starfi. „Ég
fæ ánægju og náttúrulega lífsfyll-
ingu út úr því að gera eitthvað sem
skiptir máli,“ segir hún um hugsjón
sína. „Þetta er bara mjög mikilvægt
starf sem er þess virði að verja lífinu
í. Þetta er oft erfitt, þessu fylgir mik-
il vinna og á árum áður þegar börn-
in mín voru lítil átti ég erfitt með að
komast frá. Var samt að vinna enda-
laust, dag og nótt, við að reyna að
láta starfið ganga. Maður var ekki á
launum og oft enginn að klappa á
bakið á manni. Svo þegar ég fór utan
og sá allt saman sannfærðist ég um
að þetta væri þess virði,“ segir hún
og líkir þeirri stundu við uppskeru-
hátíð.
„Til dæmis þegar ég fór til Úganda
eitt skiptið og sá barnahafið í skóla-
búningum, öll svo fín og sæt. Þá rann
upp fyrir mér að ég hafði átt hlut í að
breyta lífi þessara barna. Það var al-
veg sérstök tilfinning. Mjög sérstök
tilfinning,“ segir hún stolt.
Öll börnin dáin
„Börnin sem fá þetta tækifæri í lífinu
búa að því alla ævi. Að fá húsnæði,
menntun, læknisaðstoð ásamt um-
önnun og kærleika. Það skiptir sköp-
um að geta orðið nýtur þjóðfélags-
þegn og þetta er bara spurning um
til dæmis hvort einn götustrákur fái
að mennta sig og verða eitthvað eða
hvort hann verður bara áfram á göt-
unni,“ segir hún.
Það eru ekki bara börnin sem
eru þakklát fyrir þetta tækifæri held-
ur líka aðstandendur. „Ég man eft-
ir einu dæmi í Úganda en þar kom
ég inn á heimili ömmu einnar. Öll
börnin hennar voru dáin úr alnæmi
og mörg barnabarna hennar voru
í ABC-skólanum. Bara það að þau
voru þar og fengu að borða létti svo
mikið á henni. Ef við hefðum ekki
verið þarna væri þetta vonlaus staða
fyrir hana,“ segir Guðrún. Konan var
gríðarlega þakklát.
Það er líka vegna svona aðstæðna
að erfitt er að þurfa að skera niður
vegna fjárhagsvandans nefnir Guð-
rún. „Barn sem komið er í góð mál
getur lent í því að vera kippt út úr
skólanum til að fara að vinna fyrir
fjölskyldunni ef skólamáltíðin er tek-
in af. Þannig að þetta er margslung-
ið,“ segir hún um starfið sem ekki
snýst bara um að byggja og betrum-
bæta.
Íslendingar að vakna
„Ég held að Íslendingar séu að vakna
og séu miklu tilbúnari til að hjálpa en
áður,“ segir hún aðspurð hvort hún
telji íslensku þjóðina hugsjónafólk.
„Líka eftir hrunið. Þó að aðstæður
fólks séu verri en áður er það samt
viljugt að hjálpa. Það virðist ekki allt
snúast um efnislegu gæðin lengur.
Fólk er farið að hugsa öðruvísi.“
Guðrún segist þó finna fyrir því að
fólk vilji frekar hjálpa til hér á landi
en sé ekki alveg jafntilbúið að hjálpa
lengra í burtu. „Við erum samt af-
skaplega þakklát því að framlög hafa
ekki dregist saman.“
Flestir styrktaraðilarnir eru fjöl-
skyldufólk og fólk í yngra kantinum
og segir Guðrún að í könnun sem
gerð var hafi komið fram að það voru
konur um fertugt með fjölskyldur
sem voru stærsti hópurinn. „Kannski
er það bara móðureðlið,“ segir hún
brosandi og bætir því við að það séu
margir sem telji að það hafi góð áhrif
á börn að þau eigi svona samsömun
í systkini úti í heimi.
Kreppa, hvað?
Guðrún segir að það sé erfitt að svara
fyrir sig þegar hún ræðir kreppuna í
útlöndum. „Við erum í rauninni alls-
nægtaland. Það býr enginn í köldu
húsi eða hefur ekkert að borða. Það
er alltaf hægt að leita eitthvert. Marg-
ir þarna úti borða ekki einu sinni á
hverjum degi. Sumir borða kannski
eina máltíð annan hvern dag. Þeg-
ar maður ræðir kreppuna á þessum
stöðum er erfitt að svara. Fólk spyr:
Hafið þið nóg að borða? Getið þið
sent börnin ykkar í skóla? Er ykkur
kalt? Og þegar maður svarar þá segir
það bara: Hvað er þá að?“ segir Guð-
rún.
„Það er rosalega erfitt að koma
þessum aðstæðum til skila og mig
langar oft að fólk grípi hugsjónina
með mér. Það mun kannski aldrei
gera sér almennilega grein fyr-
ir þessu fyrr það prófar að setja sig
í spor fólks sem býr í fátækrahverfi
þar sem engar skólplagnir eru, ekk-
ert klósett og þarf að sofa á moldar-
gólfi með lek þök og kannski rottur í
kringum sig.“
Brýnasta verkefnið fram undan
Nýlega er farin af stað söfnun sem
heitir Börn hjálpa börnum en pen-
ingana hyggjast þau nota í uppbygg-
ingu á skóla í Indlandi en starfið þar
er komið á ystu nöf og hættu á að við
missum skólaleyfið þar í landi. „Við
erum búin að vera að undirbúa bygg-
ingu skólans í þrjú ár og nú höfum
við ekki tíma lengur. Þarna er heimili
sem er mjög gott og við höfum rekið
skólann inni á heimilinu. Það stríðir
á móti reglum yfirvalda og því þurf-
um við að fara næst í það verkefni að
byggja skólahús. Það kostar um níu
milljónir króna.“
Einnig er ABC barnahjálpin að
ljúka fyrsta starfsári ABC-skólans en
þar stunda um þrjátíu manns nám.
Skólinn er undirbúnings- og þjálf-
unarskóli fyrir þá sem hafa áhuga á
að taka þátt í hjálparstarfi. Kennslan
hefur gengið mjög vel að mati Guð-
rúnar og eru einungis nokkrar vikur
þangað til hópurinn fer í vettvangs-
ferð til Afríku.
Ljóst er að hér er á ferð kona með
stórt hjarta og miklar hugmyndir.
„Hugsjónin er stór. Við viljum koma
þaki yfir öll götubörn og gefa þeim
tækifæri og ég trúi að við eigum eftir
að gera mikið í þeim málum. Þó að
staðan sé svona í dag þá horfum við
lengra.“ asdisbjorg@dv.is
HELGARBLAÐ 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 49
Guðrún Margrét er nýkomin frá Líberíu Hér er hún áamt samstarfskonum sínum
og börnum í ABC-skólanum í Líberíu.
Matartími í Líberíu Í mörgum tilfellum er skólamáltíðin í ABC-skólanum eina máltíð dagskólabarnanna. Þau fá þá ekkert að
borða heima hjá sér.
Glaður drengur lærir ensku Það er erfitt til þess að hugsa að þessi drengur gæti
verið á götunni. Með hjálp ABC hefur hann fengið tækifæri til að mennta sig.
Fólk kemur og biður um hjálp.
Við fáum umsóknir
sem við vinnum úr. Svo
förum við og leitum að
traustum samstarfsaðil-
um til að vinna með. Þá
getur starf í viðkomandi
landi hafist.
Þegar maður ræðir kreppuna á
þessum stöðum er erfitt
að svara.
Skólastúlkur í Pakistan Börnin eru yfirleitt í skólabúningum í ABC-skólum.