Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 HELGARBLAÐ Steindór fæddist að Steinum und- ir Austur-Eyjafjöllum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann fór til Vest- mannaeyja ungur maður og starf- aði þar m.a. hjá Lifrarsamlaginu og hjá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þá hóf hann ungur að gera við bifreiðar og aðrar vélar og stundaði viðgerðir í Vestmannaeyjum. Auk þess var hann línumaður hjá Landssímanum af og til á sumrin og vann þá við símalagnir víða um land. Steindór flutti til Reykjavíkur 1939. Hann lauk bifreiðaprófi í Vestmanna- eyjum og hinu meira prófi þar 1929. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í bifvéla- virkjun 1946. Steindór hóf störf hjá Landleiðum í Reykjavík og starfaði þar við viðgerð- ir á rútum fyrirtækisins á verkstæði þess við Suðurgötu í Reykjavík. Steindór var alla tíð mjög bók- hneigður, þekkti land sitt og sögu vel og var hafsjór af ýmsum þjóðlegum fróðleik. Fjölskylda Kona Steindórs var Þórunn Ólafía Benediktsdóttir, f. 24.6. 1912, d. 28.5. 1964, húsmóðir. Þórunn var dótt- ir Benedikts Einarssonar og Jónínu Guðmundsdóttur. Börn Steindórs og Þórunnar eru Grímur Marínó Steindórsson, f. 25.5. 1933, listamaður í Kópavogi, og eru börn hans Gríma Sóley Grímsdótt- ir, f. 9.6. 1974, og Jón Þór Grímsson, f. 27.4. 1975; Dóra Steindórsdóttir, f. 28.11. 1934, fyrrv. dagmóðir, bú- sett í Reykjavík en maður hennar er Þorvaldur Ingólfsson, fyrrv. starfs- maður í Straumsvík, og eru börn þeirra Steinunn Þorvaldsdóttir, f. 12.12. 1954, starfsmaður við heima- hjúkrun, Inga Hrönn, f. 21.3. 1960, hárskeri; Hrafn Steindórsson, f. 8.1. 1944, leigubifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Margréti Johnsen og er son- ur þeirra Jón Hlöðver Hrafnsson, f. 6.8. 1962, rannsóknarlögreglumaður á Selfossi. Systkini Steindórs eru öll látin. Þau voru Einar Jónsson, símvirki í Reykjavík; Guðjón Jónsson, skip- stjóri í Vestmannaeyjum; Magnús Jónsson, dó ungur; Bergþóra Jóns- dóttir, húsmóðir á Reykjum í Vest- mannaeyjum; Sigurjón Jónsson, leigubifreiðastjóri í Reykjavík; Guðni Jónsson, útgerðarmaður í Keflavík, faðir Karls Steinars, fyrrv. alþm. og forstjóra Tryggingastofnunar ríkis- ins; Guðmundur Jónsson, dó ungur. Foreldrar Steindórs voru Jón Ein- arsson, bóndi í Steinum undir Aust- ur-Eyjafjöllum, og Jóhanna Magnús- dóttir húsfreyja. Ætt Jón var bróðir Sigurveigar, ömmu Guðmundar verkfræðings og Jó- hannesar Einarssonar sem var for- stjóri Cargolux. Jón var sonur Einars, b. á Steinum Jónssonar, og Sigur- veigar Einarsdóttur, b. í Kerlingardal í Mýrdal, bróður Þorsteins, langafa Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra. Einar var sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal Steingrímssonar, bróður Jóns eld- prests. Móðir Jóns var Þórunn, systir Guðrúnar, ömmu Guðjóns Samúels- sonar, húsameistara ríkisins. Guðrún var einnig langamma Leifs Sveins- sonar lögfræðings, Haraldar Sveins- sonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Árvakurs, og Sveins Björnssonar list- málara. Bróðir Þórunnar var Odd- ur, langafi Magnúsar Gústavsson- ar, fyrrv. forstjóra Coldwater. Bróðir Þórunnar var einnig Ólafur, langafi Georgs Ólafssonar, fyrrv. forstöðu- manns Samkeppnisstofnunar. Þór- unn var dóttir Sveins, b. í Skógum, bróður Árna, langafa Helga, afa Más Gunnarssonar, fyrrv. starfsmanna- stjóra Flugleiða. Sveinn var sonur Ísleifs, b. í Skógum Jónssonar, lrm. í Selkoti Ísleifssonar. Jóhanna Magnúsdóttir var systir Sigríðar, móður Magnúsar Á. Árna- sonar listmálara, Ástu málara og Ársæls, afa Ársæls Jónssonar lækn- is. Jóhanna var dóttir Magnúsar, b. í Tungukoti og á Arngerðarstöðum í Fljótshlíð Þorvaldssonar, hrepp- stjóra og ljósföður á Stóra-Klofa í Landsveit Jónssonar. Móðir Magnús- ar var Margrét Jónsdóttir, vinnukona á Leirubakka á Landi. Móðir Jóhönnu var Steinunn Gísladóttir, b. í Miðkoti Sveinssonar, b. í Stöðlakoti og á Arngerðarstöðum í Fljótshlíð Arnbjörnssonar, og Þór- nýjar Jónsdóttur. Móðir Steinunnar var Steinunn, dóttir Þorleifs Svein- björnssonar, og Bjargar Benedikts- dóttur, húsfreyju í Gerðarkoti. Steindór verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11.3. kl. 13.00. Sveinn Björnsson FYRSTI FORSETI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS f. 27.2. 1881, d. 25.1. 1952 Sveinn fæddist í Kaupmanna- höfn en ólst upp í Reykjavík í foreldrahúsum í Ísafoldar- húsinu við Austurstræti sem nú hefur verið flutt út í Að- alstræti. Þar starfrækti faðir hans Ísafoldar- prentsmiðju og var með ritstjóraskrif- stofu sína. Þar var auk þess Morgunblaðið fyrst til húsa en Ólafur, bróðir Sveins, var ásamt Vilhjálmi Finsen stofnandi þess árið 1913. Sveinn var sonur hjón- anna Björns Jónssonar, rit- stjóra Ísafoldar, alþingis- manns og annars ráðherra Íslands, og k.h., Elísabetar Guðnýjar Sveinsdóttur hús- móður. Sveinn lauk stúdentsprófi aldamótaárið 1900 og hélt síðan til Kaupmannahafn- ar til að stunda laganám. Því lauk hann vorið 1907 og varð sama ár yfirréttarmála- flutningsmaður og 1920 varð hann hæstaréttarlögmaður. Á árunum 1907-20 rak Sveinn málaflutningsskrifstofu í Reykjavík. Hann var sett- ur málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1919. Þá var hann alþm. fyrir Sjálfstæðis- flokkinn eldri 1914-15 og síð- an fyrir Heimastjórnarflokk- inn 1919-20. Sveinn gegndi starfi sendiherra í Danmörku 1920-24 og aftur árin 1926- 41. Árið 1941 var Sveinn kjör- inn af Alþingi ríkisstjóri Ís- lands og þann 17. júni 1944 var hann kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands að Lög- bergi á Þingvöllum. Hann var tvisvar endurkjörinn án at- kvæðagreiðslu. Sveinn var í rauninni töluvert pólitískur forseti og hafði m.a. umtalsverð áhrif á mótun varnarmála og nýrrar utanríkisstefnu hér á landi með samskiptum sínum við Bandaríkjaforseta. Hann er eini forsetinn sem skipað hefur utanþingsstjórn en það gerði hann reyndar sem ríkis- stjóri, árið 1942. Sveinn starfaði einnig í bæjarstjórn Reykjavíkur og var formaður í ýmsum nefnd- um og samtökum. Til dæmis var hann einn af stofnendum Rauða kross Íslands og fyrsti formaður hans. Sveinn tók sér ættarnafnið Björnsson árið 1923. Sveinn skráði endurminn- ingar sínar sem gefnar voru út að honum látnum, 1957. Þá samdi Gylfi Gröndal bók- ina Sveinn Björnsson – ævi- saga. MINNING Steindór Jónsson BIFVÉLAVIRKI Í REYKJAVÍK MERKIR ÍSLENDINGAR f. 24.9. 1908, d. 16.2. 2010 MINNING Steingrímur Þórðarson FYRRV. AÐALBÓKARI ALÞÝÐUBANKANS f. 23.4. 1922, d. 16.2. 2010 Steingrímur fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði og ólst þar upp. Hann lærði á orgel á unglingsárunum, lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1939 og stundaði síðar leiklistarnám við Leiklistarskóla Lár- usar Pálssonar. Steingrímur sinnti búrekstri að Ljósalandi, ásamt móður sinni og bróður, en flutti til Reykjavíkur 1946 og starfaði þar við Landsbankann á árunum 1946-63. Hann sinnti síð- an eigin rekstri, starfrækti söluturn við Bræðraborgarstíg í Reykjavík frá 1963 og rak síðan heildsöluna Fjar- val, var starfsmaður Sparisjóðs al- þýðu 1968-71, og var síðan aðalbók- ari Alþýðubankans 1971-84, er hann fór á eftirlaun. Eftir það tók hann að sér ýmis bókhaldsverkefni um árabil. Steingrímur lék með Leikfélagi Reykjavíkur um skeið. Hann lék m.a. aðalhlutverkið í hinni umdeildu kvikmynd Óskars Gíslasonar Ágirnd. Steingrímur var mikill áhuga- maður um tónlist, bjó yfir gríðarlegri þekkingu á klassískri tónlist, einkum óperum, átti mikið safn óperutón- listar og fylgdist vel með öllum veiga- miklum viðburðum í óperuheimin- um. Honum var sérstaklega annt um að börnin lærðu á hljóðfæri og rækt- aði mjög tónlistaráhuga barna sinna og barnabarna. Fjölskylda Steingrímur kvæntist 27.2. 1960 Höllu Eiríksdóttur, f. 8.7. 1924. For- eldrar hennar voru Eiríkur Bjarna- son, f. 21.3. 1895, d. 8.9. 1977, fram- kvæmdastjóri, og Else Andrea Figved, f. 27.7. 1901, d. 15.3. 1991. Börn Höllu og Steingríms eru Ei- ríkur Steingrímsson, f. 19.7. 1960, prófessor, en kona hans er Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 27.9. 1960, dósent, og eru dætur þeirra Inga Guðrún, f. 14.10. 1997, og Halla, f. 18.6. 2003; Þórður, f. 7.10. 1961, arkitekt, en kona hans er Guðbjörg Eysteinsdótt- ir, f. 7.10. 1961, tölvunarfræðingur, og eru dætur þeirra Halla, f. 11.6. 1988, og Gríma, f. 14.11. 1990; Esla Albína Steingrímsdóttir, f. 5.8. 1967, tann- læknir, en maður hennar er Hans Guttormur Þormar, f. 22.1. 1970, líf- fræðingur, og eru börn þeirra Eirík- ur Andri, f. 24.6. 1996, og Steinunn María, f. 21.11. 2000. Systkini Steingríms voru Jóhanna, f. 19.1. 1900, d. 10.12. 1969, sauma- kona í Reykjavík; Jónas, f. 21.1. 1901, d. 31.12. 1993, gjaldkeri Sjúkrasam- lags Akureyrar; María, f. 27.9. 1902, d. 21.6. 1934, vann við bústörf í Winni- peg; Ingibjörg, f. 27.11. 1904, d. 1.6. 1982, saumakona í Reykjavík; Hólm- fríður, f. 28.1. 1907, d. 24.7. 1999, saumakona í Reykjavík; Sigríður, f. 19.4. 1908, d. 8.5. 1997, húsfreyja á Refstað í Vopnafirði; Guðrún, f. 3.10. 1909, d. 3.9. 1997, verslunarmaður í Reykjavík; Sigvaldi, f. 27.12. 1911, d. 16.4. 1964, arkitekt í Reykjavík; Helgi, f. 24.10. 1915, d. 9.6. 2006, bóndi á Ljósalandi; Guðbjörg, f. 24.7. 1918, d. 20.2. 2010, kennari, lengi búsett í Stokkhólmi. Foreldrar Steingríms voru Þórður Jónasson, f. 13.6. 1867, d. 3.3. 1938, bóndi á Ljósalandi, og Albína Jóns- dóttir, f. 17.6. 1874, d. 9.5. 1966, hús- freyja. Ætt Þórður var sonur Jónasar, b. á Sel- ási í Víðidal Guðmundssonar, b. á Refsstöðum Jónssonar. Móðir Guð- mundar var Ingibjörg Magnúsdóttir, sýslumanns á Geitaskarði Gíslason- ar, biskups á Hólum Magnússon- ar. Móðir Magnúsar var Ingibjörg Sigurðardóttir, lögsagnara á Geita- skarði Einarssonar, biskups á Hólum Þorsteinssonar. Móðir Ingibjargar Magnúsdóttur var Helga Halldórs- dóttir, stiptsprófasts á Hólum Jóns- sonar, og Salvarar Þórðardóttur, próf- asts á Staðastað Jónssonar, biskups á Hólum Vigfússonar. Móðir Þórðar á Ljósalandi var María, langama Gríms Valdimars- sonar, formanns Ármanns. María var dóttir Guðmundar, b. á Efri-Þverá í Vesturhópi Skúlasonar, bróður Sveins, langafa Helga Þorláksson- ar sagnfræðings. Móðir Maríu var Júlíana Steinsdóttir Bergmanns, b. á Þorkelshóli Sigfússonar Bergmanns, b. á Þorkelshóli, ættföður Berg- mannsættar. Albína var dóttir Jóns, b. á Ljósa- landi, Kristjánssonar, b. á Hrauni í Aðaldal, Sigmundssonar, b. á Breiðu- mýri, Markússonar, b. Þorvarðs- sonar. Móðir Jóns á Ljósalandi var Guðrún Jónsdóttir, b. á Hamri, Ein- arssonar, b. á Vindbelgi, Vigfússonar. Móðir Albínu var Jóhanna Jó- hannesdóttir, b. í Skógum í Öxnadal, Þórarinssonar, b. í Lóni, Guðmunds- sonar, b. á Keldunesi, Guðmunds- sonar, prests á Þönglabakka, Þorláks- sonar. Móðir Þórarins var Ingunn Pálsdóttir, b. á Víkingavatni, Arn- grímssonar, sýslumanns á Laugum, Hrólfssonar. Móðir Jóhönnu var Þor- björg Sigvaldadóttir, b. í Hafrafells- tungu, Eiríkssonar, b. á Hauksstöð- um, Styrbjarnarsonar, b. á Sleðbrjóti, Þorsteinssonar. Útför Steingríms fór fram frá Foss- vogskirkju í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.